Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.11.2011, Page 100

Fréttatíminn - 25.11.2011, Page 100
Lady GaGa opnar gjafavöruverslun Söngkonan Lady GaGa ákvað að opna stóra gjafavöruverslun í Barneys í New York nú rétt fyrir jólin þar sem hún selur allskonar skemmtilega muni sem tengjast henni sjálfri; skartgripi, barðamikla hatta, hárskraut, tónlist, sælgæti og fleira skemmtilegt má þar finna. Söngkonan segist ætla að hafa verðlagningu mjög sanngjarna. Lady Gaga fékk til liðs við sig fatahönnuð- inn og vin sinn Nicola Formichetti M ig hefur lengi langað til þess að gera þetta enda er ég mikill jólasveinn í mér,“ segir Ólafur sem heillaðist ungur af gömlum, amer- ískum jólalögum í anda þeirra sem Bing heitinn Crosby raulaði. „Ég er mjög hrfinn af þeim stíl og upphaflega var hugmyndin að fara með þetta alla leið á plötunni en niðurstaðan varð sú að þetta er meginþemað en svo fer ég aðeins í aðrar áttir líka.“ Þótt uppáhaldsjólalag Ólafs sé „Have Yourself a Merry Little Christ- mas“ segir hann að sér hafi lengi fund- ist vanta fleiri alíslensk jólalög í flór- una og hann hafi loks ákveðið að láta verða af því að gefa út jólaplötu. Hann leitaði til þekktra lagahöfunda á borð við Gunnar Þórðarson, Magnús Kjartansson, Ingibjörgu Þorbergs, Stefán Örn Gunnlaugsson auk þess sem hann á sjálfur lög á disknum. Á meðal textahöfunda eru svo Davíð Þór Jónsson, Jónas Friðrik, Kristján Hreinsson og Sigurbjörg Þrastardóttir. Ólafur segist vera sérstaklega stoltur af því að Maggi Kjartans hafi látið honum í té lagið Stefnumót. „Þetta er mjög gamalt lag sem hann samdi fyrir Ellý Vilhjálms sem ætlaði að syngja það en síðan varð ekki af því. Lagið hefur því legið í skúffunni hjá honum í mörg ár en hann ákvað að láta mig fá það.“ Ólafur hefur sungið um langt árabil en að mestu undir radar eins og hann orðar það og Ljómandi jól er fyrsta platan hans. „Ég tók þátt í einhverju Ídoli og hef mikið verið í brúðkaupssöngnum án þess að á því hafi borið. Og svo var maður í einhverjum böndum gamla daga.“ -þþ  ólafur Már ljóMar á jóluM Jóladraumur rætist Ólafur Már Svavarsson lét áralangan draum sinn rætast nýlega þegar hann söng tíu ný íslensk jólalög inn á geisladiskinn Ljómandi jól. B laðið er miklu stærra en það hefur verið áður og ég myndi segja að aldrei hafi verið jafn mik-ið í það lagt,“ segir Örn Úlfar Sævarsson, textasmiður hjá Fíton. „Við erum að sjálfsögðu að vekja athygli á okkur með blaðinu. Það er náttúrlega eitt af markmiðunum,“ segir Örn Úlfar þegar hann er spurður hvort megintilgangur blaðsins sé að hnykla vöðvana og sýna hvað í Fíton býr. „Annað er kannski bara að reyna að stuðla að heilbrigðri umræðu um það sem er að gerast og nálgast það úr okkar átt.“ Örn Úlfar bendir einnig á að gaman sé að fletta eldri blöðum á þessum tímamótum enda komi þá á daginn að blöðin eru í raun áhugavert gagnasafn. „Í hverju blaði eru sýnishorn af því sem við höfum verið að gera það árið þannig að það sem var kannski mont á sínum tíma er orðið að gagnasafni – heimild um tíðaranda liðinna ára.“ Hefð er fyrir því að láta hvert blað hverfast um eitt meginþema og nú er það húmorinn sem Fítonsfólkið gefur gaum. „Það er gaman þegar við náum að láta þráðinn ganga í gegnum allt blaðið,“ segir Örn Úlfar en meðal efnis er viðtal við hinn ástsæla leikara Árna Tryggvason og teiknarar stofunnar leika sér við að hanna auglýsinggar í kringum þekkta fimmaura brandara. „Þetta er árlegt teiknaraverkefni þar sem teiknar- arnir fá frjálsar hendur við að gera það sem þeim finnst skemmtilegt og sýna hvað þeir geta. Þetta er fjölbreytt verkefni og nú fékk fólk að velja sér fimm- aura brandara til það vinna með.“ Örn Úlfar segir blaðið vera skemmtilegt verkefni sem brjóti aðeins upp hefðbundna vinnu á Fíton en blaðið er að sjálfsögðu unnið meðfram daglegum störfum. Þótt allir leggi sitt af mörkum hefur einn mest mætt á teiknistofustjóranum Stefáni Snæ Grét- arssyni. „Hann hefur borið hitann og þungann af þessu og verið mikil aukavinna fyrir hann. Þótt allir eigi sitt í þessu þá er hann kóngur verkefnisins.“ Fítonblaðið kemur út í dag, föstudag, og þá verður kunngjört hvaða auglýsingar voru valdar fyndnustu auglýsingar Íslandssögunnar, það er að segja á aug- lýsingasögulegum tíma. toti@frettatiminn.is Gegnumgangandi húmor Fítonblaðið kemur út tíunda árið í röð á föstudag. Blaðið hefur áunnið sér sess sem hressilegt og vandað innlegg í umræðuna frá sjónarhóli auglýsingabransans en í blaðinu skellir starfsfólk auglýsingastofunnar Fíton á skeið í máli og myndum. og listamanninn Eli Sudbrack til þess að hanna vörur og umhverfi verslunarinnar – segir hún að þetta hefði ekki verið mögulegt án þeirra. Verslunin Barneys hefur ákveðið að gefa 25 prósent af allri innkomu verslunarinnar til Born this way-samtakanna sem Lady GaGa sjálf heldur úti ásamt móður sinni en þar er um að ræða sjálfstyrkingarsamtök fyrir börn. -kp Ólafur Már syngur hugljúf jólalög þar sem jólandinn svífur yfir vötnum á plötunni Ljómandi jól.  fíton Kröftugt Blað Húmorinn er leiðarljós Arnar Úlfars og Stefáns Snæs enda benda þeir á að sannað hefur verið með vísindalegum aðferðum að fyndnar auglýsingar virka betur en aðrar. Ljósmynd Hari. - HEILSURÆKT FYRIR ÞIG - World Class Laugum Reykjavík • Kringlunni Reykjavík • HR Reykjavík • Spönginni Grafarvogi Dalshrauni Hafnarfirði • Ögurhvarfi Kópavogi • Turninum Kópavogi • Lágafellslaug Mosfellsbæ • Sundlaug Seltjarnarness Korthafar fá aðgang að Laugardalslaug, Lágafellslaug og Sundlaug Seltjarnarness Fjölbreytt námskeið að hefjast 28. nóvember Önnur vinsæl námskeið: • 3x5 Súperátak • CrossFit • Fitnessbox • Kettlebells • Herþjálfun Nánari upplýsingar og skráning á worldclass.is Zumba Toning Zumba partýið heldur áfram í World Class og nú bætum við árangursríkri vaxtarmótun og styrktarþjálfun við einföld og skemmtileg dansspor. Zumba Gold er byggt á Zumba-fitness líkamsræktarkerfinu en sérsniðið og aðlagað fyrir eldri þátttakendur. Tímarnir eru byggðir á einföldum danssporum og styrktaræfingum í takt við skemmtilega suður-ameríska tónlist. 3-5 vikna námskeið Nýtt á Íslandi: C M Y CM MY CY CMY K Fréttatíminn fös 25. nóv5x15-02.pdf 1 11/24/11 11:45 AM 64 dægurmál Helgin 25.-27. nóvember 2011
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.