Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.01.2011, Qupperneq 42

Fréttatíminn - 21.01.2011, Qupperneq 42
42 tíska Helgin 21.-23. janúar 2011 tíska Kolbrún Pálsdóttir skrifar Kæruleysið sem stjórnar Nú stöndum við á hinum árlegu tímamót- um með dollaramerkið í augunum. Nýtt tímabil er við það að hefjast. Útsölurnar eru að syngja sitt síðasta í bili og líklega er verðlækkunin nú í hámarki. Verslanir landsins keppast við að koma út öllum gömlu vörunum til þess að rýma fyrir þeim nýju. Verðlækkunin er með ólíkind- um og freistingar í hverju horni. Á tímum sem þessum leyfum við gjarna kæruleysinu að ráða en þó vona ég, ykkar vegna, að varkárnin hafi verið í fyrirrúmi. Það getur verið mikil blekking þegar stóru skiltin með 70% áletruninni þekja alla veggi og glugga. Við gætum misst vitið. Í kaupæðisbrjálæði tökum við upp hverja flíkina af annarri, tilbúin að strauja kortin – teljum þetta vera mikilvægasta kauptímabil ársins. Við hunsum mátunar- klefana því að við teljum það vera algjört óþarfa stúss. Að sjálfsögðu er hagstætt að gera góð kaup á útsölunum. En stöldrum nú aðeins við. Eru þetta ekki allt saman afgangs- vörur sem seldust ekki á síðasta tímabili – vörur sem enginn vildi leggja út fyrir. Og viðskiptavinurinn sem blekkist svona svakalega situr uppi með nokkrar gamlar flíkur. Þá er bara tvennt sem kemur til greina: Annaðhvort hefur þetta ákveðna fórnarlamb gjörsamlega ekkert vit á því hvað er í tísku og er jafnvel nokkrum árum á eftir. Eða þá að einstaklingurinn býr yfir svakalegri heppni – sem ég tel þó ólíklegri kostinn. Miðvikudagur Skór: Forever 21 Sokkabuxur: Oriblu Pils: Vintage búð í Danmörku Skyrta: Rokk og rósir Fimmtudagur Peysa: Nostalgia: Skór: Jeffrey Campel Sokkabuxur: Oroblu Monki í uppáhaldi Rósa María Árnadóttir er nítján ára, á síðasta ári í Verslunarskóla Íslands og vinnur í Rokki og rósum samhliða náminu. Hún hefur fyrst og fremst áhuga á tísku, tónlist, handbolta og vinum. „Minn stíll er fremur einfaldur, stíl- hreinn en samt öðruvísi. Ég kaupi helst fötin mín í „vintage“-verslunum, H&M, Weekday og Monki, sem er sænsk verslun, er líklega uppáhaldsbúðin mín. Tískuinnblástur fæ ég mest frá fólkinu í kringum mig og svo fylgist ég vel með tískublöðum. Mér finnst margar af stjörnunum klæða sig rosalega flott en ég á líklega enga almennilega fyrirmynd.“ Mánudagur Skór: Din sko Samfestingur: H&M Belti: Kolaportið Þriðjudagur Skór: Jeffrey Campbell Buxur: Gina Tricot Skyrta: Weekday Hálsmen: Nostalgia Föstudagur Kápa: Nostalgia Skór: Din sko Sokkabuxur: Oroblu Slá: H&M Feldurinn: Kolaportið 5 dagar dress Fljótlega verða það ekki einungis dömur sem glitra á rauða dregl- inum. Austurríski skartgripa- og fylgihlutahönnuðurinn Daniel Swarovski mun gera karlmönnum kleift að njóta sín jafn vel á dregl- inum. Hann hefur fengið í lið með sér sex aðra tískuhönnuði, menn á borð við Emporio Armani, Hugo Boss og Roberto Cavalli, og munu þeir hanna flottan samkvæmis- fatnað fyrir karlmenn. Þessi nýja lína verður kynnt laugardaginn 22. janúar, í Mílanó. Kynnir nýja skólínu Leikkonan Lindsay Lohan stofnaði sína eigin hönnunarlínu árið 2008 þar sem aðeins legg- ings voru í boði. Nú hefur hún bætt í safnið og býr sig undir að kynna eigin skólínu, Courtesy 6126, nú í vor. Megináhersla er lögð á að skórnir verði þægilegir og tímalausir. Skór sem geta auðveldlega breyst úr hvers- dagsskóm í samkvæmisskó. Hún er vel undirbúin og getur ekki beðið eftir að hrinda hug- myndinni í framkvæmd. Efnið mun hún flytja inn frá Evrópu og fjölbreytnin á að vera í hámarki. Glitrandi á rauða dreglinum Bonito ehf. Friendtex Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími: 568 2870 - www.friendtex.is Opnunartími: mánud. - föstud. kl. 11:00 - 18:00 laugard.11:00 - 16:00 ÚTSALA ALLT AÐ 70 % AFSLÁTTUR Borgar 2 og 3 flíkin fylgir frítt ódýrasta flíkin er frí.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.