Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.01.2011, Blaðsíða 33

Fréttatíminn - 14.01.2011, Blaðsíða 33
andlegur. Ég nenni ekki að lesa leik- fimibækur! Ég vil lesa um eitthvað sem gerist í höfðinu eða hjartanu.“ Þótt þú lesir ekki leikfimibækur hugs- arðu vel um heilsuna, samanber það að þú drekkur ekki áfengi og stundar sjósund. „Já, ég drekk ekki og reyki ekki. Ég hreyfi mig reglulega og hjólaði til dæmis 30 km í dag í frostinu. Ég hef mikla hreyfiþörf og myndi springa ef ég hætti að hreyfa mig.“ Af hverju hættirðu að drekka? „Mér fannst það bara ekkert skemmtilegt. Og ef ég er að gera eitt- hvað sem er ekki skemmtilegt þá hætti ég því. Ef mér finnst einhver bók ekki skemmtileg þá hætti ég að lesa hana. Þannig vil ég lifa lífinu.“ Hvað gefur lífi þínu tilgang? „Ég er rithöfundur númer eitt, tvö og þrjú. Ef ég væri ekki að skrifa væri ég ekki neitt. Þótt ég eigi börn og sé mann- eskja þá er það að vera rithöfundur aðal- málið fyrir mér. Það er tilgangurinn.“ Er ekkert pláss fyrir einkalíf? „Það er allt í öðru sæti þessa dagana. Einkalífið er ekkert stórkostlegt. Það er bara ég.“ Engin rannsóknarvinna og gagnaöflun í gangi? „Nei, mínar rannsóknir snúast um annað. Ég get ekki sagt það. Vinnan er númer eitt.“ En þú varst í sambandi og átt tvö börn. Breytti það þér sem rithöfundi að verða faðir? „Já, ekki spurning. Ég get ekki hugs- að mér lífið án barnanna. Það er svo margt sem breytist þegar maður eign- ast börn. Maður þroskast gífurlega og sér alla hluti í nýju ljósi. Ég fór að nýta tímann miklu betur, hætti að slæpast á kaffihúsum og sólunda tímanum. Núna sinni ég börnunum þegar ég er með þau og vinn þess á milli. Blanda þessu ekk- ert saman. Ég er pabbakarl og sakna barnanna mikið þegar þau eru ekki hjá mér. Þetta er litla fjölskyldan mín – og það er ekkert lítið. Það kemur ekkert í staðinn fyrir þau.“ Líður vel einum Þú varst nefndur sem einn af heitustu piparsveinum landsins í Vikunni á dög- unum. Hvernig líður þér með slíka titla? „Æ, mér var bara strítt með því. Það kitlaði hégómann og egóið. En það breytti lífi mínu ekki neitt! Ég fékk kannski smá „add“ á facebook en ekkert mikið meira en það. Þetta er tvíeggjað sverð. Annars vegar langar mig til að fólk lesi bækurnar mínar og kaupi þær. Ná árangri. Hins vegar er ég ekkert alltaf til í að vera þekktur. Mér finnst það eiginlega meiri galli en kostur. Ég vil bara fá að vera ég, án við- hengis eða vinkils. Það er ekki auðvelt að kynnast fólki þegar það hefur fyrir fram mótaðar hugmyndir um mann. Þá get ég ekki hitt það á jafnræðisgrund- velli. Það er kannski búið að gúgla mig, lesa bækurnar mínar eða viðtöl við mig. Mér finnst þetta ekkert skemmtilegt. Stundum vil ég bara fá að vera maður sem er ófullkominn, gallaður og rugl- aður. Ég er ekkert með allt á hreinu þótt fólk viti hvað ég heiti.“ Að hverju ertu að leita í fari kvenna? Svona ef einhver efnileg skyldi vera að lesa ... „Nú ertu komin út á hálan ís! Það verður að vera einhver innri ró og jafn- vægi. Ekki glamúr eða hraði. Ekkert svoleiðis. Eitthvað rólegt, gott og heim- ilislegt. Það er það sem ég þarf. Allir eru að leita að sálufélaga; einhverjum sem hefur svipaðan tónlistar-, bíó- og bókmenntasmekk og svipaðan húmor. En svo kynnist maður einhverjum sem er gjörólíkur og það er líka frábært. Af því að þá fær maður að kynnast ein- hverju nýju og sjá hlutina í nýju ljósi. Ég veit betur hverju ég er ekki að leita að. Ég er til dæmis með fordóma gagnvart frægu fólki. Ég þoli ekki „celebrity“-pör. Mér finnst skelfileg til- hugsun að vera í „celebrity“-sambandi. Mér leiðist athygli á einkalíf. Ég vil ekki vera á rauða dreglinum í kokteilboðum eða í áramótapartíum á Austri; þoli ekki þetta yfirborðskennda Séð og heyrt-líf. Mér finnst gaman að fara í göngutúra, í sund, að elda góðan mat og halda lítil boð. Ég held að ég sé bara að leita að einhverju kósí. Mér líður mjög vel einum en langar ekkert að vera alltaf einn. Það er ekkert að því að hitta fólk í kaffi og svona. Ég er félagslyndur þótt ég sé einfari.“ Þú ert þá fullur af andstæðum? „Já, ég er alltaf bæði. Félagslyndi ein- farinn og drungalegi sprelligosinn.“ Rúmenski þjóðlagadiskurinn hefur runnið sitt skeið á enda. Stefán Máni grípur umslagið utan af diskinum. „Þetta er ekta ég. Hann syngur „rum- anian blues from the suburbs with a sweet, subtle voice, offers consolation for the lonely and heals the wounds of the deserted ...“ Ég hrífst af öllu sem er dramatískt. Það verður að vera drama.“ Stundum vil ég bara fá að vera maður sem er ófull- kominn, gallaður og ruglaður. Ég er ekkert með allt á hreinu þótt fólk viti hvað ég heiti. Stefán Máni um ... FYRIRMYNDIR „Uppáhaldsfyrirmyndin mín hefur alltaf verið Jesús. En það er náttúrlega hræðilegt að segja það. Ég lít á hann sem uppreisnar- mann. Ég hrífst af mönnum sem stíga fram og leggja lífið að veði við að breyta heiminum til hins betra. Þora að leggja allt undir, hafa eitthvað að segja – og segja það.“ HRYÐJUVERK „Mig langaði til að verða hryðjuverkamaður þegar ég yrði stór. Ég sá fyrir mér að ég gæti orðið „grænn“ hryðjuverkamaður og barist fyrir dýravernd og svoleiðis. En þessi draumur varð ekki að veruleika. Ég er búinn að leggja hryðjuverkaskóna á hilluna. Kannski getur maður snúið sér að þessu aftur. Það er ennþá markað- ur fyrir góða hryðjuverkamenn.“ TÓNLIST „Ég hef mjög breiðan tónlistar- smekk. Ég hlusta á þjóðlagatón- list, klassíska tónlist, djass, blús, rokk og þungarokk.“ TRÚ „Ég er trúaður, kristinn Vestur- landabúi. Ég hef endalausan áhuga á heimspekilegu hliðinni á trúmálum: af hverju við trúum og trúum ekki. Þessum stóru tilvistar- spurningum. Ég velti þeim mikið fyrir mér í bókunum mínum.“ EFANN „Efinn er uppáhaldstilfinningin mín. Efinn er stórkostlegur. Hann hjálpar manni að halda áfram að hugsa og endurskapa. Uppáhalds- setningin mín í þessari deildinni er: Ef þú efast, efastu þá líka um efann. Ég vil ekki komast að niðurstöðu, heldur halda áfram að hugsa og efast.“ viðtal 33 Helgin 14.-16. janúar 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.