Fréttatíminn - 14.01.2011, Qupperneq 2
Átján milljarðar á átján mánuðum
Verðmæti smásölurisans Haga lækkaði um milljarð á mánuði
frá miðju ári 2008 til loka árs 2009 ef mið er tekið af árs-
reikningi móðurfélags þess, 1998 ehf. Félagið var stofnað um
mitt ár 2008 þegar Fjárfestingafélagið Gaumur, í eigu Jóns
Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu, Eignarhaldsfélagið
ISP, í eigu Ingibjargar S. Pálmadóttur, og Bague SA, í eigu
Hreins Loftssonar, keypti tæpan 96% hlut í Högum út úr
Baugi á 30 milljarða með lánsfé frá Kaupþingi. Í árslok 2008
var hluturinn metinn á 22 milljarða og samkvæmt ársreikningi
2009 er hann metinn á tólf milljarða. Arion banki tók félagið
yfir í september 2009 en Hagar hafa að undanförnu verið í
söluferli innan bankans. -óhþ
18
mIlljArðA læKKun
á VIrðI HAGA
1.6 2008 til 31.12 2009
1998 ehf.
Ú tgáfufélagið Birt-íngur, sem gefur meðal annars út
Séð og heyrt, Nýtt líf, Gest-
gjafann og Hús og híbýli,
hefur ákveðið að herða
reglur varðandi notkun
annarra miðla á fréttum og
greinum úr blöðum félags-
ins. Einhverjir miðlar, þar á
meðal DV, hafa fengið bréf
þess efnis frá Birtíngi. Í
bréfinu er bent á að allt efni
sem birtist í úgáfuritum
félagsins sé eign þess og
óheimilt sé að birta efni án
skriflegrar heimildar út-
gefanda. Slík heimild verði
veitt gegn greiðslu sam-
kvæmt gjaldskrá. Miðað
við þá gjaldskrá sem Frétta-
tíminn hefur undir höndum
mun það kosta fréttamiðla
í það minnsta 75 þúsund
krónur að vitna í frétt úr
Séð og heyrt eða völvu
Vikunnar. Ef reglur Birtíngs
eru ekki virtar áskilur fé-
lagið sér rétt til að krefjast
skaða- og miskabóta.
Sverrir Arngríms-
son, framkvæmdastjóri
Birtíngs, segir í samtali
við Fréttatímann að það
sé sjálfsögð kurteisi að fá
leyfi fyrir birtingu efnis úr
þeirra blöðum. „Þetta er
orðið alþjóðlegt vandamál.
Vefmiðlar leyfa sér að nota
annarra manna efni frítt.
Það er hreint og beint sjálf-
sagt að menn verndi sitt
efni,“ segir Sverrir.
Reynir Traustason,
ritstjóri DV, segir að hann
skilji ekki hvert Birtíngur
sé að fara með þessum
aðgerðum. „Vilja þeir ekki
að það sé vitnað í fréttirnar
þeirra og einhver sjái þær?
Þeir um það,“ segir Reynir.
oskar@frettatiminn.is
V ið höfum tryggt okkur útgáfurétt-inn að þessari bók og erum afar ánægð með það,“ segir Pétur Már
Ólafsson hjá Veröld um bókina Wikileaks –
Stríðið gegn leyndarhyggju eftir blaðamenn
á breska blaðinu Guardian sem kemur út í
febrúar í níu löndum.
„Við fréttum af þessu rétt fyrir jól og
síðan þá höfum við verið í samningavið-
ræðum um útgáfuréttinn,“ segir Pétur Már
en stefnt er að því að hún komi út í kilju á
sama tíma í öllum löndunum níu um miðjan
febrúar.
Pétur Már segir bókina stórmerkilega
enda sé hún unnin af bestu blaðamönnum
stórblaðsins Guardian sem hafa unnið náið
með Julian Assange við birtingu gagna.
„Þetta er unnið með samþykki Assange og
ég held að Kristinn Hrafnsson hafi verið
tengiliður Wikileaks við blaðamennina,“
segir Pétur Már.
Það var David Leigh, ritstjóri rannsókn-
arblaðamannesku á Guardian, sem stýrði
vinnunni við bókina en hann hefur verið
í nánustum samskiptum við Assange og
Wikileaks. Stutt er þó síðan snurða hljóp á
þráðinn í samskiptum Leighs og Assanges
þar sem Assange var ósáttur við umfjöllun
Guardian um Svíþjóðardvöl hans þar sem
hans bíður ákæra fyrir tvö kynferðisbrot.
Assange ákvað í kjölfarið að vinna frekar
með The Sunday Times en Guardian.
„Saga Wikileaks hefur aldrei verið sögð
en hér gefst lesendum einstakt tækifæri
til að fylgjast með þróun þessa fyrirbær-
is. Þetta er saga um opinberun á leyndar-
skjölum, njósnir og ásakanir um kynferðis-
brot eftir blaðamenn á Guardian sem unnið
hafa með Assange og fylgst náið með hon-
um sinna köllun sinni. Bókin færir lesand-
ann eins nærri hrollköldum sannleikanum
og hægt er að komast,“ segir Leigh í til-
kynningu.
Höfundarnir hafa haft haft ótakmark-
aðan aðgang að öllum helstu persónum
og leikendum í þessu sögulega máli, allt
frá diplómötum og stjórnmálamönnum til
Julians Assange sjálfs. Sögusviðið er vítt;
allt frá Ástralíu til Noregs og frá Írak til
Íslands, með viðkomu í Bretlandi, Belgíu
og víðar og minnir bókin á löngum köflum
einna helst á spennusögu.
oskar@frettatiminn.is
höfundarréttur Birtíngur fer í hart
Birtíngur bannar notkun á efni í leyfisleysi
Krefst 75 þúsund króna fyrir hverja frétt sem tekin er úr blöðum félagsins.
Það mun koma við pyngju
fréttamiðla að birta fréttir
upp úr Séð og heyrt.
Lekið í
9
7
7
1
0
2
5
9
5
6
0
0
9
Gerir lífið
skemmtilegra
!
ERFIÐLEIKAR
HJÁ JÓNI GNAR
R! GEIR H
. HAARDE
SÝKNAÐUR!
TOBBA MARIN
ÓS
SKRIFAR LEIKR
IT!
BÁLSKOTNIR
BLAÐAMENN!
Kristinn Hrafnsson og
Margrét Erla Maack:
Völvuspá
Nr. 1 – 2011 Verð: 795 kr. 6. jan.
2011
Ástin hjá
fræga fólkinu:
Viltu byr
ja
með mér
?
Himna-
sending!
Óperusöngkonan
Signý Sæmundsdóttir:
ALLT UM
PÖR ÁRSINS!
GÍSLI GÍSLA Í
RÚSSNESKU
GLÆSIDRESSI!
ÁSDÍS RÁN –
BOMBA Í BLEIKU!
Glamúr!
Elegant áramót:
UPPGJÖR Í HOLLYWOOD!
FÉKK NÝRA
FRÁ MÖMMU!
Erlendur annáll:
Það er hreint
og beint
sjálfsagt að
menn verndi
sitt efni.”
Bókin færir
lesandann
eins nærri
hrollköldum
sannleikan-
um og hægt
er að komast.
BókaÚtgáfa allt um assange og Wikileaks
Bók um Assange og Wikileaks
kemur út á íslensku í febrúar
Bókaforlagið Veröld hefur tryggt sér útgáfuréttinn að bókinni Wikileaks – Stríðið gegn leyndarhyggju eftir
blaðamenn breska blaðsins Guardian. Bókin kemur út um miðjan febrúar í átta löndum auk Bretlands.
Hrollkaldur sannleikur um julian Assange og Wikileaks bíður lesenda í febrúar. Nordic Photos/Getty Images
Þriðjudagsmorgun einn í
nóvember 2010 sást sérkenni-
legur hópur fólks troða sér
inn í lúna bifreið í Padd-
ington-hverfinu í London:
hörkulegur Íslendingur,
nördaleg ungmenni og óvenju
hávaxin eldri kona í kápu og
með slæðu. Konan var sjálfur
julian Assange í dulargervi.
Hópurinn var á leið á leyni-
legan felustað, með slökkt á
öllum farsímum af ótta við að
starfsmenn varnarmálaráðu-
neytis Bandaríkjanna fylgdust
með þeim. Förinni var heitið
á sveitasetur fyrrum foringja
í breska hernum sem skotið
hafði skjólshúsi yfir það sem
kallað var mesti leki sögunnar.
Brot úr bókinni Wikileaks – Stríðið gegn leyndarhyggju
Assange dulbjó sig sem kona
58 Íslendingar
á hverjum
leik á Old
Trafford
ásókn Íslendinga á leiki í enska
boltanum virðist hvergi nærri
á enda þrátt fyrir svartnætti
í íslensku samfélagi. lúðvík
Arnarson, yfirmaður íþrótta-
ferða hjá Vita, segir í samtali
við Fréttatímann að ferðaskrif-
stofan eigi 58 ársmiða á
heimaleiki manchester united
á Old Trafford og þeir hafi allir
verið notaðir á alla heimaleiki í
vetur. lúðvík segir að ferðirnar
séu að breytast úr hreinrækt-
uðum karlaferðum í fjölskyldu-
ferðir, sem sé að sjálfsögðu
breyting til batnaðar. „Fólk
er farið að hugsa öðruvísi og
nýta ferðirnar sem verslunar-
og afslöppunarferðir,“ segir
lúðvík. -óhþ
Íbúðalánasjóður á 0,82% íbúða
„Þrátt fyrir efnahagshrun hefur Íbúðalánasjóður ein-
ungis eignast 0,82% íbúða á Íslandi. Íbúðalánasjóður á
nú 1.070 íbúðir sem sjóðurinn hefur leyst til sín. Íbúðir
á Íslandi eru alls 130.074. Ótrúlega lágt hlutfall miðað
við erfitt efnahagsástand,“ segir Hallur Magnússon
á bloggsíðu sinni og gagnrýnir Eyjuna fyrir að láta eins
og sjóðurinn sé að eignast hálft landið og standi illa.
Hallur segir að reynt sé að fá almenning til að halda
að Íbúðalánasjóður sé að fara á hvolf vegna þessa. Því
fari fjarri. Umtalsverður hluti íbúða sem sjóðurinn hafi
leyst til sín sé frá leigufélögum. Stór hluti þeirra sé í
leigu. Því má ekki gleyma, segir Hallur, að Íbúðalána-
sjóður var eina stóra fjármálastofnunin sem stóð af sér
fjármálahrunið. -jh
Meiri kortavelta sýnir
aukna einkaneyslu
Einkaneysla jókst undir lok síðasta árs, samkvæmt
kortaveltutölum Seðlabankans. Kreditkortavelta í
desember nam 26,5 milljörðum króna sem var 4%
meiri velta en í mánuðinum á undan. Að raungildi,
miðað við þróun vísitölu neysluverðs og gengis-
vísitölunnar, jókst kreditkortavelta um 12,7% milli ára.
Þetta er mun meiri raunaukning en sést hefur á milli
ára síðan í janúar 2008, en kortavelta dróst mikið
saman í kjölfar hrunsins. Aukningin er, að því er fram
kemur hjá Greiningu Íslandsbanka, fyrst og fremst
vegna mikillar raunaukningar í erlendri kortaveltu á
milli ára, en erlend kortavelta jókst um ríflega 47% að
raungildi og á sama tíma jókst innlend kreditkortavelta
um 7,4%. Þróun debetkortaveltu bendir í sömu átt sem
og tölur rannsóknarseturs verslunarinnar um veltu í
smásöluverslun í desember. -jh
2 fréttir Helgin 14.-16. janúar 2011