Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.03.2011, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 11.03.2011, Blaðsíða 34
4 viðhald húsa Helgin 11.-13. mars 2011 Járn & Gler ehf. - Skútuvogur 1h. Barkarvogsmegin - 104 Reykjavík S: 58 58 900-www.jarngler.is Fyrirtæki - Húsfélög Við bjóðum upp á sjálfvirkan hurða - opnunarbúnað ásamt uppsetningu og viðhaldi. Auðveldar aðgengi, hentar vel fyrir aðgengi fatlaðra. Áratuga reynsla af búnaði tryggir gæðin. Allar ákvarðanir sem máli skipta í fjöleignarhúsum verður að taka á húsfundum. Það er forsenda fyrir lögmæti ákvörðunar að hún hafi verið tekin á fundi sem er löglega boðaður og haldinn. Húsfundir eru tvenns konar. Annars vegar aðalfundir, sem halda skal einu sinni á ári, og hins vegar almennir fundir. Í grundvallaratriðum gilda sömu reglur og sjónarmið um aðalfundi og aðra húsfundi. Munurinn er sá að aðalfundur hefur tiltekin lögboðin verkefni. Aðalfundatími, miklir hagsmunir Aðalfundi húsfélaga skal halda ár hvert fyrir lok aprílmánaðar og þá ber að boða með minnst átta daga fyrirvara. Almenn- ir fundir eru haldnir eftir þörfum og skal boða þá með minnst fjögurra daga fyrir- vara. Í báðum tilvikum er tuttugu daga hámarks boðunarfrestur. Annars eru ekki í fjöleignarhúsalögunum bein fyrirmæli um fundartíma og fundarstað. Nú stendur sem sagt yfir tími aðal- funda í húsfélögum. Á aðalfundum er vélað um mikla hagsmuni eigenda og húsfélaga. Þar eru teknar ákvarðanir um þýðingarmikil mál og framkvæmdir sem hafa í för með sér miklar skuldbind- ingar og fjárútlát. Það er forsenda fyrir lögmæti ákvörðunar um framkvæmdir og greiðsluskyldu eigenda að hún hafi verið tekin á fundi sem er löglega boðaður og haldinn. Aðild að ákvörðunum Ein mikilvægustu réttindi eiganda í fjöleignarhúsi er aðild að húsfélagi og réttur til að eiga hlut að sameiginlegri ákvarðanatöku. Allir eigendur eiga óskoraðan rétt á að eiga og taka þátt í öllum ákvörðunum um sameiginleg málefni. Sameiginlegar ákvarðanir skulu teknar húsfundi. Hafi eigandi ekki verið hafður með í ráðum og boðaður á hús- fund með þeim hætti sem lög mæla fyrir um, er hann ekki bundinn af ákvörðunum fundarins. Til að þessi grundvallarréttur sé virtur, verður fundur að vera haldinn á eðlilegum tíma og stað og við boðlegar aðstæður. Ber vitaskuld að velja stað og tíma þegar ætla má að allir eða flestir geti með góðu móti mætt. Ekki má beita hrekkjum og skollabrögðum í því efni. Ríkar kröfur til funda Megintilgangur húsfélags er að viðhalda verðmæti og notagildi hússins. Í því skyni getur húsfundur yfirleitt, án tillits til þess hversu margir sækja fund, tekið bindandi ákvarðanir með einföldum meirihluta fundarmanna. Þegar ákvarðanir lúta að umtalsverðum endurbótum og breyt- ingum er krafist aukins meirihluta og til verulegra breytinga er krafist samþykkis allra. Vegna þessa og grundvallarþýð- ingar samráðs við töku sameiginlegra ákvarðana gera lög ríkar kröfur til hús- funda sem eru hinn lögboðni samráðs- vettvangur. Tími og staður sem hentar flestum Fundarboðendum ber, innan skyn- samlegra marka, að taka sanngjarnt og eðlilegt tillit til aðstæðna og óska einstakra eigenda um stund og stað funda þótt seint sé unnt að mæta öllum óskum allra. Fundarboðendur verða að lesa í spilin og horfa til þess hvað hentar flestum eigendum og stuðla með því að góðri fundarsókn en ekki fámennum laumufundum. Ákvarðanir á að taka á fundum, fundarboð Allar ákvarðanir sem máli skipta verður að taka á fundum sem standa verður rétt að. Nauðsynlegt er að vanda fundarboð og greina í því meginefni tillagna sem bera á upp. Annars getur ákvörðun verið óskuldbindandi og skapar ekki greiðslu- skyldu. Mikilvægt er að fundurinn sé boð- aður og haldinn í samræmi við fyrirmæli fjöleignarhúsalaga. Sú skylda hvílir á stjórninni að undirbúa fund af kostgæfni í alla staði, bæði fundarboðið, tillögur, skiplag, umgjörð og stjórn fundarins, þannig að hann verði löglegur, markviss, málefnalegur og árangursríkur. Stjórn húsfélags ber önnunarbyrðina fyrir því að fundur hafi verið löglega boðaður og haldinn. Brýnt er að vanda fundarboðun sérstaklega ef um er að tefla mikla mikilvægar ákvarðanir, t.d. um dýra framkvæmd eða umdeild atriði. Það eru mörg dæmi um húsfélög og stjórnarmenn þeirra sem hafa orðið fyrir tjóni og skakkaföllum vegna þess að kastað var til höndunum við undirbúning og framkvæmd húsfunda. Fundarstjórn formanns Algengt er að fundi sé stjórnað af for- manni húsfélagsins en heimilt er að fá ráðgjöf og aðstoð sérfræðinga við að undirbúa og halda húsfundi. Í mörgum tilvikum er það nauðsynlegt til að rjúfa sjálfheldu sem húsfélagið eða einstök mál eru komin í vegna deilna í hús- félaginu. Oft er formaður deiluaðili eða blandast í mál með þeim hætti að brigður verði bornar á hlutleysi hans og fundar- stjórn. Þá fer best á því að sá kaleikur sé frá honum tekinn og fenginn hæfum og hlutlausum sérfræðingi. Eins er það skynsamleg öryggisráðstöfun, bæði inn á við og út á við, að tryggja lögmæti fundar og að ákvarðanir séu löglega teknar. Markvissar umræður, fundar- friður Í umræðum á húsfundum er brýnt að menn séu gagnorðir og málefnalegir og setji fram skoðanir sínar og rökstyðji þær skilmerkilega þannig og fundar- tíma sé ekki sólundað í aukaatriði. Það er frumforsenda árangursríkra fundarstarfa að friður ríki á fundi og menn fái gott hljóð til að koma sjónarmiðum sínum, skoðunum og rökum á framfæri. Gjamm og kliður og vapp og ráp getur hæglega rústað fund og verður fundarstjóri því að taka fast á því. Boðleg fundaraðstaða Það er mjög mikilvægt að húsnæði fundar sé hæft til funda. Yfirleitt er best að halda húsfundi annars staðar en í viðkomandi húsi. Fundir á hlutlausu svæði við góðar fundaraðstæður takast miklu betur en hinir. Það er ekki boðlegt að halda stóra fundi í sameign húsa, í stigagangi, þvottahúsi, bílageymslum eða geymslum, við bága fundaraðstöðu. Það eyðileggur fundarformið og virðingu fundarins. Sama má segja um fundi inni í einstökum íbúðum. Þeir fá ávallt á sig óformlegan blæ kaffisamsætis og eru yfirleitt langir, ómarkvissir og ómál- efnalegir. Fólk betlandi kaffi, talandi og hjalandi, þvers og kruss, hvert ofan í annað með tilheyrandi þrætum, þrasi og þófi. Og þegar upp er staðið veit enginn, ekki einu sinni fuglinn fljúgandi, hvað var sagt og ósagt og hvað var samþykkt og hvað ekki. Fundargerð Undir umsjá fundarstjóra skal rita fundargerð um meginatriði þeirra mála sem tekin eru fyrir og allar ákvarðanir sem teknar eru og hvernig atkvæði hafa fallið. Hún verður að vera áreiðanleg og nákvæm án þess að aðalatriði séu kaffærð í smáatriðum. Það er óþarfi að bóka orðrétt vaðal sem fer út og suður. Ljósrit fundargerða eiga að vera aðgengileg eigendum. Hvað má stjórn? Stjórn húsfélags framkvæmir fyrst og fremst ákvarðanir húsfunda en henni er líka, innan þröngra marka, heimilt að taka ákvarðanir sem lúta að venjulegum daglegum rekstri og hagsmunagæslu. Hún getur upp á eigin spýtur látið fram- kvæma minni háttar viðhald og viðgerðir og gert brýnar ráðstafanir sem ekki þola bið. Um allt sem lengra gengur er henni almennt skylt að leita fyrst samþykkis húsfundar. Á það fortakslaust við um allar ráðstafanir og framkvæmdir sem eru verulegar hvað kostnað, umfang og óþægindi varðar. Stjórn getur keypt fundaraðstoð og ráðgjöf og gert vissar ráðstafanir og aflað upplýsinga og gagna vegna fyrir- hugaðra framkvæmda sem nauðsyn- legar eru til að húsfundur geti tekið upplýsta ákvörðun um mál. Stjórn er þó rétt að fara varlega í þessum efnum og afla jafnan fyrst samþykkis húsfundar. Verður seint ofbrýnt fyrir framkvæmda- glöðum stjórnarmönnum að húsfundir eru ekki bara hraðahindranir heldur æðsta valdið í sameiginlegum efnum. Grátt gaman Að lokum þetta: Samkvæmt eðli máls og meginreglum fjöleignarhúsalaga er eigendum ekki skylt að sækja húsfundi á afbrigðilegum tímum og stöðum og slíkir fundir yrðu yfirleitt taldir ólöglegir. Fundarboðendum ber að boða fundi á stund og stað þegar sem flestir eigendur eiga að geta mætt. Þess vegna ber að forðast, nema eitthvað mikið liggi við, að boða húsfundi um hásumar og nálægt jólum og páskum. Afbrigðilegur fundar- tími og fundarstaður er yfirleitt valinn til að útiloka eða torvelda fundarsókn eða þá sem grikkur eða liður í innanhússtríði. Slíkt fer í bága við orð og anda fjöleignar- húsalaga og kemur viðkomandi í koll. Á ólögmætum fundi verða engar lögmætar ákvarðanir teknar. Þá er verr af stað farið en heima setið. Klækjarefir og gráglettnir fundarboðendur geta skotið sig illa í fótinn og víðar með því að velja fundi afbrigðilegan stað og tíma. Megintilgang- ur húsfélags er að viðhalda verðmæti og notagildi hússins.  Fjöleignarhús Ákvarðanir sem mÁli skipta eru teknar Á húsfundum Húsfundir – aðalfundir Aðalfundi húsfélaga skal halda ár hvert fyrir lok aprílmánaðar og þá ber að boða með minnst átta daga fyrirvara. Almennir fundir eru haldnir eftir þörfum og skal boða þá með minnst fjögurra daga fyrirvara. Það er mjög mikilvægt að húsnæði fundar sé hæft til funda. Yfirleitt er best að halda húsfundi annars staðar en í viðkomandi húsi. Fundir á hlut- lausu svæði við góðar fundaraðstæður takast miklu betur en hinir. _____ _____ UPP REK EIG FRA SAM ____________ ____________ LÝSINGAR STUR NASKIPTING MKVÆMDIR ÞYKKTIR _____________ _____________ ____________ ____________ _____________ Fas upp Lei vís ker _____________ ____________ teignakerfið er he lýsingar sem varð ðbeiningar sem birt a honum á hvað sk finu, þannig að allir ____________ ____________ ildarkerfi á netinu a fasteignina í tex ast við notkun fast uli gera á hverjum geta notað það, bæ ____________ _____________ fyrir umsjón og re ta, myndum eða á eignakerfisins, leiða stað í kerfinu og n ði þeir sem kunna _____________ ____________ kstur fasteigna. Þ PDF-formi, fletta notandann skref f ákvæmari útskýring meira og minna um ____________ _____________ ar má skrá og ge þeim upp og prent yrir skref í gegnum ar og forskriftir er rekstur húsfélaga. _____________ _____ yma allar a þær út. kerfið og að finna í _____ UppLýSiNGAr rEkSTUr FrAMkVæMdir SAMÞYkkTir EiGNASkipTiNG Te ik ni ng /B ri an P ilk in gt on
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.