Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.11.2011, Page 92

Fréttatíminn - 25.11.2011, Page 92
Helgin 25.-27. nóvember 201156 tíska Gleðidagur á mun- aðarleysingjahælinu Í dag kvaddi ég munaðarleysingjahælið, þar sem ég hef verið að vinna síðustu vikur hér í Úganda, með heljarinnar kveðjupartíi. Við sjálfboðaliðarnir splæstum í sparimat handa börnunum, bökuðum kökur sem þau gæddu sér á og gáfum hverju einasta barni nýjan fatnað frá toppi til táar. Alls eru áttatíu og þrjú börn sem dvelja á heimilinu og það tók okkur heilan dag á markaðinum að finna fatnað fyrir þau öll. Stelpurnar fengu kjóla, pils, boli og skó og strákarnir stutt- buxur, boli og skó. Þetta var heljarinnar magn af fötum sem við fjárfestum í, en kostaði okkur lítið. Þegar kom að því að deila fötunum köll- uðum við inn fimm börn inn í einu sem völdu sér klæðnað. Ekki var að sjá neina öfund, meting eða afbrýðsemi. Þau voru þakklát. Þökkuðu fyrir sig og dönsuðu, hoppuðu og sungu í nýju flíkunum. Þetta var gleðidagur hjá krökkunum. Til til- breytingar fengu þau eitthvað annað en maís og baunir í matinn. Sjö daga vikunnar, 365 daga ársins, í öll mál, er sá réttur á boðstóln- um. Fötin sem þau eiga eru notuð frá eldri krökkunum og eiga þau enga persónulega hluti sem þau geta kallað sitt eigið. Þetta var í fyrsta skipti sem krakkarnir nutu sín í splunkunýjum fatnaði. Gleðidagur á munað- arleysingjahælinu. tíska Kolbrún Pálsdóttir skrifar Kolla með börnum +a mundaðarleysingja- hælinu. Ljósmynd/Haa- kon Broder Lund Jólailmur frá Rihönnu Söngkonan Rihanna vinnur nú hörðum höndum að sínum öðrum ilmi sem væntanlegur er í desembermán- uði, rétt fyrir jólin. Ilmurinn mun heita Rebelle og segir söng- konan þetta vera ilm sem Elísabet Gunnars í miklu uppáhaldi Arna Jónsdóttir er sautján ára nemi í Verslunarskóla Íslands. Samhliða náminu æfir hún ballett hjá Ballettskóla Sigríðar Ármann og kennir þar einnig ásamt því að kenna fimleika í Fjölni. „Ég myndi kannski ekki segja að ég sé með einhvern ákveðin stíl. Ég kaupi bara fötin mín út um allt, þar sem ég finn þau. Ég dregst ekkert endilega að einhverri sérstakri búð en kannski svona í grunninn versla ég mest í Topshop, H&M og Monki. Einnig versla ég mikið á netinu og þá sérstaklega hjá Elísabet Gunnars. Hún er með rosalega flott föt og mikið úrval.“ 5 dagar dress Star Wars-skór frá Adidas Íþróttavörufyrirtækið Adidas kynnti í vikunni nýja skó sem eru sérstaklega ætlaðir Star Wars-aðdáendum. Útlitið er í stíl við þau föt sem Luke Skywalker, ein af aðalpersónum kvikmyndanna, klæddist. Línan samanstendur af aðeins tvennum skópörum; brúnum og grænum og í báðum pörunum má finna mynd af Luke á utanverðri tungunni. Skórnir verða seldir í versl- unum Adidas í Banda- ríkjunum og mun parið kosta um sautján þúsund krónur. -kp Vorlínu Marc Jacobs stolið Vorlína hönnuðarins Marc Jacobs, sem hann sýndi á tískupöllunum fyrr í haust í London, var stolið í vikunni úr höfuðstöðvunum Ja- cobs í London. Línan samanstendur af 46 fallegum flíkum sem metnar hafa verið á sjö og hálfa milljón króna. Hönnuður- inn er miður sín vegna þessa og hefur boðið vegleg fundalaun. -kp Marc Jacobs. Ljósmynd/ Nordicphotos Getty-Images veitir konum aukinn kynþokka; á að vera rómantískur og dularfullur og laða til sín karlkynið. Ilmvatnsflaska Rebelle verður rauð, rómantísk og jólaleg, í laginu eins og fyrsti ilmur söng- konunnar, Reb'l Fleur. -kp Mánudagur Skór: Rokk og rósir Sokkabuxur: Oriblu Stuttbuxur: Topshop Bolur: Gyllti Kötturinn Hálsmen: Marc Jacobs Þriðjudagur Skór: Converse Buxur: Cheap Monday Peysa: Topshop Jakki: H&M Hálsmen: Topshop Miðvikudagur Skór: Monki Stuttbuxur: Monki Skyrta: H&M Vesti: Vila Bolur: Topshop Trefill: H&M Fimmtudagur Skór: Elísabet Gunnars Buxur: Topshop Bolur: Elísabet Gunnars Jakki: Gina Tricot Hálsmen: Indiska Föstudagur Skór: Manía Buxur: Topshop Skyrta: Gina Tricot Loð: Elísabet Gunnars Hálsmen: H&M www.kolors.is Gerðar úr sælgætisbréfum, tímaritum, dagblöðum, strikamerkjum o.fl. Fyrir hverja selda tösku er plantað tré Fair Trade framleiðsla Jólagjöfin í ár !! Umhverfisvænar og flottar töskur Varist eftirlíkingar! Töskurnar fást einnig í: Duty Free Fashion Store Fríhöfninni Hrím Akureyri Póley Vestmannaeyjum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.