Fréttatíminn - 11.03.2011, Blaðsíða 30
Virðing
Réttlæti
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS
Félagsfundur VR verður haldinn á Hilton Nordica Hótel
þriðjudaginn 15. mars nk. kl. 19:30.
Dagskrá:
1. Kynning frambjóðenda til trúnaðarstarfa fyrir félagið.
2. Fyrirspurnir og umræður.
Félagsmenn hvattir til að mæta.
Meistaradeildar-
leikurinn mun sitja
í Arsenal
Arnar Sveinn
Geirsson, lykil-
maður nýkrýndra
Reykjavíkurmeistara
Vals, er harður
stuðningsmaður
Arsenal. Hann hefur
fylgst með liðinu frá
blautu barnsbeini og uppáhalds-
leikmaður hans sem klæðst
hefur treyju félagsins er franski
snillingurinn Thierry Henry.
En hvernig leggst leikurinn á
laugardaginn í hann?
„Ég held að leikurinn verði
virkilega skemmtilegur. Ég spái
honum 2-0 fyrir Manchester.
Meistaradeildarleikurinn mun
sitja í Arsenal en síðan munu
þeir rísa upp og vinna deildina,“
segir Arnar Sveinn. Er hann
rýnir betur í leikinn sér hann
þó aukna möguleika fyrir sína
menn.
„Þetta er bikarleikur þar sem
bæði lið þurfa að sækja og vilja
vinna. Manchester United hefur
heimavöllinn svo að þeir hafa
kannski örlítið forskot hvað það
varðar. Annars verða mörkin
held ég nokkur og þó svo að ég
hafi spáð Manchester United
sigri getur það vel farið á hinn
veginn, þar sem Arsenal er oft
mjög gott þegar andstæðingur-
inn þarf að sækja líka.“
Chicarito mun
skora þrennu
Knattspyrnu- og
tónlistarmaðurinn
Guðmundur Reynir
Gunnarsson býst
við hörkuleik á
laugardaginn. Sem
stuðningsmaður
Manchester United
hefur hann þurft að horfa upp
S
kammt er stórra
högga á milli í ensku
knattspyrnunni. Um
síðustu helgi sáu
knattspyrnuáhuga-
menn lærisveina
Dalglish í Liverpool fara illa með
erkifjendur sína í Manchester Uni-
ted á Anfield Road. Nú á laugar-
daginn taka við átta liða úrslit FA-
bikarsins, elsta og einna þekktasta
bikarkeppni heims, þar sem allra
augu verða á leik Manchester Uni-
ted og Arsenal.
FA-bikarinn á rætur að rekja allt
til ársins 1871 – eða 140 ár aftur í
tímann. Fyrsta liðið til að hreppa
hnossið var Wanderers Football
Club, skipað skóladrengjum frá
Lundúnum, er það lagði Royal Eng-
ineers að velli 1-0 í miðjum mars-
mánuði að viðstöddum tvö þúsund
áhorfendum. Síðan þá hefur mikið
vatn runnið til sjávar og FA-bikar-
inn hefur vaxið og dafnað.
Manchester United hefur oftast
allra liða staðið uppi sem meistari
þessarar keppni, eða alls ellefu
sinnum. Arsenal fylgir fast á eftir
og vermir annað sæti listans með
tíu bikara í safninu. Ekki slæmur
árangur það.
Eftirminnilegasti leikurinn
á milli þessara liða í umræddri
keppni er án nokkurs efa seinni
undanúrslitaleikurinn árið 1999.
Sá fyrri hafði endað með marka-
lausu jafntefli og þar af leiðandi
þurfti að leika annan leik sem
háður var á Villa Park, heimavelli
Aston Villa.
Sjarmatröllið David Beckham
kom United-mönnum yfir á 17. mín-
útu leiksins með stórkostlegu skoti
í vinstra hornið langt fyrir utan
teig. David Seaman, þáverandi
liðsfélagi Beckhams hjá enska
landsliðinu, kom engum vörnum
við. Góð byrjun fyrir Rauðu djöfl-
ana og gaf góð fyrirheit um fram-
hald leiksins.
Arsenal-menn sóttu í sig veðrið
og á 69. mínútu leiksins skoraði
Dennis Bergkamp með góðu
skoti rétt fyrir utan teig. Markið
gaf leikmönnum Arsenal byr undir
báða vængi og skoruðu þeir meðal
annars mark sem dæmt var af
vegna rangstöðu og ekki batnaði
róðurinn fyrir leikmenn United
er Roy Keane fékk að fjúka út af
með rautt spjald – sennilega ekki
í fyrsta skipti á ferlinum. Það var
síðan á lokaandartökum leiksins,
þegar Ray Parlour fékk knöttinn
hægra megin í teignum, að Phil
Neville braut klaufalega á honum
og United fékk dæmda á sig víta-
spyrnu. Fyrrnefndur Bergkamp
tók hana en lét verja frá sér, sem
þýddi aðeins eitt: Uppbótartíma
þurfti til að knýja fram úrslit.
Í framlengingunni tók velski
galdramaðurinn Ryan Giggs
leikinn í sínar hendur. Eftir 109
mínútna leik gaf Patrick Vieira
feilsendingu úti á miðjum velli
og boltinn datt beint fyrir framan
fætur Giggs, sem lagði af stað upp
völlinn, lék á mann og annan áður
en hann þrumaði knettinum upp
í þaknetið, án þess að Seaman
kkæmi nokkrum vörnum við. Stór-
kostlegt mark sem hefur undan-
farin tólf ár verið ofarlega í hugum
margra.
Ekki er að furða að stuðnings-
menn beggja liða bíði í ofvæni eftir
leiknum á laugardaginn. Liðin
verma tvö efstu sæti ensku Úrvals-
deildarinnar og það kryddar leik-
inn enn frekar. Gaman verður að
sjá hvort United-menn tryggja sér
áframhaldandi þátttöku í keppn-
inni, og eygja þar af leiðandi enn
von um að ná þrennunni, eða hvort
strákarnir hans Arsené Wengers
láta úrslit vikunnar ekki trufla sig
og ná að slá út sigursælasta lið FA-
bikarsins frá upphafi.
riSaSlagur EnSki bikarinn
Manchester United og Arsenal mætast í átta liða úrslitum ensku bikarkeppninnar á
morgun, laugardag. Bæði lið hafa valdið vonbrigðum að undanförnu. United hefur
tapað tveimur leikjum í röð og Arsenal getur með tapi horft upp á þriðja titilmögu-
leika sinn gufa upp á undanförnum tíu dögum.
Blóðug
bikarbarátta
Ingólfur
Sigurðsson
ritstjorn@frettatiminn.is
Gömlu fjandmennirnir Wenger (til vinstri) og Ferguson. Heldur hefur þiðnað í sam-
skiptum þeirra í seinni tíð.
30 fótbolti Helgin 11.-13. mars 2011