Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.03.2011, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 11.03.2011, Blaðsíða 16
E nginn hefur eftirlit með því að lögreglustjórar sinni þeirri skyldu að upplýsa einstaklinga, að lokinni rannsókn, að þeir hafi verið beittir símahlerunum eða fylgst með þeim á annan hátt, til dæmis með eftirfararbúnaði. Lögum samkvæmt á ríkis- saksóknari að hafa þetta eftirlit með höndum. Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari segir hins vegar embættið ekki gera það. „Við sinnum því hreint út sagt ekki neitt. Við höfum skrifað ráðuneytinu mörg bréf og lýst því að okkar vanti mannskap til að sinna þessu eftirliti eins og ýmsum öðrum verk- efnum sem embættið á að sinna.“ Spurður hvort lögreglan hafi þá sjálfdæmi um hvernig þessari tilkynningarskyldu sé háttað, svarar Valtýr: „Það er á ábyrgð lögreglustjóra að vinna eftir lögunum og fara eftir þeim. Þessu var dengt á okkur á sínum tíma en við höfum ekki haft mannskap í þetta.“ Átti að bæta verulegan misbrest Eftirlitsskyldan með þessum þætti lögreglu- rannsókna var færð til ríkissaksóknara með nýjum lögum um meðferð sakamála sem gengu í gildi hinn 1. janúar 2009. Í athuga- semdum réttarfarsnefndar með frumskjali lagafrumvarpsins kemur fram að ástæðan fyrir því að ríkissaksóknara var falið þetta verkefni var sú að „verulegur misbrestur“ virtist vera á því að lögreglustjórar landsins hefðu sinnt þessari upplýsingaskyldu sinni. Í athugasemdunum kemur fram að aðkoma ríkissaksóknara eigi að „tryggja að tilkynn- ingarskyldan verði virt í framtíðinni.“ Eins og sjá má af orðum ríkissaksóknara er þetta eftirlit hins vegar alls ekki fyrir hendi. Það er því með öllu óljóst hvort bætt hefur verið úr þeim verulega misbresti sem réttarfarsnefndin gerir að umtalsefni. Í réttarfarsnefndinni sátu á þessum tíma helstu þungavigtarlögfræðingar landsins: Markús Sigurbjörnsson hæstaréttardómari, Eiríkur Tómasson prófessor, Gunnlaugur Claessen hæstaréttardómari, Stefán Már Stefánsson prófessor og Viðar Már Matthías- son, þáverandi prófessor en núverandi hæsta- réttardómari. Markús var og er enn formaður réttarfars- nefndar. Um tilvitnuð þung orð nefndarinnar í athugasemdum við frumvarpið segir hann í viðtali við Fréttatímann að þau hafi „byggst á dapurri reynslu“. Í athugasemdum nefndarinnar með frum- varpinu er lögð áhersla á að mikilvægt sé að tilkynningarskylda lögreglustjóra sé virt til að treysta réttaröryggi í landinu og koma í veg fyrir að gripið sé til símahlerana eða annarra rannsóknaraðgerða, sem skerða frið- helgi fólks, nema brýna nauðsyn beri til. Í tilkynningarskyldunni felast sem sagt ákveðin varnaðaráhrif í þá veru að lögreglan fari ekki offari með þessar heimildir, auk þess sem hún á að tryggja að þeir einstak- lingar, sem hafa orðið fyrir aðgerðunum, fái að vita um þær svo að þeir geti eftir atvikum krafist skaðabóta. Þegar Stefán Eiríksson, lögreglu- stjóri höfuðborgar- svæðisins, er spurð- ur hversu margir ein- stakling- ar hafi verið beittir símahlerunum af hendi embættis hans undanfarin ár, segist hann ekki geta upplýst það. Spurður hvort allir þeir einstaklingar sem símahleranir hafa beinst gegn hafi verið upp- lýstir um þær aðgerðir, segir hann svo vera. „Já, menn eru kallaðir á fund, tilkynnt um þetta með bréfi eða með öðrum hætti.“ En er þetta án undantekninga; líka þegar ekki kemur til útgáfu á ákærum á hendur þeim sem hafa verið hleraðir? „Ég skal ekki fullyrða að þetta sé 100 pró- sent í lagi, en það á að vera það,“ segir Stefán. Björn viðraði hugmyndir um hleranir án dómsúrskurðar Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra boðaði, á blaðamannafundi í síðustu viku, að í ráðuneyti hans væri í smíðum frumvarp um rýmkaðar rannsóknarheimildir lögreglunnar. Tilefni blaðamannafundarins voru fyrst og fremst fréttir af því að vélhjólaklúbburinn MC Iceland, áður Fáfnir, væri við það að verða fullgilt aðildarfélag í Hells Angels. Það gekk eftir og mega landsmenn því eiga von á því í framtíðinni að sjá íslenska meðlimi Hells Angels á ferli, merkta samtökunum. Áður en Ögmundur varð æðsti yfirmaður dómsmála á Íslandi var hann einn háværasti andstæðingur svokallaðra forvirkra rann- sóknarheimilda, sem Björn Bjarnason, fyrrum dómsmálaráðherra, var ötull baráttu- maður fyrir. Ögmundur hefur sagt að hans hugmyndir um rýmri heimildir gangi mun skemmra en áætlanir Björns gerðu ráð fyrir. Meðal þeirra hugmynda sem Björn viðraði var að lögreglan gæti til dæmis hafið síma- hleranir án þess að fyrir þeim lægi dómsúr- skurður. Í ræðu sem Björn hélt á fundi Lög- fræðingafélags Íslands haustið 2006 benti hann á hvernig þessu væri háttað í ná- grannalöndum okkar: „Samkvæmt norskri og danskri réttarfarslög- gjöf getur lögregla, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, hafið hlerun án undan- gengins dóms- úr- skurðar, enda fáist slíkur úrskurður innan 24 tíma frá því að aðgerð hófst. Hér er ekki að finna nein sambærileg ákvæði.“ Ögmundur hefur á hinn bóginn boðað að í þeim rýmkuðu heimildum sem hann vill færa lögreglunni þurfi dómsúrskurður að liggja fyrir í öllum tilvikum áður en lögreglan getur hafið aðgerðir af þessu tagi. Hann hefur líka sagt að samhliða rýmkuðum heimildum verði eftirlit hert með störfum lögreglunnar. Ekki liggur fyrir með hvaða hætti það á að vera, en Ögmundur hefur þó nefnt að Alþingi muni hugsanlega koma þar að málum. Spurður hvort réttarfarsnefnd muni koma að smíði frumvarps um rýmkaðar heimildir lögreglunnar, segir Markús Sigurbjörnsson, formaður nefndarinnar, að ráðuneytið ákveði þá aðkomu. „Það hefur verið nefnt við mig að þessi vinna sé í gangi í ráðuneytinu. Lengra er málið ekki komið gagnvart okkur,“ segir hann. Rætt er við Ögmund Jónasson um þetta mál í viðtali á næstu opnu. Lögmenn vara við auknum heimildum Ýmsir lögmenn hafa lýst yfir miklum efa- semdum um að rétt sé að rýmka rannsóknar- heimildir lögreglunnar. Þar á meðal er Brynj- ar Níelsson, formaður Lögmannafélagsins. „Ég geld mikinn varhug við því að rannsókn- arheimilidir lögreglunnar verði rýmkaðar. Áður en lengra er haldið þarf að gera alvöru úttekt á því hvernig þessari vinnu lögregl- unnar er háttað nú þegar,“ segir Brynjar. Annar lögmaður sem deilir þessari skoðun er Vilhjálmur H. Vilhjálmsson á Lögfræði- stofu Reykjavíkur, en skjólstæðingur hans fékk dæmdar bætur frá íslenska ríkinu árið 2008 vegna ólöglegra rannsóknaraðgerða starfsmanna lögreglu- stjórans á höfuð- borgarsvæðinu, en þeir höfðu komið fyrir eftirfararbún- aði á bifreið mannsins. Forvirkar aðgerðir gegn MC Iceland? Átta meðlimir MC Iceland voru stöðvaðir við komuna til Noregs um síðustu helgi. Ekki er ljóst af hverju norska lögreglan bjó yfir upplýsingum um þessa einstaklinga. Á það bæði við um að þeir væru meðlimir í félagi sem var við það að ganga í Hells Angels og að þeir væru á leið til til Noregs. Eftir því sem næst verður komist sæta þessir einstaklingar ekki sakamálarann- sókn íslenskra lögregluyfirvalda. Stefán Eiríksson, lög- reglustjóri höfuðborgar- svæðisins, sagðist ekki vilja tjá sig um hvort embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hefði átt þátt í því að veita norsku lögreglunni upplýsingar um þessa Íslendinga. Stefán hafnar alfarið vangaveltum um að lögreglan sé þegar farin að vinna eftir rýmri rannsóknarheimildum en hún hefur nú, með því að fylgjast með ferðum manna sem enginn rökstuddur grunur er um að hafi framið afbrot. „Það er ómaklegt og ómálefnalegt að halda þessu fram. Það sem við gerum í dag fer eftir lögum. En það er engin launung á því að við teljum okkur ekki ná lengra við rannsókn á ýmsum alvarlegum málum nema með rýmri heimildum.“ Stefán Eiríksson Lögreglan stundar eftirlitslausar símahleranir Réttarfarsnefnd taldi verulegan misbrest á því að lögreglustjórar sinntu lögboðinni tilkynningaskyldu um símahleranir og annað eftirlit sem skerðir friðhelgi einkalífs fólks. Ný lög áttu að tryggja að úr þessu yrði bætt með sérstöku eftirliti ríkissaksóknara, en hann segist aldrei hafa getað sinnt verkefninu vegna skorts á mannskap. Mögulega eiga tugir einstaklinga rétt á skaðabótum frá ríkinu vegna eftirfararbúnaðar sem lögreglan notaði um árabil án dómsúrskurðar. Framhald á næstu opnu 16 fréttaskýring Helgin 11.-13. mars 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.