Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.03.2011, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 11.03.2011, Blaðsíða 32
2 viðhald húsa Helgin 11.-13. mars 2011  Hús Tímans Tönn nagar miskunnarlausT Viðhaldsvakning og betri tíð Viðhorfs- og hugarfars- breyting er að verða í viðhalds- málum. VIÐ ERUM GÓÐIR Í VARMA VARMADÆLUR LOFT- LOFT LOFT- VATN VATN- VATN Dalshrauni 5 Hafnarfirði Sími 585 1070 Fax 585 1071 vov@vov.is www.vov.is G ra fik a 10 H ús eru forgengileg og ganga úr sér óháð efnahagsástandi og fjárhag eigenda á hverjum tíma. Ef hús fá ekki það viðhald sem þarf og nauðsyn- legar endurbætur, nagar tímans tönn þau miskunnarlaust og verðmæti þeirra og notagildi rýrnar. Það er dýrt að draga við- hald og láta skeika að sköpuðu. Það hefur því miður verið landlægt viðhorf að láta viðhald húsa reka á reiðanum og sinna því ekki fyrr en í óefni er komið. Viðhald á ekki að vera skorpu- og áhlaupsvinna í nauðvörn, heldur stöðugt og fyrirbyggj- andi. Viðhorfs- og hugarfarsbreyting þarf að verða í viðhaldsmálum. Þá kemur senn betri tíð með blóm í haga. Viðhald þarf að hefjast strax og byggingu húss er lokið og það á að vera unnið jafnt og þétt allan líftíma þess. Húseigendur verða að sinna viðhaldi eigna sinna jafnt og stöðug. Við- haldið á að vera markvisst og fyrirbyggj- andi frá upphafi. Tilviljunarkennt og skipu- lagslaust viðhald í nauðvörn, skorpum, skrykkjum og tímapressu, verður allaf erfitt og óhagkvæmt. Undanfarin ár hefur mikið verið rætt og ritað um óvönduð vinnubrögð í bygg- ingariðnaðinum. Byggingaverktakar voru í góðærinu margir ofhlaðnir verkum og höfðu of lítinn tíma og það bitnaði óhjá- kvæmilega á gæðum bygginganna. Það segir sig sjálft að þegar menn hafa mörg járn í eldinum og takmarkaðan tíma þá skila þeir ekki eins vönduðu verki og ella og seint mun sjá fyrir endann á því. Gallar leynast oft lengi og koma ekki fram fyrr en eftir ár og daga og kalla í fyllingu tímans á viðgerðir, endurbætur og við- hald. Það hefur verið nefnt að erlendir iðn- aðar- og verka- menn sem hér lögðu hönd á plóg hafi hvorki þekkt nægilega vel íslenska staðla, kröfur og reglur né íslensk vinnubrögð og veðurfar. Þess vegna hafi þeir ekki skilað eins vönduðu verki og íslenskir völundar. Það er ekki nýtt að þorpssálin kenni að- komumönnum um það sem aflaga fer, sbr. algengt niðurlag spellfrétta af landsbyggð- inni: „Grunur leikur á að aðkomumenn hafi verið á ferð.“ Í góðærinu hurfu flestir iðnaðarmenn og verktakar sem vettlingi gátu valdið í nýbyggingariðnaðinn og viðhaldsgeirinn skrapp saman. Erfitt var að fá góða og ábyrga verktaka til viðhaldsverka. Þess vegna má álykta að eitthvað sé um upp- söfnuð viðhaldsverkefni og eins að meira verði um viðhald vegna byggingargalla. Það er ljóst að viðhalds- og við- gerðariðnaðurinn fær enn meira í fangið á næstu árum vegna þessa. Hlutur hans verður stærri og þýð- ingar- meiri en ella. Í þenslunni miklu var þrautin þyngri að fá verktaka í viðhaldsverk. Grasið þótti grænna í nýbyggingum og viðhald húsa sat á hakanum. Nú er öldin önnur. Þeir verktakar sem áður fúlsuðu við viðhalds- verkum bítast nú um þau. Það er ljós í myrkrinu fyrir húseigendur að geta nú valið úr verktökum og náð góðum samn- ingum. Stjórnvöld hafa líka gert ráðstaf- anir til að hvetja til viðhalds og örva við- haldsgeirann með aukinni endurgreiðslu virðisaukaskatts (100% af vinnu á bygg- ingarstað) og skattaívilnun vegna við- haldskostnaðar. Og eins með því að auka og hækka viðhaldslán Íbúðarlánasjóðs. Að þessu leyti árar vel til viðhalds. En kreppan er viðsjárverð og kaldlynd kerling. Gefi hún með hægri þá hrifsar hún óðar með vinstri. Verktakar eru margir veikburða eftir áföll og hremm- ingar. Það skapar áhættu og óvissu fyrir viðsemjendur þeirra og kallar á vönduð vinnubrögð af hálfu húsfélaga. Þá fylgir sá böggull skammrifi að eigendur eiga yfirleitt ekki digra viðhaldssjóði né aðrar feitar fúlgur og allra síst á tímum kalda- kols. Lánamöguleikar eru ekki samir og fyrrum þegar gullið flóði. Peninga skortir víða til viðhalds og á því stranda mörg góð áform. Ef þeir eru ekki fyrir hendi er tómt mál að tala um viðhald þótt þörf sé brýn og aðstæður að öðru leyti ákjósanlegar. Sann- ast hér eina ferðina enn að Davíð Stefáns- son frá Fagraskógi fór með fleipur þegar hann kvað: „Það er sælt að vera fátækur, elsku Dísa mín.“ Það er þvert á móti graut- fúlt í viðhaldi sem öðru. Sjálfsagt hefur bæði „Dísu“ og „Dalakofanum“ verið við- halds vant. Það eru þó fleiri ljósleiftur í viðhaldsmál- unum. Ábyrgðarsjóður meistara- deildar byggingargreina innan Samtaka iðnaðarins var settur á laggirnar í fyrra eða hitteð- fyrra í því augnamiði að bæta vinnubrögð og auka gæði og skapa traust milli verktaka og húseigenda. Jafnframt hefur verið sett á fót úrskurðarnefnd á veg- um meistaradeildar bygg- ingarmanna innan Samtaka iðnaðarins, Húseigendafé- lagsins og Neytendasamtak- anna til að leysa úr ágrein- ingsmálum vegna verka sem hér um ræðir. Það er dýrt að draga viðhald og láta skeika að sköpuðu. Viðhald á ekki að vera skorpu- og áhlaupsvinna í nauðvörn heldur stöðugt og fyrirbyggjandi. Meistaradeild byggingargreina, klúbbur iðnmeistara innan Samtaka iðnaðarins.  sI klúbbur iðnmeisTara Meistaradeild í byggingariðnaði Öflugur þverfaglegur umræðuvettvangur og aukið samstarf félagsmanna í byggingargeiranum innan Samtaka iðnaðarins. F ormenn í fimm meist-arafélögum í bygg-ingariðnaði undirrit- uðu yfirlýsingu um að stofna Meistaradeild byggingar- greina. Um er að ræða klúbb iðnmeistara innan Samtaka iðnaðarins. Tilgangurinn er að skapa öflugan þverfag- legan umræðuvettvang og auka samstarf félagsmanna í byggingargreinum innan samtakanna. Um 25 iðnmeistarar og stjórnarmenn í meistara- félögum í byggingargreinum mættu á stofnfundinn. Fram- kvæmdastjóri SI kynnti aðdragandann að stofnun Meistaradeildarinnar og greindi frá ýmsum verkefn- um sem unnið hefur verið að hjá samtökunum og tengjast beint og óbeint hagsmuna- gæslu byggingariðnaðarins. Fundarmönnum var skipað í umræðuhópa sem ræddu hin ýmsu mál er tengjast byggingargreinun- um svo sem samskipti verk- kaupa og verktaka, opinber innkaup, menntamál, endur- reisn fjármálalífsins og staða byggingariðnaðarins við núverandi aðstæður í þjóð- félaginu. Að lokinni vinnu í um- ræðuhópum tóku margir fundarmanna til máls og lýstu ánægju sinni með þau verkefni sem unnið hefur verið að á vegum SI og fögn- uðu þessu skrefi. Ákveðið var að formenn meistara- félaganna skipuðu fyrstu stjórn Meistaradeildarinnar og fær hún það verkefni að móta starfið og setja því skipulagsramma. Friðrik Ágúst Ólafsson er tengiliður samtakanna við Meistaradeildina. 25 iðn- meistarar og stjórn- armenn í meistara- félögum á stofnfundi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.