Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.11.2011, Page 80

Fréttatíminn - 25.11.2011, Page 80
 Hvíta-Rússland er landlukt tíu milljóna manna ríki í Austur- Evrópu. Liggur að Úkraínu, Póllandi, Litháen og Rússlandi. Flestir íbúanna eru upp- runalega frá því landsvæði en Joseph Stalín flutti þangað marga Rússa sem mynduðu eins konar yfirstétt – þeir teljast nú 20 prósent landsmanna. Þjóðirnar eru nátengdar og tungumálin samstofna. Bæði tungumálin eru opinberlega viðurkennd en flestir tala rúss- nesku. Líkt og í nágrannaríkinu er rétttrúnaðarkirkjan ráðandi í Hvíta-Rússlandi. -eb Hvíta-Rússland 44 heimurinn Helgin 25.-27. nóvember 2011  Harðstjórinn alexander lukasHenko Á stuttu bili milli stríða lýstu Hvít-Rússar yfir sjálfstæði. Fram að því hafði landið ýmist heyrt undir litháísk, pólsk-litháísk og rússnesk heimsveldi. Hvíta-Rússland varð svo stofnaðili að Sovétríkjunum árið 1922. Landsvæðinu hefur margsinnis verið skipt upp í átökum og deilt á milli aðskiljanlegustu ríkja og ríkjabandalaga. Landið varð illa úti í seinni heimstyrjöldinni. Þriðjungur íbúanna féll, helmingur auðlinda þess glataðist og höfuðborgin Minsk var svo gott sem jöfnuð við jörðu. Ríkið var endurreist innan Sovétríkjanna og varð árið 1945 aðili að Sameinuðu þjóðunum ásamt Úrkaínu. Þegar Sovétríkin liðuðust í sundur árið 1991 var Hvíta-Rússland ið- næddasta ríki þess. Og það ríkasta. Nú er landið sárafátækt. Efnahags- lífið byggir að mestu á landbúnaði og grófri iðnaðarframleiðslu. Enn bundið í hefðbundnu ráðstjórnarfyrirkomulagi. Meginhluti alls reksturs er í ríkiseigu. Hvít-Rússar eru háðir mörkuðum í Rússlandi þangað sem þeir sækja hrávörur á borð við olíu, kartöflur og kjöt en bjóða á móti þungavélar á borð við traktora og þess háttar tæki. -eb Deilt og drottnað Alexander Grigoryevick Lukashenko er fæddur árið 1954 í landnemabæn- um Kypos þar sem hann ólst upp hjá móður sinni. Honum var strítt mjög í skóla fyrir föðurleysið. Hann nam bæði við upp- eldisfræði- og landbún- aðarstofunun Hvíta Rúss- lands. Lukashenko varð landamæravörður og þjón- aði í sovéska hernum áður en hann hóf störf á sam- yrkjubúi, þar sem hann vann sig upp í að verða varastjórnarformaður og svo forstjóri. Árið 1990 var hann kjörinn á ráð- stjórnarþingið í Minsk. Og reyndist svo sá eini á hvítrússneska sambands- þinginu sem greiddi at- kvæði gegn því að leysa upp Sovétríkin. Lukashenko gaf sig út fyrir að berjast gegn spillingu og var árið 1993 valinn til að leiða þingnefnd sem vann að því marki. Sjónir beindust fljótt að þingforsetanum, Stanislay Shushke- vich, sem hraktist svo frá völdum fyrir að misfara með opin- bert fé þótt lítið færi fyrir sönnunum. Sagt er að Lukashenko hafi með ásökunum viljað ryðja brautina. Hann stillti sér svo upp sem manni fólksins gegn kerfinu. Sagðist berjast fyrir alþýðuna. Gegn mafíunni. Í forsetakosningunum 1994 varð hann hlutskarpastur sex frambjóðenda. Síðan hafa nánast öll völd sópast undir forsetaembættið og takmarkanir á embættistíð verið afnumdar úr stjórnarsrká. Þingið er afar veikt en langflestir þingmanna eru utan stjór- nmálaflokka sem auðveldar einvaldinum að fara sínu fram. Hann ræður hernum, lögreglu og ríkisreknum fjölmiðlum. Andófsmenn hafa í stórum stíl verið fangelsaðir án dóms og laga eða fyrir upp lognar sakir. Samandregið má segja að þó svo að finna megi vott af lýðræðisháttum á yfirborðinu þá liggi þræðir valdsins nánast allir á hendi forsetans. Hann hefur auk þess verið gagnrýndur fyrir ýmsar undarlegar yfirlýsingar. Til að mynda fyrir að lýsa aðdáun á Adolfi Hitler og fyrir grímu- laust gyðingahatur. Lukashenko er tveggja sona faðir, giftur æskuástinni sinni, Galínu Zhelenerovich. Hún er þó sögð hafa yfirgefið hann fyrir langalöngu. -eb Einvaldurinn í Minsk  Hvíta rússland síðasta alræðisríki evrópu heimurinn dr. Eiríkur Bergmann dósent og forstöðu- maður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst eirikur@bifrost.is Lítt hrín á harðræðinu Í miðri Evrópu húkir hálfpartinn í felum alræðisríkið Hvíta Rússland sem Alexander Lukas- henko stýrir með harðri hendi. Logar fjármálakrepnnurnar eru nú farnir að svíða svo einka- væðing ráðstjórnarlegs ríkisrekstrar vofir yfir. Við fyrstu sýn virðist sem Hvíta- Rússland standi í sínu einangraða alræði utan skarkala fjármálakrís- unnar. Svo er þó ekki þegar nánar er að gáð. Á meðan að ríkisstjórnir um alla Evrópu falla eins og flugur í fjár-málakreppunni er sem ekkert hríni á harðstjórninni í Hvíta-Rússlandi. Síðasta harðstjórnarríkinu í Evrópu eins og þáverandi utanríkisráðherra Banda- ríkanna, Condoleezza Rice, lýsti því. Á sama tíma og bylgja lýðræðisbyltingar rís út um Mið-Austurlönd og feykir hverjum harðstjóranum á fætur öðrum frá völdum situr einræðisherrann í Minsk, Alexander Lukashenko, enn á stóli sínum. Hvíta-Rúss- land er æði sérkennilegt ríki. Samt er það sjaldan í fréttum. Að sumu leyti er eins og að landið hafi hreinlega gleymst í kalda stríðinu – áður en að lýðræðisumbætur breiddust um Austur-Evrópu og gerbreytti pólitísku landslagi álfunnar. Falið land Í hjarta Evrópu húkir hálfpartinn í felum þetta forneskjulega ríki sem hvorki virðir lýðræðislegar leikreglur, mannréttindi né alþjóðalög. Alexander Lukashenko viðurkennir fúslega að hann hafi einræðis- legan stjórnunarstíl. En flestir vestrænir eftirlitsaðilar og fræðimenn lýsa því hins vegar svo að Hvíta-Rússland sé klárt og kvitt alræðisríki. Á þeim forsendum hefur Evrópuráðið til að mynda hafnað aðild þess allt frá árinu 1997. Alþjóðlegar eftirlitssveitir á borð við ÖSE hafa lýst þremur forsetakosningum sem Lukashenko hefur boðað til, stundum nánast af eigin geðþótta, sem ófrjálsum. Í kosninum 2006 og 2010 fékk hann yfir 80 prósent atkvæða. Leiðtogi stjórnarand- stöðunnar, Andrei Sannikov, fékk undir 3 prósent atkvæða. Á kjördag 2010 börðu hermenn tvo mótframbjóðendur Lukas- henkos. Hernum var svo sigað á þá 10.000 manns sem voguðu sér að mótmæla kosn- ingasvindli á stórkarlalegu torgi í Minsk í kjölfarið. Vinfengi við Rússland Nánast með trega lýsti Hvíta-Rússland yfir sjálfstæði við sundurliðun Sovétríkj- anna árið 1991. Við fall Berlínarmúrsins og endalok kalda stríðsins stukku ríki Austur-Evrópu sem lengst undan hrammi rússneska bjarnarins. Ráðamenn í Hvíta- Rússlandi kappkostuðu hins vegar að við- halda sem allra nánustum tengslum við Moskvuvaldið. Hvíta-Rússland varð nán- asta samstarfsríki rússa í Samveldi sjálf- stæðra ríkja, samráðsbandalagi fyrrum Sovétlýðvelda. Rússneski minnihlutinn í Hvíta-Rúss- landi hefur komið sér vel fyrir á liðnum árum. Og vafist inn í stjórnkerfið. Nýleg rannsókn sýnir að fólk með tengsl við Rússland myndar nú eiginlega elítu lands- ins. Til að mynda hafi flestir ráðherrarnir í stjórn Lukashenko afar náin tengsl við Rússland. Á árunum 1996 til 1999 gerðu löndin með sér fjölda samninga sem tengdu þau nánum böndum og lagði meðal annars grunn að myntbandalagi, jöfnum búsetu- rétti og sameiginlegri utanríkis- og varn- arstefnu. Innleiðing hefur þó dregist því þrátt fyrir fróm áform hefur Lukashenko reynst tregur til að láta völd af hendi. Eigi að síður hefur hann ítrekað lagt til að stofnað verði eiginlegt sambandsríki Rúss- lands og Hvíta-Rússlands – helst undir forystu Vladimir Pútins eins og hann lagði síðast til árið 2008. Nokkurt flot hefur þó verið á þeim hugmyndum. Árið 1999 bauð hann til að mynda Slobodan Milosevic að Júgóslavía gæti fengið aðild að sambands- ríkinu. Einkavæðing í kjölfar fjármálakreppu Yfirstandandi fjármálakrísa sannar að efnahagur ríkja er samofinn. Fall fjár- málafyrirtækis í einu landi getur leitt greiðslufall yfir jafnvel allt annað ríki. Við sjáum fréttir um slíkt á hverjum degi. Við fyrstu sýn virðist sem Hvíta-Rúss- land standi í sínu einangraða alræði utan skarkala fjármálakrísunnar. Svo er þó ekki þegar nánar er að gáð. Auk efna- hagslegrar samtvinnunar við Rússland er Hvíta-Rússland einnig háð mörkuðum í öðrum löndum, svo sem í Evrópu. Hvorki er nú lengur til gullvaraforði né erlendur gjaldeyrir í galtómum ríkiskassanum í Minsk. Sífellt örðugra reynist að útvega aðföng frá útlöndum til að knýja fram- leiðsluna heima fyrir. Svo nú stendur ráð- stjórnarleg ríkisstjórnin frammi fyrir því að þurfa annað hvort að einkavæða opin- ber fyrirtæki eða þá að eiga ekki lengur fyrir útgjöldum. Það eykur svo á vandann að lokast hefur fyrir erlenda aðstoð, svo sem frá AGS sem hafnað hefur frekari fyrirgreiðslu. Alexand- er Lukas- henko Var á sínum tíma sá eini á hvítrúss- neska sam- bands- þinginu sem greiddi atkvæði gegn því að leysa upp Sovét- ríkin. Náið vinfengi Fyrir réttri viku fundaði forseti Rússlands, Dmitry Medvedev (fyrir miðju), með kollegum sínum Alexander Lukashenko (til vinstri) frá Hvíta-Rússlandi og Nursultan Nazarbayev frá Kasakstan í Kreml. Sammerkt með löndunum er að lýðræði þykir þar ekki til fyrirmyndar. Ljós- myndir/Nordicphotos Getty-Images. Minsk Hvíta-Rússland Rússland Litháen Ukraína Pó lla nd Lettland HÁSKÓLINN Á BIFRÖST Velkomin á Bifröst www.bifrost.is Nýir tímar í fallegu umhverfi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.