Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.03.2011, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 11.03.2011, Blaðsíða 18
Vilhjálmur segist ekki telja rétt að lögreglan fái auknar rannsóknarheimildir til þess að berjast gegn skipulagðri glæpastarfsemi. „Dæmin sanna að lögreglunni er ekki einu sinni treystandi til að fara með þær rannsóknar- heimildir sem hún hefur nú, lögum samkvæmt,“ segir Vilhjálmur. Beiting eftirfararbúnaðar án dómsúrskurðar dæmd ólögmæt Vilhjálmur bendir á að áður en Héraðsdómur Reykja- víkur hafi úrskurðað um ólögmæta notkun lögreglunnar á eftirfararbúnaði án dómsúrskurðar hafi þessari rann- sóknaraðferð verið beitt um árabil. „Búnaðurinn var notaður ólöglega við rannsókn saka- mála í meira en tíu ár. Notkunin fékk ekki lagastoð fyrr en 1. janúar 2009.“ Vilhjálmur segir að eftir því sem hann komist næst hafi mest verið til þrjú eintök af eftirfarar- búnaðinum sem voru í stanslausri notkun. Hann segir að sé tíminn og fjöldi tækja hafður í huga megi hæglega gera ráð fyrir að þessari rannsóknaraðferð hafi verið beitt með ólögmætum hætti gegn tugum ef ekki hundr- uðum einstaklinga. „Það hefur hins vegar aðeins einn fengið tjón sitt bætt,“ segir Vilhjálmur og bendir á að ástæðan fyrir því að aðrir hafi ekki leitað réttar síns sé sú að þeim sé ekki kunnugt um að lögreglan hafi beitt þá ólögmætum rann- sóknaraðgerðum. „Þeim sem eftirfararbúnaðinum var beint gegn var ekki tilkynnt um rannsóknaraðgerðina þegar hún var yf- irstaðin, eins og lögreglu ber að gera samkvæmt grunn- reglum sakamálaréttarfars,“ segir Vilhjálmur. Fyrir ári sendi Vilhjálmur skriflega fyrirspurn til Rögnu Árnadóttur, þáverandi dómsmálaráðherra, þar sem meðal annars var farið fram á svör um hvernig stjór- nvöld ætluðu að bæta þeim aðilum tjón sitt sem urðu fyrir þessum „réttarbrotum lögreglunnar“. Ragna náði ekki að svara þessari fyrirspurn áður en hún yfirgaf stól dómsmálaráðherra og bíður það enn af- greiðslu í ráðuneytinu. Rétt er að taka fram að áður en notkun eftirfarar- búnaðar lögreglunnar án dómsúrskurðar var dæmdur ólögmætur, giltu um hann reglur frá ríkissaksóknara. Notkun búnaðarins var færð inn í lög um meðferð sakamála sem tóku gildi 1. janúar en í athugasemdum réttarfarsnefndar við lagafrumvarpið kemur fram að þessar rannsóknaraðgerðir fela í sér óvenjumikla skerð- ingu á friðhelgi einkalífs þeirra sem þær beinast að. „Það stafar ekki síst af því að með þessu móti er unnt að afla upplýsinga um daglegar athafnir fólks, á heimilum þess sem annars staðar, án vitundar þess. Segja má að hér sé gengið enn lengra í þá átt að skerða friðhelgi einka- lífs manna en þegar símtöl og önnur fjarskipti þeirra eru hleruð og þau tekin upp.“ Jón Kaldal jk@frettatiminn.is 85. grein laga um meðferð sakamála Upptökum af símtölum, hljóðupptökum, myndum eða öðrum upplýsingum, sem aflað er á þann hátt er greinir í 80.–82. gr., skal eyða jafnskjótt og þeirra er ekki lengur þörf, enda hafi þær ekki verið lagðar fyrir dóm. Sama gildir um afrit eða endurrit af þessum upplýsingum. Ef framangreind gögn hafa að geyma samtöl eða önnur samskipti sakbornings við verjanda sinn, svo og upplýsingar sem 2. mgr. 119. gr. tekur til, skal eyða þeim þegar í stað. Þegar aðgerð skv. 80.–82. gr. er lokið skal lögreglustjóri sjá um að þeim sem aðgerð beindist að, svo og eiganda eða umráða- manni fjarskiptatækis, húsnæðis eða farartækis, sé tilkynnt um aðgerðina svo fljótt sem verða má, þó þannig að það skaði ekki frekari rannsókn málsins. Skal héraðssaksóknari fylgjast sér- staklega með því að lögreglustjórar sinni þessari skyldu sinni. Í athugasemdum réttarfarsnefndar við þessa grein segir: „Lög- reglustjóri má fresta því að tilkynna um aðgerð telji hann að hún geti skaðað frekari rannsókn þess máls sem um er að tefla. Það þýðir að tilkynningin má ekki dragast lengur en þar til ákæra er gefin út og málið þingfest eða málinu lýkur með því að það er fellt niður eða fallið er frá saksókn. Frekari frestun tilkynningar er hins vegar óheimil, þar á meðal verður hún ekki réttlætt með því að það kynni að skaða rannsókn annarra mála ef maður fengi vitneskju um aðgerð sem beinst hefði gegn honum.“ Fjöldi einstakling sem voru undir eftirliti með földum eftir- fararbúnaði 2003 1 2004 0 2005 3 2006 5 2007 6 2008 5 Fjöldi einstaklinga sem voru beittir símahlerunum síðustu fimm ár 2006 80 2007 55 2008 84 2009 105 2010 95 Áður óbirtar tölur Ö gmundur Jónasson innanríkisráðherra er óvænt kominn í það hlut- verk að tala fyrir rýmk- uðum rannsóknarheim- ildum lögreglunnar, eftir að hafa verið harður gagnrýnandi slíkra hugmynda hingað til. Hann segir það fyllilega eðli- legt að fólk sperri eyrun og vilji ræða þessi mál. „Undarlegt væri að slíkar breytingar kölluðu ekki á umræðu í þjóðfélaginu, sérstaklega í ljósi þess sem á undan er gengið í þessu sambandi. Ég hef verið þátttakandi í þeirri umræðu meðal ann- arra,“ segir ráðherrann. Verður að taka þessa ógn alvarlega „Það sem hér er um að ræða er að rýmka rannsóknarheimildir gagnvart afmörkuðum brotaflokkum að upp- kveðnum dómsúrskurði. Við erum að tala um mjög þröngt svið. Við erum mjög fjarri ýmsum öðrum hugmyndum sem hér hafa verið viðraðar um að kom- ið verði á fót eins konar leyniþjónustu til að standa vörð um öryggi ríkisins, eins og það hefur verið orðað. Þar sem sjónum hefur verið beint sérstaklega að landráðum og ógn af stjórnmálalegum toga. Það sem við vitum er að á Íslandi er skipulögð glæpastarfsemi að færast í aukana. Ekki þarf að ræða þetta lengi til að fólk átti sig á við hvað er átt. Við sjáum þetta í fjölmiðlum og því miður þekkja of margir þetta af eigin reynslu eða einhverra sem standa þeim nærri. Það er einvörðungu gegn þeim hópum sem stunda slíka alvarlega glæpi sem þessar rannsóknir eiga að beinast.“ Það er augsýnilegt að margir sjá ekki mun á þessu sem þú kallar rýmkaðar heimildir og því sem hefur verið talað um sem forvirkar heimildir, þar á með- al ungliðahreyfingin í þínum flokki. Í hverju liggur munurinn? „Í mínum huga er um tvö grundvallar- atriði að ræða. Í fyrsta lagi er það dóms- úrskurðurinn; það er afdráttarlaust að hann skal vera til staðar. Hitt skiptir ekki síður máli, og það er viðfangs- efnið, að afmarka á afgerandi hátt það svið sem um er að ræða. Þetta er miklu þrengra svið sem um er að ræða. Hug- takið forvirkur á við að því leyti að við erum að tala um rannsókn gegn ein- staklingi til að koma í veg fyrir að hann fremji afbrot. Afbrotið hefur ekki verið framið. Þess vegna er þetta orð notað.“ Hvernig er hægt að dæma um að tiltek- inn einstaklingur ætli að fremja afbrot? Geta ekki allir fallið í þann flokk? „Við erum að tala um einstaklinga í hóp- um sem hafa það að yfirlýstu markmiði að stunda glæpastarfsemi.“ En þessu hafa meðlimir Hells Angels á Íslandi ekki lýst yfir. Þeir hafa þvert á móti ítrekað sagt að þeir séu ekki glæpa- samtök. „Það er eins og hvert annað rugl. Reynslan sýnir annað enda eru þessi samtök skilgreind erlendis í samræmi við það sem sannast hefur upp á þau og það er skipulögð glæpastarfsemi. Það er yfirlýst markmið þeirra að standa utan laga og réttar. Hvers vegna heldur þú að hópur kalli sig Outlaws, Útlaga? Það er vegna þess að þeir vilja standa utan samfélagsins.“ Nafnið eitt dugar tæplega. Ég held að það sé til kántríhljómsveit sem heitir Út- lagarnir. „Við vitum að það eru alvarleg mál á seyði hjá þessum hópum. Mér finnst að samfélagið verði að taka þessa ógn alvarlega. Það er hlutverk löggæslunn- ar og okkar sem samfélags að halda í höndina hvert á öðru. Ætlum við ekkert að gera í því ef tiltekinn hópur manna hefur viðurværi sitt af því að stunda mansal, vopnasmygl, sölu á hörðum eiturlyfjum og ofbeldi? Ætlum við að éta það hrátt þegar þessir menn segja: Við erum friðelskandi fólk sem á ekki í stríði við neinn? Það eru í gildi hegningarlög í landinu sem eiga við öll þessi brot sem þú nefnir. Þú telur sem sagt að þau dugi ekki til að eiga við samtök á borð við Hells Angels? „Lögin duga sem rammi utan um það sem má og ekki má. Hér erum við að tala um þörf til að rannsaka skipulagða brotastarfsemi hópa sem hafa lífsvið- urværi sitt af glæpum og ofbeldi. Rann- sóknarheimildirnar eru til þess ætlaðar að koma lögum yfir þessa menn. Síð- an er á hitt að líta að þeir sem fremja verknaðinn eru ekki endilega hinir sömu og eru ábyrgir fyrir honum. Ef við einblínum á einstaklinginn sem fremur glæpinn náum við aldrei til þeirra sem raunverulega stýra brotastarfseminni.“ Misheppnuð barátta á öðrum Norðurlöndum Eru þessar heimildir sambærilegar við þær sem lögreglan, og eftir atvikum leyni- þjónustur, í nágrannalöndunum hafa? „Það er sumt sambærilegt, nema þetta gengur miklu skemmra. Við erum ekki að stíga það skref sem aðrar Norður- landaþjóðir hafa gert með því að koma á fót leyniþjónustu til að vernda það sem kallað er öryggishagsmunir ríkisins. Slíkar leyniþjónustur fara að hluta til með það hlutverk að sporna við skipu- lagðri glæpastarfsemi en hafa auk þess miklu víðtækara, og í mínum huga vafa- samara, hlutverk.“ Finnst þér að yfirvöldum annars staðar á Norðurlöndunum hafi lukkast vel að stemma stigu við útbreiðslu vélhjólahópa sem hafa orðið uppvísir að skipulagðri glæpastarfsemi? „Nei, þeim hefur ekki tekist að gera það. Það er ekki til nein ein patent- lausn.“ Staðreyndin er sem sagt sú að þrátt fyrir mun rýmri heimildir en hafa verið boð- aðar hér, hefur yfirvöldum á öðrum Norð- urlöndum alls ekki tekist að hafa stjórn á starfsemi þessara hópa. Af hverju heldur þú að íslenskum lögregluyfirvöldum tak- ist það með þrengri heimildum? „Ég er ekki að halda því fram að okkur muni takast þetta betur en öðrum. Lög- regluyfirvöld á Norðurlöndum hafa gert sitt til að halda aftur af þessum hópum og þrengja að þeim. Við erum að fá þennan vanda núna til Íslands og því þarf að grípa til ráðstafana. Spurningin í mínum huga er hvernig ástandið væri Ekki drög að leyniþjónustu Hugmyndir um rýmkaðar rannsóknarheimildir lögreglu hafa verið umdeildar. Í viðtali við Jón Kaldal útskýrir Ögmundur Jónasson af hverju hann telur slíkar heimildir nauðsynlegar og að hann hyggst búa svo um hnútana að sem minnst hætta verði á misnotkun þeirra. Ljósmyndir/Hari 18 fréttaskýring Helgin 11.-13. mars 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.