Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.03.2011, Blaðsíða 78

Fréttatíminn - 11.03.2011, Blaðsíða 78
Partípinni yfir- gefur bar Athafnaskáldið Andrés Pétur, sem Séð og heyrt kallaði lengi vel „partí- pinna“ vegna vasklegrar framgöngu í skemmtanalífinu, hefur sleppt hendinni af Póst- húsinu, vínbar sem hann stofnaði á sínum tíma. Hjónin Tómas Kristjáns- son og Sigrún Guðmunds- dóttir hafa tekið við rekstri veitingastaðarins og hyggja ekki á miklar breytingar, fyrir utan þrif og smávegis nostur, enda staðurinn hinn huggu- legasti. Enda varla við öðru að búast þar sem Andrés og félagi hans, Sveinn Eyland, sem hafa vaktað Póstbarinn hingað til, eru báðir annálaðir fagurkerar. Brotinn bóka- útgefandi Bókaútgáfa er háskalegur bransi og fólk þarf bæði sterk bein og stáltaugar til að endast í þeim ósköpum til lengdar. Einn sá allra harðasti í bókaútgáfunni er Egill Örn Jóhanns- son, framkvæmdastjóri Forlagsins, enda genetískur útgefandi, sonur sjálfs JPV og afabarn Valdimars í Iðunni. Síðasta ár, og ekki síst jólahasarinn, var þeim JPV-feðgum fengsælt en ógæfan hefur dunið á Agli á öðrum vígstöðvum. Hann fékk skráningu í Berlínar- maraþonið í bóndadags- gjöf frá eiginkonu sinni og var því byrjaður að æfa hlaup af nokkru kappi. Það æfingaplan hrundi nýlega þegar útgefandinn brotnaði á hægri hendi í fótboltaleik og hefur því sinnt útgáfunni einhentur og lítið getað skokkað. H inn funheiti og umdeildi vefur Bleikt.is hefur verið á hvínandi siglingu undir stjórn Hlínar Einars og var í síðustu viku í 6. sæti yfir mest sóttu vefsvæði lands- ins. Hlín hyggur á frekari landvinninga og hefur ráðið litlu systur sína, Malínu Brand, sem aðstoðarritstjóra Bleikt. is. „Við erum ógeðslega gott tvíeyki og okkur kemur ofboðslega vel saman. Ég náttúrlega ræð, sem er ágætt,“segir Hlín og hlær. „Við vinnum svakalega vel saman,“ segir Malín sem unir sér vel undir stjórn stóru systur. „Við þekkjumst svo vel eftir öll þessi ár að við þurfum ekkert endilega að tala mikið saman í vinnunni. Við lesum hugsanir hvor annarrar.“ Hlín segir þær vera mjög samheldnar, traustar og góðar vinkonur. „Við höfum gengið í gegnum alls konar vesen, saman og hvor í sínu lagi. Ég get trúað henni fyrir hverju sem er og hún myndi fara með það með sér í gröfina,“ segir Hlín. „Ég held að við bætum hvor aðra upp. Ég á það til að fara á yfirsnúning og þá grípur Malín inn í.“ „Það er nú á báða bóga,“ segir Malín. „Við erum báðar hvatvísar. Bara ekki á sama tíma.“ Hlín segir að þær systur séu mjög líkar en um leið mjög ólíkar. „Hlín er ekki skáktöffari. Ég fæ að vera skák- töffari en hún fær að vera gellan,“ segir Malín. Bíladella Malínar er annað sem skilur þær systur að, en Malín er alfræðibók um allt sem við kemur bílum. „Ég á tvo bíla núna en enga peninga. Stundum á ég þrjá. Ég á BMW sem ég flutti inn sjálf frá Þýskalandi fyrir sex árum. Hann er svalur. Og svo er ég á jeppa til þess að komast á milli staða. Maður fer ekki langt á BMW í þessari færð.“ toti@frettatiminn.is  Hlín og malín sætar eru systur Bleikar systur rokka á netinu Drottningavefurinn Bleikt.is var opnaður með látum í desember. Ritstjórinn Hlín Einars hefur hvergi slegið af og siglir enn seglum þöndum á öldum netsins. Hlín hefur því þétt raðirnar með því að gera litlu systur sína, Malínu Brand, að aðstoðarritstjóra. Systurnar sitja hvor á móti annarri alla daga, horfast í augu og taka ákvarðanir um efni á vefnum, stundum án þess að tala saman. Svo römm er sú taug sem bindur bleiku systurnar saman. 58 dægurmál Helgin 11.-13. mars 2011  sigrún lilja er einn Höfunda bókarinnar tHe next big tHing Ljóstrað upp um leyndarmál Gyðjunnar V ið féllumst öll á að ljóstra upp um viðskipta- og markaðsleyndar- mál okkar til þess að lesandinn geti nýtt sér tækifærin sem hafa skapast í núverandi efnahagsástandi,“ segir Sig- rún Lilja Guðjónsdóttir, stofnandi Gyðja Collection. Hún er einn höfunda bókarinnar The Next Big Thing: Top Trends From Today´s Leading Experts to Help you Dominate the New Eco- nomy sem kom út í Bandaríkjunum á fimmtudaginn. Eins og langur titillinn gefur til kynna er um nokkurs konar sjálfs- hjálparbók að ræða sem ætlað er að benda áræðnu fólki á leiðir til að hasla sér völl í gerbreyttu efnahagsum- hverfi. Allir höfundar bókarinnar þykja hafa náð góðum árangri í frumkvöðlastarfi á sínum sviðum. Sigrún Lilja stofnaði Gyðju árið 2007 og hefur byggt upp skó- og fylgihlutalínu undir merkjum Gyða Collection þar sem hún vinnur meðal annars úr laxroði. Sigrún Lilja var beðin að leggja til efni í bókina vegna þess að „þeim fannst ég hafa farið óhefðbundnar leiðir með upp- bygginguna á merkinu mínu og spurðu hvort ég gæti hugsað mér að skrifa um þær aðferðir sem ég hef notað. Það er mér mjög mikill heiður að vera boðið að skrifa í bók sem verður markaðs- sett um öll Bandaríkin og að vera með í þessum hópi leiðandi sérfræðinga á sínum sviðum.“ Kafli Sigrúnar Lilju heitir „Brand marketing The Gydja Collection”. Hún segist hafa haft mjög gaman af að færa hugmyndir sínar í letur en hún hefur unnið að bókinni síðasta hálfa árið og segist mjög ánægð með útkomuna; stolt af því að hafa komið að gerð bókarinnar. -þþ Hlín og Malín láta sér fátt fyrir brjósti brenna og skiptast á um að fara á yfirsnúning þannig að önnur þeirra er alltaf með réttu ráði. Ljósmynd Hari. Heimildarmynd Gauks Úlfarssonar, Gnarr, um framboð Jóns Gnarr og Besta flokksins til borgar- stjórnar hefur vakið athygli langt út fyrir landhelgina. Gnarr er aufúsugestur á kvikmyndahátíðum og verður meðal annars sýnd á hinni virtu Tribeca-kvikmyndahátíð í New York í lok apríl. Sjálfur Robert DeNiro er einn af guðfeðrum Tribeca þannig að hátíðin sem kennd er við fyrirbærið er ekkert slor. Gnarr verður sýnd ásamt nítján öðrum myndum í flokknum „Viewpoints“. Á vef hátíðarinnar er sagt að áhorfendur muni aldrei Gnarr til New York Við erum báðar hvatvísar. Bara ekki á sama tíma. • Dregur úr vöðvaspennu • Höfuð- háls- og bakverkjum • Er slakandi og bætir svefn • Notkun 10-20 mínútur í senn • Gefur þér aukna orku og vellíðan Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 - 16 Nálastungudýnan Heilsudýn an sem slegið he fur í gegn Verð: 9.750 kr. Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is Allir höfundar bókarinnar þykja standa framarlega á sínu sviði. Tveir Íslendingar eiga efni í bók- inni, Sigrún Lilja og viðskipta- þjálfinn Jón Bjarnason sem kom inn í hópinn í gegnum vinnu sína með hinum goðsagnarkennda Brian Tracy. Sigrún Lilja prýðir kápu þeirra eintaka sem seld verða á Ís- landi. Á bókunum fyr- ir Bandaríkjamarkað eru allir höfundarnir hins vegar saman á baki kápunnar. Bókin kemur í bókabúðir á Íslandi um helgina. M yn d/ El lý Á rm an ns líta stjórnmál sömu augum eftir að hafa horft á Gnarr. Þá er að sjálfsögðu minnst á ísbjörninn í Húsdýragarðinn, ókeypis ferðir í Disney-land og kröfuna um að samstarfsfólk Besta flokksins hafi séð sjónvarpsþættina The Wire.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.