Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.01.2011, Page 31

Fréttatíminn - 14.01.2011, Page 31
Fæðuöryggið hvílir á elds- neytisflutningi til landsins Í skýrslu stýrihópsins um orkustefnu er að finna athyglisverðan kafla um takmarkað birgðahald á eldsneyti í landinu. Þar kemur fram að ef ekki er hægt að flytja olíu og bensín til landsins hefur það þau áhrif að landbún- aður, fiskveiðar og vöru- dreifing stöðvast. Fæðuöryggi Íslend- inga er sem sagt ekki betra en svo að ef flutn- ingsleiðir til landsins lokast er ekki hægt að framleiða landbúnaðar- afurðir, fara til veiða eða dreifa mat fyrir þjóðina ef bensín og olíu vantar. Bent er á að lönd hafi almennt komið sér upp svokölluðum viðbúnað- arbirgðum af olíu til að tryggja orkuöryggi og hagrænan stöðugleika ef til orkukreppu kemur. Á Íslandi eru olíu- og bensínbirgðir sem sam- svara um 30 til 45 daga notkun. Til saman- burðar eru aðildarlönd Evrópusambandsins skuldbundin til að hafa viðbúnaðarbirgðir sem nema að minnsta kosti 90 daga notkun. telja eflaust hægt að ganga lengra, en náttúruverndarsinnar mun styttra á móti. Ef rétt er að virkjanleg orka liggi í kringum nefnda stærð þá er ekki eftir meiri orka en dugar þremur álverum í Helguvíkur- og Bakka- stærð. Hækkun orkuverðs forgangs- mál Enginn vafi leikur hins vegar á að fyrir þjóðarbúið vegur þyngra það verð sem fæst fyrir raforkuna held- ur en umfang framleiðslunnar. Eitt af meginmarkmiðum orkustefn- unnar er einmitt „að verð útseldrar raforku færist nær því sem þekkist á meginlandsmörkuðum Evrópu.“ Í því samhengi er athyglisvert að velta til dæmis fyrir sér verðinu sem Fjarðaál greiðir fyrir raforku til álversins í Reyðarfirði og lengd raforkusölusamningsins sem Landsvirkjun gerði við félagið. Í skýrslunni kemur fram að fyrstu tvo mánuðina 2010 var meðalverð til stóriðju 19,6 dollarar á MW- stund. Það ár var meðal raforku- verð til iðnaðar innan OECD yfir 100 dollarar. Álverið í Reyðarfirði notar um fimm TW-stundir á ári. Ef raforkuverð væri tíu dollurum hærra á MW-stund í orkusölu af slíku umfangi, skilaði það sex milljörðum til viðbótar í tekjur á hverju ári. Á 40 ára tímabili, sem er lengd samnings Landsvirkjunar við Fjarðaál, færi upphæðin því í 240 milljarða króna samtals. Samkvæmt skýrslunni er því spáð að verð í Norður-Evrópu fari úr 60 dollurum á MW-stund árið 2010 í yfir 110 dollara árið 2030. Varpað er upp þeirri framtíðarsýn að möguleg framlegð af raforku- sölu Íslands verði 190 milljarðar á ári. Í þeirri spá er gert ráð fyrir að unnar verði 35 TW-stundir á ári og verð sé að meðaltali 40 prósent lægra en annars staðar í Norður- Evrópu vegna einangrunar lands- ins. Leggur ekki til afturvirka riftun á einkavæðingu Eftir verulega miklu er því að slægjast fyrir eigendur auðlind- anna, fólkið í landinu, að arðurinn skili sér til þeirra. Í því samhengi skiptir máli eignarhald orkufyrir- tækja og ekki síður það gjald sem einkafyrirtæki á borð við HS Orku greiða fyrir afnotaréttinn. Í stuttu máli leggur stýrihópur- inn hvorki til einkavæðingu orku- fyrirtækja né afturvirka riftun hennar. Í skjalinu er farið yfir tillögur um afgjald af auðlindum í opin- berri eigu og tekið undir til- lögur nefndar Karls Axelssonar sem skilaði sinni vinnu í fyrra. Þær fjölluðu um leigu á vatns- og jarðhitaréttindum í eigu ríkis- ins. Stýrihópurinn er sammála þeim grundvallarforsendum sem þar komu fram. Þær voru helstar þessar: 1) Að þeim réttindum sem um ræðir verði ekki ráðstafað nema með tímabundnum hætti. 2) Að ríkið eigi undantekningar- laust að taka gjald fyrir rétt til nýtingar þessara auðlinda. 3) Að liðka eigi eftir föngum fyrir því að hin tímabundna ráðstöf- un til tiltekins aðila verði fram- lengd, hafi viðkomandi staðið við þau skilyrði sem sett voru og nýtt auðlindina með ábyrgum hætti. 4 Að það sé grundvallaratriði að þegar ríkið býður tímabundinn afnotarétt af tilteknum auð- lindakosti, sé það gert með gagnsæjum hætti og með jafnræðissjónarmið að leiðarljósi. 5) Að reynt sé eftir föngum að binda með formlegri hætti en gert hefur verið réttarstöðuna vegna afnota þeirra auðlindakosta ríkis- ins sem þegar eru nýttir af hálfu opinberra aðila, og fá þá jafnframt gjald fyrir nýtingu þeirra. Skýrsla stýrihópsins, Orku- stefna fyrir Ísland, er aðgengi- leg í heild á orkustefna.is og er umsagnartími til 9. febrúar. Jón Kaldal jk@frettatiminn.is Eitt af meginmarkmiðum orkustefnunnar er einmitt „að verð útseldrar raforku færist nær því sem þekkist á meginlandsmörkuðum Evrópu.“ úttekt 31 Helgin 14.-16. janúar 2011 Góð lýsing er gulli betri í umferðinni. Öll ættum við að blikka ljóslausa og eineygða bíla sem við mætum í akstri. Með því móti gefum við til kynna að gleymst hafi að kveikja ljósin eða skipta þurfi um peru. Þannig hugsum við um hag allra vegfarenda. Auk ljósa skoðar Frumherji 166 önnur öryggis atriði í almennri skoðun. Frumherji – örugg bifrei›asko›un. E N N E M M / S ÍA / N M 41 49 4 Eineygður? Frumherji hf - sími 570 9000 - fijónustuver og tímapantanir 570 9090 - www.frumherji.is

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.