Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.11.2011, Síða 102

Fréttatíminn - 25.11.2011, Síða 102
Jójó mögulega á svið Nýjasta skáldsaga Steinunnar Sig- urðardóttur, Jójó, hefur ekki aðeins fengið frábæra dóma gagnrýnenda heldur mun bókin mögulega verða sviðsverk að auki í náinni framtíð. Tekist hafa samningar milli rétt- indastofu Bjarts, útgefanda Steinunnar, og Borgarleikhússins, um að leikhúsið skoði hvort skáldsagan henti til leik- gerðar. Það er einvalalið sem stendur að athuguninni, sami hópur og valdi óvæntasta hittara síðustu jólavertíðar, Svar við bréfi Helgu eftir Bergsvein Birgisson, til uppsetningar en þar fer leikgerðarhöfundurinn Ólafur Egill Egilsson fremstur í flokki. Svar við bréfi Helgu verður einmitt frumsýnt í Borgarleikhúsinu í vor og er uppsetningarinnar beðið með mikilli eftirvænt- ingu. Nýtt lag Páls Óskars fyrir UNICEF Strax eftir helgi fer í spilun glænýtt lag með konungi íslenskrar dægurtónlistar: Páli Óskari Hjálmtýssyni. Lagið er samvinnuverkefni hans og lagahöfundana í Redd Lights, sem hafa meðal annars samið vinsæl lög fyrir Steinda Jr. og Friðrik Dór, og er tileinkað Degi rauða nefsins, en þá fer fram landssöfnun fyrir UNI- CEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Stóri dagurinn er 9. desember. Páll Óskar fór fyrr í haust til Afríkuríkisins Síerra Leóne fyrir UNICEF og mun textinn að hluta til vera byggður á miklum áhrifum sem hann varð fyrir í ferðinni. F yrsta módel fitness mótið á Íslandi var haldið árið 2006 en Eva Lind byrjaði að æfa í janúar á þessu ári og segist vera orðin alveg háð sportinu. „Ég keppti fyrst í apríl og þetta er orðið alveg sjúklegt áhuga- mál núna,“ segir Eva Lind sem keppti síðast á WBFF-mótinu í Hörpu í byrjun þessa mán- aðar. „Ég ætla að keppa aftur í júní og stefni á að standa mig vel enda vonast ég til þess að geta einhvern tíma orðið atvinnumann- eskja í þessu. Klippið hefur samt forgang og fitnessið er meira áhugamál en ég á mér mjög lítið líf fyrir utan vinnuna og æfingarnar.“ Vinnutími klipparans er óreglulegur og Eva Lind hefur svo mikið að gera núna að hún vinnur þrettán klukkustunda vinnudag og getur því lítið sinnt áhugamálinu. „Ég æfði tvisvar á dag í þrjá mánuði en nú næ ég ekkert að æfa og verð þá bara að borða hollt á meðan, þá hefur þetta ekki áhrif á formið. Ég vil vera með mjúkar línur og langar ekkert að vera helköttaður djöfull í drasl. Ég lyfti bara lóðum. Alveg stanslaust og brenni ekki neinu. Margir misskilja þetta og halda að maður eigi að vera á hlaupabrettinu eða skíðatækinu stanslaust. Ég rétt hita upp í fjórar mínútur og afgangurinn fer bara í lyftingar. Þannig komst ég í það form sem ég er í.“ Eva Lind segir markmiðið með módel fitness ekki vera að massa sig þannig upp að kvenlegar línur hverfi. „Ég er alveg mössuð en samt mjúk. Ég er alveg með rass, mjaðmir og brjóst. Ég er ekkert köttuð og er hvers- dagslega bara eins og venjuleg stelpa en ef þú ferð með mér á æfingu þá sérðu hvað vöðvarnir tútna út. Sá er munurinn. Stelpur eru oft hræddar við að lyfta lóðum og halda að þær verði massaðar en ég er búin að æfa tvisvar á dag nánast síðan í janúar og ég er ekki meira mössuð en raun ber vitni. Margar stelpur þora bara ekki að koma við lóðin og maður er að reyna að laga þetta viðhorf vegna þess að það er í raun bara rugl að vera alltaf á hlaupabrettinu. Það er ekki rétta leiðin til þess að komast í form að mínu mati. Ekki nema auðvitað að þú sért rosalega þéttur, þá náttúrlega þarftu að brenna líka. En að mínu mati er þetta besta leiðin og það er varanleg losun á fitu að láta vöðvana éta þetta.“ Eva Lind lærði klippingu í Danmörku og fór síðan í tíu daga einkakennslu í New York. Hún útskrifaðist 2007 og hefur unnið í faginu síðan. Hún hefur meira en nóg að gera. Er núna að klippa Skaupið og stuttmynd. Hefur nýlokið við heimildarmynd og í byrjun næsta árs dettur bíómynd á klippiborðið. Hún er klippari hjá Kukli og telur sig heppna að hafa kynnst Eyrúnu Helgu Guðmundsdóttur þar. „Hún er eiginlega eini klipparinn á Ís- landi fyrir utan mig sem hefur áhuga á þessu sporti þannig að við erum eins og síamství- burar þessa dagana. Við erum báðar með próteindunka í vinnunni, borðum eftir klukk- unni og erum saman á æfingum. Mér líður bara eins og ég hafi hitt sálufélaga minn. Það munar rosalega að eiga góðan æfingafélaga og við styðjum og hvetjum hvor aðra áfram.“ toti@frettatiminn.is Stelpur eiga ekki að óttast lóðin Eva Lind Höskuldsdóttir klippir kvikmyndir og sjón- varpsþætti myrkranna á milli en notar sínar fáu frí- stundir til þess að lyfta lóðum í því sem kallast módel fitness. Hún fékk Edduverðlaunin fyrir klippinguna á Draumlandinu, vann með Valdísi Óskarsdóttur við klippingu Brims og er núna að klippa Áramótaskaupið. En í líkamsræktinni vill hún ekki vera of „köttuð“ og passar uppá mjúku línurnar.  Eva Lind „Köttaður“ KLippari v ið hjónaleysin ætl-uðum að eiga stund saman þegar verslunin opnaði, enda höfðum við staðið á haus í undirbún- ingi og töldum að þá gæfist tóm, en svo er bara helm- ingi meira að gera,“ segir Albert Þór Magnússon sem á sænsku fatakeðjuna Lindex á Íslandi ásamt konu sinni Lóu Dagbjörtu Kristjánsdóttur. Albert er kampakátur með frábærar viðtökur. Eins og frægt er tæmd- ist verslunin fyrstu þrjá dagana. Þau urðu að loka. Nú getum við landsmenn notið jólaútstillingar sem Svíar sjá ekki fyrr en eftir nokkra daga. „Já, nú erum við aðeins á undan vegna góðra undirtekta.“ Fleira starfsfólk, nýr lager og glimrandi gangur. Albert veitti sænsku sjón- varpsstöðinni SVT viðtal á miðvikudag. Spurt var hvort Ísland væri að ná sér úr kreppunni? „Ætli það sé ekki tákn um nýja tíma að við erum farin að gera það sem aðrar þjóðir gera; versla, byggja upp og bæta við,“ segir Albert. Jólaverslun landans í útlöndum sé að flytjast heim. Þau Albert og Lóa eiga tvo stráka. „Sá eldri hefur endrum og sinnum hjálpað til í versluninni, þótt hann sé aðeins níu ára. Sá yngri er geymdur hjá ömmu og afa í Vatnsholti, rétt utan við Selfoss.“ Fjölskyldan býr á Selfossi. „Ég hef nú ekki gist margar nætur þar síðustu vikur,“ segir Albert og hlær. „Þakklæti er eina orðið sem okkur kemur í huga til að lýsa hvernig okkur líður. Við hefðum ekki getað ósk- að eftir betri móttökum. Ég segi það eins og er. Þetta er hreint út sagt ótrúlegt.“ gag@frettatiminn.is  LindEx ÓtrúLEgar Fyrstu viKur sænsKu vErsLunarKEðjunnar hér á Landi Albert í viðtali við sænsku sjónvarpsstöðina SVT Albert og Lóa í Lindex. 1.000 gestir heimsóttu verslunina á miðvikudagsmorg- un. Mynd/Hari. „Ég vil vera með mjúkar línur og langar ekkert að vera helkött- aður djöfull í drasl.“ Þegar ég hef unnið með strákum eru alltaf pizzur eða Hlöllar í hádegismat eða jafnvel kleinuhring- ir,“ segir Eva Lind sem segist hafa frelsast þegar hún byrjaði að vinna með æfingarfélaga sínum, Eyrúnu Helgu, en þær klippa og lyfta lóðum saman í gríð og erg. Eva Lind á WBFF- mótinu í nóvember. Rappað að sjóarasið Rithöfundurinn Eyvindur P. Eiríksson hefur gefið út á tveimur bókum, undir safnheitinu Sjálfgefinn fugl, smásögur sínar og leikrit. Leikritin og sögurnar spanna nokkuð langt tímabil og elstu smásögurnar eru frá þeim tíma er Eyvindur var að byrja að fikta við skrif en hann er nú að nálgast áttrætt. Honum var þá legið á hálsi fyrir að vera frekar orðljótur og jafnvel með klámkjaft sem skýrðist af því að hann notaðist við kjarnyrt sjómannamál sem hann kynntist á sjómannsárum sínum. Sonur Eyvindar, rapparinn, Erpur Eyvindarson, þykir með kjaftforari mönnum samtímans og í ljósi eldri verka föður síns reynir hann nú að Hátíðarkörfur Ostabúðarinnar eftir þínu höfði OSTABÚÐIN SKÓLAVÖRÐUSTÍG Við erum byrjuð að taka á móti pöntunum í síma 562 2772 og á ostabudin.is Opið: Mán - Fim 11:00 - 18:00 Fös 10:00 - 18:30 & Lau 11:00 - 16:00 skýra munnsöfnuð sinn með því að hann hafi erft hann í karlegg. Ey- vindur segir þetta hins vegar af og frá og kjafturinn á syninum sé með öllu sjálfsprottinn. 66 dægurmál Helgin 25.-27. nóvember 2011
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.