Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.11.2011, Blaðsíða 77

Fréttatíminn - 25.11.2011, Blaðsíða 77
Fært til bókar Icesave á metsölulista „Hvað hefði Svavars-samningurinn haft í för með sér fyrir Íslendinga? Jú, íslenskir skattgreiðendur væru búnir að borga sem svaraði 110 milljónum króna fram til 1. október 2011. Sú upphæð er óháð endurheimtum úr þrotabúi Landsbank- ans. Þetta er talan sem við hefðum ekki komist undan, hún væri orðin skilagrein í fjármálaráðuneytinu, óumflýjanleg stað- reynd.“ Þetta er niðurstaða Sigurðar Más Jónssonar, blaðamanns og fyrrverandi ritstjóra Viðskiptablaðsins, en út er komin bók eftir hann, Icesave-samningarnir, af- leikur aldarinnar? Svavarssamningarnir Í bókinni fer Sigurður Már yfir Icesave- samningana og lýsir vinnubrögðum og árangri samninganefnda Svavars Gests- sonar og Lees Buchheit. Mestu púðri er eytt í hinn svokallaða Svavars-samning og væntanlega vísar undirtitill bókarinnar til niðurstöðu hans. Fram kemur að margir hafi undrast ráðningu Svavars Gestssonar en hún var alfarið Steingríms J. Sigfús- sonar fjármálaráðherra. „Vitað var,“ segir Sigurður Már í bók sinni, „að mikil óánægja var meðal fylgismanna Ingibjargar Sól- rúnar með skipun Svavars, en á þeim tíma var Jóhanna [Sigurðardóttir] orðin hinn raunverulegi foringi flokksins og henni virtist standa á sama um Icesave-nefndina. Hún virðist hafa litið svo á frá upphafi að þetta væri mál Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra.“ Fjarri lagi var, segir í bókinni, að einhugur hafi ríkt um Svavar innan VG. Óvænt velgengni Bókarhöfundur veltir fyrir sér vali for- manns samninganefndar Íslands sem atti kappi við þrautþjálfaða samningamenn Breta og Hollendinga og segir: „En stærsta spurningin var vitaskuld: Hvers vegna Svavar Gestsson af öllum mönnum? Hvað hafði hann afrekað til að vera falið þetta afar vandasama verk?“ Eftir áralangt þras um Icesave og tvær þjóðaratkvæða- greiðslur voru margir komnir með upp í kok og máttu ekki heyra á hina umdeildu bankareikninga Landsbankans minnst. Það þurfti því nokkra bjartsýni til að ráðast í ritun og útgáfu bókarinnar. Það kemur Sigurði Má og útgefanda hans því væntanlega þægilega á óvart að bókin situr í fjórða sæti á aðallista Eymundssonar yfir söluhæstu bækurnar, rétt á eftir met- söluhöfundinum Arnaldi Indriðasyni og hinum geysivinsæla Gamlingja eftir Jonas Jonasson. um sínum og skikki komið á inn- kaup tveggja óskyldra heimila. Því kom það vel á vondan í síðustu helgarinnkaupum að hlut- verkin snerust við. Með í för var barnabarn og mín ágæta kona leyfði sér þann munað að aka með barnið í sérstakri innkaupa- kerru, spjalla við það og sýna því litskrúðugan jólavarning. Á meðan var mér falið að velja það sem þurfti. Ég gekk til þess verks með aðra kerru en nennti ekki að troðast með hana milli vöruganga í föstudagsös. Hjólatíkin beið því þegjandi og hljóðalaus þar sem ég hafði lagt henni með fyrsta hluta vörukaupanna. Svo var hins vegar ekki með handhafa kerru sem ég tók að hlaða í vörum, hugsunarlaust með öllu, í kæli verslunarinnar. Sá maður var hvorki þegjandi né hljóðlaus en spurði, í fyllstu kurteisi þó, hvort ég kannaðist við flatkökupakka, rasp, frosin fisk- flök, kindakæfu, gulrófur og tvo sláturbelgi sem í kerrunni hvíldu. Ég viðurkenndi að svo væri ekki. „Það kemur mér ekki alveg á óvart,“ sagði maðurinn, „þetta er nefnilega kerran mín.“ Hann sneri sér síðan að nálægri konu sem ég gerði ráð fyrir að væri eiginkona hans, kona sem hann hefði fylgt af trúmennsku og æðruleysi gegnum lífið og í ótal verslunarferðum. Áður en hann næði að bera sig upp við hana ákvað ég að safna hið bráðasta vörunum sem ég hafði sett í kerru hans og forða mér. Skammt undan sá ég nefnilega konu mína með sína kerru og sitt barnabarn og vildi komast í öruggt skjól. Þó gat ég ekki annað en spurt manninn, úr því sem komið var, hvort hann teldi að ég væri að elta rétta konu í versluninni. Um leið benti ég á eiginkonu mína. Kerrumaðurinn leit af sinni konu á mína og kvað upp sinn dóm: „Jú, þú gerðir kannski rétt í að víkja ekki mikið frá henni. Hún virðist að minnsta kosti vita hvað hún er að gera.“ viðhorf 41Helgin 25.-27. nóvember 2011 Í estu sem viðkemur jólahaldinu er best að halda í hefðirnar og þar er MS rjóminn hvergi undanskilinn. MS rjóminn er þessi gamli góði sem er samt alltaf ferskur. Hann myndi endast á milli jóla og nýárs – ef hann væri ekki svona góður. Jólarjómi allra landsmanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.