Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.02.2011, Qupperneq 4

Fréttatíminn - 11.02.2011, Qupperneq 4
OPIÐ 10-17 virka daga 10-12 laugardaga Nokkuð stöðugt gengi krónunnar 113 gENgISVÍSITALA KRÓNUNNAR STÓÐ Í 113 STIgUM 10. FEBRÚAR 2011 Greining Íslandsbanka A thafnamaðurinn Sigurður Gísli Pálmason, einatt kenndur við Hag-kaup ásamt bróður sínum Jóni, hefur höfðað mál á hendur fasteignafélaginu 101 Skuggahverfi ehf. Sigurður Gísli vill rifta kaupum á lúxusíbúð af félaginu í hálfkláruðu háhýsi við Vatnsstíg 16 til 18. Hann greiddi rúmar fimmtíu milljónir við undirskrift kaup- samnings síðsumars 2008 og vill fá þá greiðslu endurgreidda. Sig- urður Gísli átti að greiða eina greiðslu þegar húsið væri fokhelt, eftir því sem Fréttatíminn kemst næst, en gerði það ekki heldur fór fram á riftun á kaupunum. Hann reynir nú með dómsmálinu að fá þá riftun viðurkennda en fasteignafélagið telur hana ekki gilda og krefst þess að Sig- urður Gísli standi við gerða samninga. Ljóst er að töluvert hefur dregist að afhenda íbúðirnar. Í opinberum gögnum kemur fram að af- hendingardagur eigi að vera 30. júní 2009 en íbúðin er ekki tilbúin enn. Íbúðin sjálf er stórglæsileg. Hún er á 17. hæð, alls 269 fermetrar að stærð. Í henni eru tvö svefnher- bergi, gufubað og 32 fermetra þakgarður. Og grannarnir eru ekki af verri endanum því á hæðinni fyrir ofan, þeirri átjándu og efstu, keyptu hjónin Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir, sem er jafnframt syst- ir Sigurðar Pálma, 312 fermetra þakíbúð í lok árs 2007. Þau borguðu ríflega 200 milljónir fyrir íbúðina. Sigurður Gísli hefur helst verið í fréttum undanfarin ár sem mikill umhverfis- verndarsinni og var einn af framleiðendum kvikmyndar- innar Draumalandsins sem gerð var eftir vinsælli bók Andra Snæs Magnasonar. Sigurður Gísli átti 12% hlut í MP banka í gegnum félag sitt Dexter fjárfestingar. Auk þess á hann helmings- hlut á móti Jóni bróður sínum í Eignarhaldsfélag- inu Miklatorgi sem rekur meðal annars Ikea og á flestar fasteignir á Kaup- túnsreitnum í Garðabæ. Ekki náðist í Sigurð Gísla þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is  Dómsmál Riftun í skuggAhveRfinu Hagkaupsbróðir vill rifta kaupum á lúxusíbúð Hefur stefnt 101 Skuggahverfi ehf. og vill rifta kaupsamningi um lúxusíbúð við Vatnsstíg. Svona lítur lúxusturninn við Vatnsstíg út. Ljósmynd/Hari SA Stormur og jAfNvel ofSAveður geNgur yfir lANdið með rigNiNgu og leySiNgu. HöfuðborgArSvæðið: VEÐURhAMUR- INN VERÐUR LÍKLEgA Í háMARKI á MILLI KL. 6 og 9, EN dREgUR úR VINdI SMáM SAMAN EfTIR þAÐ. Ný Skil með SA-átt gANgA yfir lANdið, eN ÓljÓSt eNN HverSu HvASS HANN verður. HöfuðborgArSvæðið: hVASS- VIÐRI og RIgNINg A.M.K. UM TÍMA. Að öllum líkiNdum verður veður orðið muN rÓlegrA og komiN Sv-átt með kÓlNANdi veðri. HöfuðborgArSvæðið: ÉLjA- gANgUR, hITI UM fRoSTMARK og hægT KÓLNANdI. tími óveðranna Stundum er sagt að febrúar sé mánuð- ur djúpu lægðanna og óveðra. Í fyrra var febrúar kaldur og þurrviðrasamur og lítið bar á óveðri. Nú erum við hins vegar í miðjum illviðrakafla, fyrsta lægðin í þessari syrpu gekk yfir á þriðjudag og miðvikudag, sú nr. 2 fer yfir í dag með verulegu roki þar sem spáð hefur verið ofsaveðri. Sú þriðja kemur í kjölfarið en þegar þessi spá er skrifuð er stefna hennar og umfang enn nokkuð á huldu. 5 4 2 3 6 4 0 2 1 5 0 1 3 3 0 einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is veðuR föstuDAguR lAugARDAguR sunnuDAguR veðurvaktin ehf Ráðgjafafyrirtæki í eigu Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings. Veður- vaktin býður upp á veður- þjónustu fyrir einstaklinga, fyrirtæki og opinbera aðila í ráðgjöf og úrvinnslu flestu því sem viðkemur veðri og veðurfari. Veðurvaktin ehf Eikarási 8, 210 Garðabæ Sími: 857 1799 www.vedurvaktin.is Sigurður Gísli vill ekki lengur kaupa lúxusíbúðina í Skuggahverfinu. Ljósmynd/365 Hæsta olíuverðið frá hruni haustið 2008 Olíuverð hélst hátt á alþjóðamörkuðum í gær eftir allsnarpa hækkun í fyrradag. Fyrir hádegi í gær var viðmiðunarverð á Brent-hráolíu 101,3 dollarar á tunnu. Olíuverð hefur ekki verið svo hátt frá haustdögum árið 2008, að því er fram kemur hjá Greiningu Íslandsbanka. Pólitískur órói í Egyptalandi og áhyggjur af birgðastöðu Norðursjávarolíu hafa þrýst verðinu upp á við, sér í lagi á evrópskum markaði, á meðan tiltölulega rúm birgða- staða vestanhafs hefur haldið nokkuð aftur af verðhækkun þar. Umfangsmikil hækkun á olíu- og hrávöruverði undanfarið hefur orðið til þess að auka áhyggjur af vaxandi verðbólguþrýstingi erlendis. -jh Stefnir að kaupa kjölfestuhlut í Högum Viðræður eru nú á lokastigi um að Arion banki selji kjölfestuhlut í Högum, stærsta smásölufyrirtæki landsins. Stefnir, dóttur- félag bankans, og hópur fagfjárfesta, eru taldir líklegastir til að kaupa hlutinn, að því er fram kom í Morgunblaðinu í gær. Arion tók Haga yfir árið 2009, eftir að Jón Ás- geir Jóhannesson og fjölskylda hans gátu ekki staðið við skuldbindingar sínar við bankann. Hagar eru móðurfélag Bónuss, Hagkaups og margra annarra matvöru- og fataverslana. Í Viðskiptablaðinu í gær kom fram að tíu tilboð hefðu borist í hlutinn en Stefnir og fagfjárfestarnir hafi orðið einir eftir við samningaborðið, ásamt banda- ríska fjárfestingarsjóðnum Yucaipa. -jh Yfirvinnubann flugumferðarstjóra Félag íslenskra flugumferðarstjóra hefur samþykkt yfirvinnubann og þjálfunarbann. Um 90% þeirra sem tóku þátt í atkvæða- greiðslu félagsins samþykktu bannið. Það hefst 14. febrúar og stendur ótímabundið eða þar til nýr kjarasamningur hefur verið undirritaður. Þjálfunarbannið hefst 21. febrúar. Sigurður Jóhannesson, varafor- maður félagsins, sagði á mbl.is að bannið þýddi að flugumferðarstjórar ynnu ekki yfirvinnu ef starfsmaður forfallaðist vegna veikinda. Yfirvinnubannið gildir frá klukkan 20 á kvöldin til 7 á morgnana á virkum dögum og allan sólarhringinn um helgar og á sérstökum frídögum. -jh Gengi krónunnar hefur verið nokkuð stöðugt það sem af er febrúarmánuði. Gengisvísitala krónunnar stóð í gær, fimmtudag, í 113 stigum en í byrjun mánaðarins var hún rétt rúm 112 stig. Einhver veiking hefur átt sér stað á gengi krónunnar gagnvart Bandaríkjadollar á þessum tíma, segir Greining Íslandsbanka; dollarinn kostar nú um 117 krónur á innlendum milli- bankamarkaði en í byrjun mánaðarins kostaði hann rúmar 115 krónur. Nokkuð minni breyt- ing hefur orðið á gengi krónu gagnvart evru og kostar evran nú rúmar 159 krónur sem er það sama og hún kostaði í upphafi mánaðarins. - jh Hann greiddi rúmar fimmtíu millj- ónir við undir- skrift kaup- samn- ings síð- sumars 2008 og vill fá þá greiðslu endur- greidda. 4 fréttir Helgin 11.-13. febrúar 2011
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.