Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.01.2011, Qupperneq 22

Fréttatíminn - 14.01.2011, Qupperneq 22
M eðgöngusykursýki, of hár blóðþrýst-ingur og blóðtappi eru tíðari meðal of þungra kvenna á meðgöngu en þeirra grennri og fæðingin sjálf gengur oft brösug- lega. Þær eru einnig líklegri til að þurfa að fara í bráðakeisaraskurð í fæðingunni. Þessar stað- reyndir eru feimnismál sem lítið hefur verið rætt um. „Auðvitað er málið viðkvæmt, rétt eins og þegar tekið var á reykingum á meðgöngu sem skaða fóstrið. Reykingakonur upplifðu á þeim tíma reiði og fundu til sektarkenndar. En áhætta ofþyngdar er staðreynd og því fyrr sem konur taka á vandanum því betra,“ segja hjúkrunar- fræðingarnir Guðrún Gunnlaugsdóttir og Elín Arna Gunnarsdóttir. Þær útskrifuðust sem ljós- mæður síðasta vor og hafa sagt offitunni stríð á hendur með tíu vikna námskeiði sem kallast Heilbrigður lífsstíll á meðgöngu. Það er haldið í heilsumiðstöðinni 9 mánuðir fyrir konur í of- þyngd og hefst um miðjan febrúarmánuð. Brjóstamjólkin lengur að myndast „Þessir áhættuþættir á meðgöngu of þungra kvenna sem nefndir eru hér að ofan eru ekki þeir einu. Þær eiga einnig frekar á hættu að fá sýk- ingu því oftar þarf að gera innri skoðanir vegna þess að líkurnar aukast á því að fæðingin dragist á langinn,“ segir Guðrún. „Þá er mjög mikilvægt að konur viti að séu þær of þungar fer brjósta- gjöfin seinna af stað. Þær vita það oft ekki og gefa því brjóstagjöfinni ekki nægan séns og halda að mjólkin komi ekki fram. Þær þyrftu því oft meiri stuðning fyrir brjóstagjöfina og þá vitneskju að barnið þarf þá einhverja ábót á meðan beðið er,“ segir Guðrún. „Já, svo má ekki gleyma því að konur í ofþyngd eru einnig almennt með börn sín styttri tíma á brjósti, þær byrja seinna og hætta fyrr. Þær eru feimnari gagnvart brjóstagjöfinni og fela hana frekar þótt það sé að sjálfsögðu ekki algilt,“ segir hún. Í gögnum Lýðheilsustöðvar má sjá að árið 2003 voru um tólf prósent kvenna í mæðravernd með BMI-stuðul yfir 30, sem þýðir að 160 cm há kona sem er tæp 77 kíló telst í flokki of feitra. Um fjög- ur prósent þeirra voru yfir 35 eða meira sem telst til sjúklegrar offitu. Sextíu prósent kvenna voru með BMI-stuðul undir 25, en konur með 18,5 til 25 í BMI teljast í kjörþyngd. Þær Elín og Guðrún segja að í starfi sínu hafi þær séð hve offita hefti konur í fæðingu og hafi mikil áhrif á meðgönguna. „Okkur finnst kon- urnar ekki fá þjónustu sem skyldi,“ segir Guðrún og bendir á að samkvæmt klínískum leiðbein- ingum landlæknis eigi of feitar konur að vera í áhættumæðravernd og fara oftar í skoðun, en konur komi almennt 8 til 10 sinnum í mæðravernd og fái stuttan tíma með ljósmóður. „Í slíkum skoðunum er lítið hægt að gera annað en að mæla blóðþrýsting, skoða stærð legsins og athuga þvagið. Það gefst því lítill tími í tveggja manna tal um líðan og mataræði.“ Þær taki því á slíku með næringarþerapista á námskeiðnu. „Auðvitað er ekki hægt að alhæfa um þungar konur. Þung kona er ekki endilega í lélegu formi og getur verið mjög hraust. Þess vegna er málið viðkvæmt.“ Erfitt að hlusta fóstrin En vandræðin hefjast ekki þegar þungar kon- ur verða óléttar því þeim gengur einnig verr að verða ófrískar. Þeim er hættara við fósturláti snemma á meðgöngunni og erfiðara er að greina fósturgalla á meðgöngunni. „Það er einfaldlega erfiðara að sónarskoða í gegnum mikla kviðfitu. Vandinn er því ekki aðeins kvennanna heldur er einnig erfitt fyrir ljósmæður að vinna með of þungum konum,“ segja þær Elín og Guðrún. Margar konur eigi erfitt með að kyngja þessari staðreynd og vilji vita sem minnst af áhættunni sem þær eru í vegna offitunnar. „Í fæðingunni er líka erfitt að hlusta eftir fósturhjartslættinum, þær eiga erfiðara með að hreyfa sig og legið dregst verr saman. Eftir fæðinguna eru einnig meiri líkur á fylgikvillum því meiri hætta er á að þær fari í keisaraskurð séu þær of feitar og því hætta á að það blæði eftir fæðingu,“ segir Elín Arna. „Ef kona er of þung er það hagur hennar að þyngjast sem minnst á meðgöngu. Hún þarf í rauninni ekki að þyngjast, borði hún næringarríka fæðu. Hún getur sjálf verið að léttast án þess að barninu stafi hætta af því. Barnið fær samt sem áður betri næringu en áður en tekið var á lífsstíl móðurinnar.“ Guðrún grípur orðið og bendir á að offita eigi oft sínar sálrænu orsakir sem kafa verði í og það geri þær með sálfræðingi á námskeiðinu. „Við vitum líka að konur sem eru í ofþyngd og verða ófrískar eiga það til að leyfa sér að borða meira því þær eru hvort eð er að fitna. Þær hugsa sem svo að tíu kíló til eða frá skipti litlu og að þær taki á því eftir fæðinguna. En þær sem passa upp á mataræðið upplifa mun ánægjulegri með- göngu. Þeim líður betur og eru fljótari að jafna sig eftir fæðingu,“ segir Guðrún og bendir á að ófrískar konur séu oft mjög móttækilegar fyrir því að breyta um takt. „Þær vita til dæmis mikið um hvað má og hvað ekki. Þær vita að þær mega ekki borða hráan fisk og velta því fyrir sér hvort þær megi borða harðfisk. Núna um jólin borðuðu þær hvorki reyktan né grafinn lax og veltu því fyrir sér hvort eggjarauðan í kökukreminu, svo og rauðvínssósan með jólasteikinni, gætu valdið skaða,“ segir Guðrún. „Að sama skapi var sykur- inn hugsanlega skammt undan og þær gripu í konfekt og gos – jafnvel í kílóa- og lítravís. Sykri fylgir hins vegar engin næring fyrir barnið.“ Elín bendir því á að það vanti meiri fræðslu. „Við líkjum stundum fæðingu við maraþonhlaup. Passa þarf upp á að konurnar hafi næga orku og borði svo að þær verði ekki orkulausar í miðri fæðingu, en kona sem er í lélegu formi og borðar næringarlausan mat á ekki svo auðvelt með að fara í þetta maraþon,“ segir hún og bætir við að vel sé hægt að taka á ofþyngdinni eftir að konur verði ófrískar. „Það er að sjálfsögðu æskilegast að kona komi sér sem næst kjörþyngd áður en meðgangan hefst. Næsti kostur er að hún fái aðstoð mjög snemma á meðgöngunni og sé hvött áfram. Það ætlum við að gera og hjálpa þeim sem koma að setja sér heilsumarkmið, velja holla fæðu, ná tökum á streitu og slökun og að setja sjálfa sig í fyrsta sæti.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Taka á vanda of þungra þungaðra kvenna Íslenskar konur, eins og þjóðin öll, eru að þyngjast. Nú er svo komið að nær önnur hver kona er yfir kjörþyngd. Við meðgöngu aukast áhættuþættirnir margfalt og of þungar konur eiga frekar á hættu að fá blóðtappa, missa fóstur eða fara í bráðakeisaraskurð svo dæmi séu tekin. Þær eru lengur að fæða og erfiðara er að fylgjast með börnunum í móðurkviði. Ljósmæðurnar Guðrún Gunnlaugsdóttir og Elín Arna Gunnarsdóttir aðstoða of þungar konur við að ná tökum á mataræðinu og bæta líðan sína á meðgöngu. Matseðill Skynsamleg næring í einn dag* Eftir næringarþerapistann Fríðu Nicholls Hauksdóttur MorgunMatur: Hafragraut- ur með kanil, fræjum, hnetum, þurrkuðum ávöxtum og hunangi. Morgunhressing: Orkubiti eða ávöxtur. hádegisMatur: Ferskt salat með hnetum, fræjum, ólívum, eggi og balsamik- og ólívuolíudress- ingu. eftirMiðdagshressing: Heimatilbúinn banana- eða berja- hristingur með avókadó, dálítið af vatni. Ef viðkomandi getur ekki útbúið sér heimatilbúinn hristing má notast við tilbúinn, t.d. Froosh. Hnetur og fræ. Útbúa má hristing- inn að morgni eða deginum áður og geyma á flösku þar til síðdegis. KvöldMatur: Kjúklinga- bringur steiktar á pönnu. Settar í eldfast mót ásamt sætum kart- öflum og grænmeti eftir smekk, t.d. papriku, gulrótum, sveppum og engiferi. Kókósmjólk hellt yfir. Bakað í ofni vð 200°C í 40 mín. Gott að bera fram með hýðishrís- grjónum. snarl á Kvöldin: Hrein jógúrt með t.d, teskeið af hunangi og niðurskornu epli. *AðeinS til Að gefA hug- myndir. Elín Arna Gunnarsdóttir og Guðrún Guðlaugsdóttir ljósmæður hjálpa, ásamt sálfræðingi og nær- ingarþerapista, konum sem glíma við ofþyngd í gegnum meðgöngu. Ljósmynd/Hari Of þungar konur:  eiga frekar á hættu að fá fæð- ingarþunglyndi  ættu ekki að þyngjast um meira en sex kíló á meðgöngu  þurfa þó að huga að hollri næringu  þurfa að sjá til- gang í að hreyfa sig, t.d. ganga í 20 mínútur á dag 22 úttekt Helgin 14.-16. janúar 2011
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.