Fréttatíminn - 14.01.2011, Síða 4
Ú tgerðardrottningin Guðbjörg Matthíasdóttir er meðal ríkustu Íslendinga. Ársreikningar félaga í
hennar eigu árið 2009 bera það glögglega
með sér. Guðbjörg, sem er ekkja Sigurð-
ar „ríka“ Einarssonar, greiddi sér 2,8
milljarða í arð út úr félaginu Kristni ehf.
á árinu en viðskipti þess félags með bréf
í Glitni rétt fyrir hrun eru til rannsóknar
hjá sérstökum saksóknara.
Hlynur A, félag í eigu Guðbjargar, er
stærsti hluthafinn í Þórsmörk sem er eig-
andi Árvakurs, útgefanda Morgunblaðsins.
Guðbjörg lagði 200 milljónir í það félag
á árinu 2009. Nokkur styr hefur staðið
um Morgunblaðið eftir að Davíð Odds-
son var ráðinn ritstjóri þess í september
2009. Mikið tap hefur verið á útgáfunni
á undanförnum árum og ljóst er að það
verður ekki ódýrt fyrir Guðbjörgu og aðra
eigendur Árvakurs að halda útgáfunni
gangandi.
Guðbjörg á mörg félög sem eru gríðar-
lega sterk. Móðurfélagið Fram ehf. er til
að mynda með rétt rúma þrettán milljarða
í eiginfé. Helstu eignir þess eru áðurnefnt
Kristinn ehf. og ÍV Fjárfestingar. Það fyrr-
nefnda heldur utan um fjárfestingarhluta
veldis Guðbjargar. Þar eru eignir upp á
þrettán milljarða í formi ríkistryggðra
markaðsbréfa og erlendra hlutabréfa.
Áhyggjuefnið í því félagi gæti þó verið
að það þurfti að standa skil á greiðslu
7,6 milljarða láns á síðasta ári. Miðað
við stöðu félagsins hefur það varla verið
mikið vandamál. ÍV Fjárfestingar heldur
utan um rétt tæplega 90% eignarhlut Guð-
bjargar í útgerðarfyrirtækinu Ísfélagi
Vestmannaeyja. Ekki verður annað sagt
en að það standi vel. Eignarhlutur þess í
Ísfélaginu er metinn á rúma sjö milljarða
en skuldirnar eru engar.
oskar@frettatiminn.is
Guðbjörg á
mörg félög
sem eru gríð-
arlega sterk.
Móðurfélagið
Fram ehf. er
til að mynda
með rétt
rúma þrettán
milljarða í
eiginfé.
ársreikningar arðgreiðslur
Útgerðardrottning greiddi
sér 2,8 milljarða í arð
Guðbjörg Matthíasdóttir, stærsti eigandi Árvakurs, á milljarða eiginfjár í móðurfélaginu Fram ehf.
Guðbjörg Matthíasdóttir kom vel út úr keppunni.
Guðbjörg Matthías-
dóttir græddi milljarða
þegar félagið Kjarr-
hólmi keypti hlut
hennar í Trygginga-
miðstöðinni haustið
2007. Þessi kaup
voru þáttur í því að
FL Group eignaðist
tryggingafélagið að
fullu stuttu seinna.
Sérstakur saksóknari
rannsakar nú hvort
þessi viðskipti hafi
verið lögleg. Fari svo
að niðurstaðan verði
að viðskiptin hafi verið
ólögleg þarf Guðbjörg
væntanlega að greiða
kaupverðið til baka
og fá þá hlut sinn í
Tryggingamiðstöðinni
aftur. Slík niðurstaða
væri bagaleg fyrir
Guðbjörgu enda hefur
verðmæti fyrirtækis-
ins hrunið frá því að
hún seldi sinn hlut.
Þarf hún að borga TM-peninga til baka?
Sérstakur sak-
sóknari rannsakar
kaupin á bréfunum
í Tryggingamið-
stöðinni.
Ljósmynd Hari.
Er þinn
auður í góðum
höndum?
Byrjaðu árið með Auði
• Séreignarsparnaður
• Sparnaður
• Eignastýring
Borgartúni 29
S. 585 6500
www.audur.is
Óháð staða skilar árangri
Aratúnsfrú höfðar mál
gegn blaðamanni
Margrét Lilja Guðmundsdóttir
hefur stefnt Jóni Bjarka Magnússyni,
blaðamanni á DV, fyrir meiðyrði. Málið
varðar umfjöllun DV um nágrannadeilu
í Aratúni á síðasta ári. Margrét Lilja og
eiginmaður hennar áttu þá í harðvít-
ugum deilum við nágrannahjón sín. DV
fjallaði um málið af miklum ákafa og
birti meðal annars frétt þar sem rifjuð
var upp fortíð Margrétar og eiginmanns
hennar. Jón Bjarki segir í samtali við
Fréttatímann að hann hafi ekki áhyggjur
af málinu. Ekki þannig,“ segir hann. -óhþ
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lög-
reglustjóri á Suðurnesjum, hefur beðið
embætti ríkissaksóknara að hefja
rannsókn á ásökunum lögmannsins
Vilhjálms Hans Vilhjálmssonar sem
Rannsókn vegna gagnaleyndar
Áfrýja dómi í smyglmáli
Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja
sýknudómi Héraðsdóms Reykjaness í
máli þar sem tveir menn voru sýknaðir
af ákæru um innflutning á amfetamíni,
skipulagningu og dreifingu. Í ljós kom að
efnið var ekki amfetamín heldur afleiða af
því og ekki á bannlista, auk þess sem ekki
tókst að færa sönnur á aðild annars
mannsins að málinu. Saksóknari áfrýjaði
sýknudómi þess sem gerði tilraun til
að smygla efninu en lögmaður hans er
Sveinn Andri Sveinsson.
birtust í Fréttatímanum í síðasta mánuði.
Þar sakaði Vilhjálmur Hans embættið
um að hafa leynt niðurstöðum efnarann-
sóknar á meintu amfetamíni sem smyglað
var til landsins með bréfi 20. desember. Í
ljós kom að efnið var ekki á bannlista og
telur Vilhjálmur að embættið hafi leynt
niðurstöðunum í rúman mánuð með þeim
afleiðingum að skjólstæðingur hans og
annar sakborningur, sem voru síðan báðir
sýknaðir, sátu lengur í gæsluvarðhaldi en
eðlilegt sé. - óhþ
veður Föstudagur laugardagur sunnudagur
VeðRið LAGAST Mikið uM MeST ALLT
LAnd, LæGiR SMáMSAMAn oG HLýnAR
upp fyRiR fRoSTMARk uM LAndið
SunnAnVeRT. VíðAST úRkoMuLíTið.
HöfuðBoRGARSVæðið: SLyDDuHRAGGL-
AnDi FRAMAn AF DEGi oG HæGT HLýnAnDi.
SkApLeGASTA VeðuR uM MeST ALLT LAnd,
Þó VinduR oG éL á VeSTfJöRðuM. RiGninG
SuðAuSTAnLAndS oG HLákA VíðAST á
LáGLendi.
HöfuðBoRGARSVæðið: MiLD GoLA oG
úRKoMuLAuST Að MESTu.
SVipAð áfRAM oG MeinLeySiSVeðuR VíðAST
HVAR, en SnýST í n-áTT Með VeRSnAndi
VeðRi noRðAnTiL uM kVöLdið.
HöfuðBoRGARSVæðið: SéSt lÍklega til
SóLAR oG Bæði FRoST- oG úRKoMuLAuST.
Stund milli stríða
Eftir storminn sunnanlands og alla snjókom-
una fyrir norðan og vestan, ætlar veðrið
að róast mikið um helgina. Á laugardag
og sunnudag er meira að segja að sjá sem
það ætli að verða væg hláka víðast hvar á
láglendi. Það er helst á Vestfjörðum þar sem Kári
eða vindurinn sleppir ekki alveg klónni. Þar verður
nA-átt áfram, ekki þó alveg jafn hvöss
en éljagangur og skafrenningur. Eftir
helgina er margt sem bendir til þess
að við taki n-átt með kólnadi veðri....
það er jú hávetur....
2
1 3 0
2 4
0 1
2
5
3
1 2
3
3
einar Sveinbjörnsson
vedurvaktin@vedurvaktin.is Klæddu þig vel
www.66north.is
Magni
barna parka
4 fréttir Helgin 14.-16. janúar 2011