Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.01.2011, Page 42

Fréttatíminn - 21.01.2011, Page 42
42 tíska Helgin 21.-23. janúar 2011 tíska Kolbrún Pálsdóttir skrifar Kæruleysið sem stjórnar Nú stöndum við á hinum árlegu tímamót- um með dollaramerkið í augunum. Nýtt tímabil er við það að hefjast. Útsölurnar eru að syngja sitt síðasta í bili og líklega er verðlækkunin nú í hámarki. Verslanir landsins keppast við að koma út öllum gömlu vörunum til þess að rýma fyrir þeim nýju. Verðlækkunin er með ólíkind- um og freistingar í hverju horni. Á tímum sem þessum leyfum við gjarna kæruleysinu að ráða en þó vona ég, ykkar vegna, að varkárnin hafi verið í fyrirrúmi. Það getur verið mikil blekking þegar stóru skiltin með 70% áletruninni þekja alla veggi og glugga. Við gætum misst vitið. Í kaupæðisbrjálæði tökum við upp hverja flíkina af annarri, tilbúin að strauja kortin – teljum þetta vera mikilvægasta kauptímabil ársins. Við hunsum mátunar- klefana því að við teljum það vera algjört óþarfa stúss. Að sjálfsögðu er hagstætt að gera góð kaup á útsölunum. En stöldrum nú aðeins við. Eru þetta ekki allt saman afgangs- vörur sem seldust ekki á síðasta tímabili – vörur sem enginn vildi leggja út fyrir. Og viðskiptavinurinn sem blekkist svona svakalega situr uppi með nokkrar gamlar flíkur. Þá er bara tvennt sem kemur til greina: Annaðhvort hefur þetta ákveðna fórnarlamb gjörsamlega ekkert vit á því hvað er í tísku og er jafnvel nokkrum árum á eftir. Eða þá að einstaklingurinn býr yfir svakalegri heppni – sem ég tel þó ólíklegri kostinn. Miðvikudagur Skór: Forever 21 Sokkabuxur: Oriblu Pils: Vintage búð í Danmörku Skyrta: Rokk og rósir Fimmtudagur Peysa: Nostalgia: Skór: Jeffrey Campel Sokkabuxur: Oroblu Monki í uppáhaldi Rósa María Árnadóttir er nítján ára, á síðasta ári í Verslunarskóla Íslands og vinnur í Rokki og rósum samhliða náminu. Hún hefur fyrst og fremst áhuga á tísku, tónlist, handbolta og vinum. „Minn stíll er fremur einfaldur, stíl- hreinn en samt öðruvísi. Ég kaupi helst fötin mín í „vintage“-verslunum, H&M, Weekday og Monki, sem er sænsk verslun, er líklega uppáhaldsbúðin mín. Tískuinnblástur fæ ég mest frá fólkinu í kringum mig og svo fylgist ég vel með tískublöðum. Mér finnst margar af stjörnunum klæða sig rosalega flott en ég á líklega enga almennilega fyrirmynd.“ Mánudagur Skór: Din sko Samfestingur: H&M Belti: Kolaportið Þriðjudagur Skór: Jeffrey Campbell Buxur: Gina Tricot Skyrta: Weekday Hálsmen: Nostalgia Föstudagur Kápa: Nostalgia Skór: Din sko Sokkabuxur: Oroblu Slá: H&M Feldurinn: Kolaportið 5 dagar dress Fljótlega verða það ekki einungis dömur sem glitra á rauða dregl- inum. Austurríski skartgripa- og fylgihlutahönnuðurinn Daniel Swarovski mun gera karlmönnum kleift að njóta sín jafn vel á dregl- inum. Hann hefur fengið í lið með sér sex aðra tískuhönnuði, menn á borð við Emporio Armani, Hugo Boss og Roberto Cavalli, og munu þeir hanna flottan samkvæmis- fatnað fyrir karlmenn. Þessi nýja lína verður kynnt laugardaginn 22. janúar, í Mílanó. Kynnir nýja skólínu Leikkonan Lindsay Lohan stofnaði sína eigin hönnunarlínu árið 2008 þar sem aðeins legg- ings voru í boði. Nú hefur hún bætt í safnið og býr sig undir að kynna eigin skólínu, Courtesy 6126, nú í vor. Megináhersla er lögð á að skórnir verði þægilegir og tímalausir. Skór sem geta auðveldlega breyst úr hvers- dagsskóm í samkvæmisskó. Hún er vel undirbúin og getur ekki beðið eftir að hrinda hug- myndinni í framkvæmd. Efnið mun hún flytja inn frá Evrópu og fjölbreytnin á að vera í hámarki. Glitrandi á rauða dreglinum Bonito ehf. Friendtex Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími: 568 2870 - www.friendtex.is Opnunartími: mánud. - föstud. kl. 11:00 - 18:00 laugard.11:00 - 16:00 ÚTSALA ALLT AÐ 70 % AFSLÁTTUR Borgar 2 og 3 flíkin fylgir frítt ódýrasta flíkin er frí.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.