Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.01.2011, Síða 63

Fréttatíminn - 14.01.2011, Síða 63
Sköllótt fegurðar- drottning Á morgun, laugardag- inn 15. janúar, verður fegursta kona Banda- ríkjanna krýnd. Þetta er ein stærsta fegurðar- samkeppni heims og er það mikill heiður að hreppa titilinn Ungfrú Ameríka. Kepp- endurnir eru 53 talsins en Ungfrú Delaware hefur stolið senunni og verið hvað mest í fjölmiðlum. Kayla Martell, sem kemur frá Milford, Delaware, er 22 ára. Hún hefur einkennilegt útlit og þjáist af ættarfylgju- skalla. Hármissinn segir hún hafa verið erfiðan á sínum tíma en en að hann sé ekki feimnismál lengur. Hún vill vera góð fyrir- mynd fyrir aðra sem eru hrjáðir af sama vandamáli og vonar hún eftir að stuðla að jákvæðri umfjöllun um sjúkdóminn. Í nýlegu viðtali sagði hún frá því að hárkollan væri alltaf á sínum stað þegar hún kæmi fram. Í uppáhaldi væri síð, ljós hárkolla en í rauninni færi það algjörlega eftir skapinu hverju sinni hvaða litur yrði fyrir valinu. -kp Ljósmynd/Nordic Photos, Getty Hefur barnið þitt brennandi áhuga á hestum? En vantar hestinn? Hestur í fóstur er reiðklúbbur fyrir börn sem hittist einu sinni í viku með leiðbeinendum. Mikil áhersla er lögð á að börnin læri hvað felst í því að eiga hest og að hverju þurfi að huga í umhirðu hesta. Laus pláss á laugardögum kl. 12:00! Reiðklúbbar Íshesta í vetur Við erum að byrja aftur með hinn geysivinsæla reiðklúbb Íshesta sem verður á sunnudögum frá kl. 11-14:00. Leiðbeinandi verður Svandís Dóra Einarsdóttir leikkona, sem er vinsæll fararstjóri í sumarferðum Íshesta. Þetta er frábært tækifæri fyrir þá sem vilja njóta hestamennskunnar en hafa ekki tíma til að eiga hesta sjálfir. Nánari upplýsingar; Íshestar-Sörlaskeið 26-220 Hafnarfjörður S: 555-7000. info@ishestar.is - www.ishestar.is Reiðklúbbur fullorðinna Helgin 14.-16. janúar 2011 NÆSTA ÚTHLUTUN ÚR HÖNNUNAR­ SJÓÐI AURORU VERÐUR Í MARS 2011 ��������������� FRESTUR TIL AÐ SKILA INN UMSÓKNUM RENNUR ÚT 15. FEBRÚAR. HÖNNUNARSJÓÐUR Auroru hefur að mark miði að skjóta styrkum stoðum undir íslenska hönnun með því að veita hönnuðum og arkitektum fjárhagslega aðstoð. Nánari upplýsingar um úthlutaða styrki og leið beiningar vegna um sókna er að finna á www.honnunarsjodur.is. Umsóknir og fyrir spurnir sendist á info@ honnunarsjodur.is � Seinni úthlutun úr sjóðnum, fyrir árið 2011, verður á haust­ mánuðum � Umsóknar frestur auglýstur síðar � Hönnunarsjóður Auroru Hönnun: Gunnar Vilhjálmsson, www.gunnarvilhjalmsson.net Ertu fulltrúi, ráðgjafi eða teppahreinsir? -er svarið Árlega fletta Íslendingar 100 milljón sinnum upp á Já.is og Símaskráin kemur út í 150 þúsund eintökum. Ef þú vilt breyta skráningu þinni hafðu þá samband við þjónustufulltrúa okkar í síma 522 3200, farðu inn á Já.is eða sendu tölvupóst á ja@ja.is. Skráningum í Símaskrána lýkur 31. janúar. E N N E M M / S ÍA / N M 4 4 2 5 8 Óvenjuleg tískusýning Fatahönnuðurinn færi, Stella McCartney, kynnti nýjustu fatalínu sína með óvenjulegum hætti á dögunum. Hún tók undir sig fjögurra hæða húsnæði í New York og hélt heljarinnar samkomu þar sem almenningur gat komið og hlýjað sér með tebolla og fylgst með fyrirsætunum sýna flíkur hennar. Á fyrstu hæðinni voru sýningarstúlkur sem sýndu glæsilegan samkomufatnað. Á annarri hæðinni voru töskur og aðrir fylgihlutir með áherslu á sjöunda áratuginn og á þeirri næstu voru snyrtivörur kynntar. Því ofar sem gestir leituðu því meira varð fjörið. Á efstu hæðinni flæddi kampavínið, kórstelpur sungu ljúfa tóna og hægt var að fylgjast með nýjustu nærfatalínu Stellu. Sýningin vakti mikla athygli og hönnun hennar mikla lukku (myndin er frá sýningunni). -kp Ljósmynd/Nordic Photos/Getty images Hrollvekjandi auglýsingar Nýjasta herferð bandaríska tískufyrirtæk- isins American Apparel hefur valdið gríð- arlegri umfjöllun síðustu daga. Auglýsing- arnar brjóta allar hefðir og eru öðruvísi en við má búast frá fyrirtækinu. Gefið er upp að fyrirsæturnar vinni almennt ekki sem slíkar heldur séu ungar stelpur úr ýmsum stéttum samfélagsins. Þar er sagt frá högum stúlknanna og talið er að herferð- in brjóti gegn persónulegum rétti þeirra. Þær eru ósmekklega lítið klæddar eða með óvenjulega mikinn hárvöxt á líkama. Gagnrýnendur telja þetta vera heldur hrollvekjandi auglýsingar og hafa þær verið bannaðar víðsvegar í heiminum. -kp Ljósmynd/Nordic Photos/Getty images

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.