Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.02.2011, Page 4

Fréttatíminn - 11.02.2011, Page 4
OPIÐ 10-17 virka daga 10-12 laugardaga Nokkuð stöðugt gengi krónunnar 113 gENgISVÍSITALA KRÓNUNNAR STÓÐ Í 113 STIgUM 10. FEBRÚAR 2011 Greining Íslandsbanka A thafnamaðurinn Sigurður Gísli Pálmason, einatt kenndur við Hag-kaup ásamt bróður sínum Jóni, hefur höfðað mál á hendur fasteignafélaginu 101 Skuggahverfi ehf. Sigurður Gísli vill rifta kaupum á lúxusíbúð af félaginu í hálfkláruðu háhýsi við Vatnsstíg 16 til 18. Hann greiddi rúmar fimmtíu milljónir við undirskrift kaup- samnings síðsumars 2008 og vill fá þá greiðslu endurgreidda. Sig- urður Gísli átti að greiða eina greiðslu þegar húsið væri fokhelt, eftir því sem Fréttatíminn kemst næst, en gerði það ekki heldur fór fram á riftun á kaupunum. Hann reynir nú með dómsmálinu að fá þá riftun viðurkennda en fasteignafélagið telur hana ekki gilda og krefst þess að Sig- urður Gísli standi við gerða samninga. Ljóst er að töluvert hefur dregist að afhenda íbúðirnar. Í opinberum gögnum kemur fram að af- hendingardagur eigi að vera 30. júní 2009 en íbúðin er ekki tilbúin enn. Íbúðin sjálf er stórglæsileg. Hún er á 17. hæð, alls 269 fermetrar að stærð. Í henni eru tvö svefnher- bergi, gufubað og 32 fermetra þakgarður. Og grannarnir eru ekki af verri endanum því á hæðinni fyrir ofan, þeirri átjándu og efstu, keyptu hjónin Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir, sem er jafnframt syst- ir Sigurðar Pálma, 312 fermetra þakíbúð í lok árs 2007. Þau borguðu ríflega 200 milljónir fyrir íbúðina. Sigurður Gísli hefur helst verið í fréttum undanfarin ár sem mikill umhverfis- verndarsinni og var einn af framleiðendum kvikmyndar- innar Draumalandsins sem gerð var eftir vinsælli bók Andra Snæs Magnasonar. Sigurður Gísli átti 12% hlut í MP banka í gegnum félag sitt Dexter fjárfestingar. Auk þess á hann helmings- hlut á móti Jóni bróður sínum í Eignarhaldsfélag- inu Miklatorgi sem rekur meðal annars Ikea og á flestar fasteignir á Kaup- túnsreitnum í Garðabæ. Ekki náðist í Sigurð Gísla þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is  Dómsmál Riftun í skuggAhveRfinu Hagkaupsbróðir vill rifta kaupum á lúxusíbúð Hefur stefnt 101 Skuggahverfi ehf. og vill rifta kaupsamningi um lúxusíbúð við Vatnsstíg. Svona lítur lúxusturninn við Vatnsstíg út. Ljósmynd/Hari SA Stormur og jAfNvel ofSAveður geNgur yfir lANdið með rigNiNgu og leySiNgu. HöfuðborgArSvæðið: VEÐURhAMUR- INN VERÐUR LÍKLEgA Í háMARKI á MILLI KL. 6 og 9, EN dREgUR úR VINdI SMáM SAMAN EfTIR þAÐ. Ný Skil með SA-átt gANgA yfir lANdið, eN ÓljÓSt eNN HverSu HvASS HANN verður. HöfuðborgArSvæðið: hVASS- VIÐRI og RIgNINg A.M.K. UM TÍMA. Að öllum líkiNdum verður veður orðið muN rÓlegrA og komiN Sv-átt með kÓlNANdi veðri. HöfuðborgArSvæðið: ÉLjA- gANgUR, hITI UM fRoSTMARK og hægT KÓLNANdI. tími óveðranna Stundum er sagt að febrúar sé mánuð- ur djúpu lægðanna og óveðra. Í fyrra var febrúar kaldur og þurrviðrasamur og lítið bar á óveðri. Nú erum við hins vegar í miðjum illviðrakafla, fyrsta lægðin í þessari syrpu gekk yfir á þriðjudag og miðvikudag, sú nr. 2 fer yfir í dag með verulegu roki þar sem spáð hefur verið ofsaveðri. Sú þriðja kemur í kjölfarið en þegar þessi spá er skrifuð er stefna hennar og umfang enn nokkuð á huldu. 5 4 2 3 6 4 0 2 1 5 0 1 3 3 0 einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is veðuR föstuDAguR lAugARDAguR sunnuDAguR veðurvaktin ehf Ráðgjafafyrirtæki í eigu Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings. Veður- vaktin býður upp á veður- þjónustu fyrir einstaklinga, fyrirtæki og opinbera aðila í ráðgjöf og úrvinnslu flestu því sem viðkemur veðri og veðurfari. Veðurvaktin ehf Eikarási 8, 210 Garðabæ Sími: 857 1799 www.vedurvaktin.is Sigurður Gísli vill ekki lengur kaupa lúxusíbúðina í Skuggahverfinu. Ljósmynd/365 Hæsta olíuverðið frá hruni haustið 2008 Olíuverð hélst hátt á alþjóðamörkuðum í gær eftir allsnarpa hækkun í fyrradag. Fyrir hádegi í gær var viðmiðunarverð á Brent-hráolíu 101,3 dollarar á tunnu. Olíuverð hefur ekki verið svo hátt frá haustdögum árið 2008, að því er fram kemur hjá Greiningu Íslandsbanka. Pólitískur órói í Egyptalandi og áhyggjur af birgðastöðu Norðursjávarolíu hafa þrýst verðinu upp á við, sér í lagi á evrópskum markaði, á meðan tiltölulega rúm birgða- staða vestanhafs hefur haldið nokkuð aftur af verðhækkun þar. Umfangsmikil hækkun á olíu- og hrávöruverði undanfarið hefur orðið til þess að auka áhyggjur af vaxandi verðbólguþrýstingi erlendis. -jh Stefnir að kaupa kjölfestuhlut í Högum Viðræður eru nú á lokastigi um að Arion banki selji kjölfestuhlut í Högum, stærsta smásölufyrirtæki landsins. Stefnir, dóttur- félag bankans, og hópur fagfjárfesta, eru taldir líklegastir til að kaupa hlutinn, að því er fram kom í Morgunblaðinu í gær. Arion tók Haga yfir árið 2009, eftir að Jón Ás- geir Jóhannesson og fjölskylda hans gátu ekki staðið við skuldbindingar sínar við bankann. Hagar eru móðurfélag Bónuss, Hagkaups og margra annarra matvöru- og fataverslana. Í Viðskiptablaðinu í gær kom fram að tíu tilboð hefðu borist í hlutinn en Stefnir og fagfjárfestarnir hafi orðið einir eftir við samningaborðið, ásamt banda- ríska fjárfestingarsjóðnum Yucaipa. -jh Yfirvinnubann flugumferðarstjóra Félag íslenskra flugumferðarstjóra hefur samþykkt yfirvinnubann og þjálfunarbann. Um 90% þeirra sem tóku þátt í atkvæða- greiðslu félagsins samþykktu bannið. Það hefst 14. febrúar og stendur ótímabundið eða þar til nýr kjarasamningur hefur verið undirritaður. Þjálfunarbannið hefst 21. febrúar. Sigurður Jóhannesson, varafor- maður félagsins, sagði á mbl.is að bannið þýddi að flugumferðarstjórar ynnu ekki yfirvinnu ef starfsmaður forfallaðist vegna veikinda. Yfirvinnubannið gildir frá klukkan 20 á kvöldin til 7 á morgnana á virkum dögum og allan sólarhringinn um helgar og á sérstökum frídögum. -jh Gengi krónunnar hefur verið nokkuð stöðugt það sem af er febrúarmánuði. Gengisvísitala krónunnar stóð í gær, fimmtudag, í 113 stigum en í byrjun mánaðarins var hún rétt rúm 112 stig. Einhver veiking hefur átt sér stað á gengi krónunnar gagnvart Bandaríkjadollar á þessum tíma, segir Greining Íslandsbanka; dollarinn kostar nú um 117 krónur á innlendum milli- bankamarkaði en í byrjun mánaðarins kostaði hann rúmar 115 krónur. Nokkuð minni breyt- ing hefur orðið á gengi krónu gagnvart evru og kostar evran nú rúmar 159 krónur sem er það sama og hún kostaði í upphafi mánaðarins. - jh Hann greiddi rúmar fimmtíu millj- ónir við undir- skrift kaup- samn- ings síð- sumars 2008 og vill fá þá greiðslu endur- greidda. 4 fréttir Helgin 11.-13. febrúar 2011

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.