Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.03.2011, Blaðsíða 52

Fréttatíminn - 11.03.2011, Blaðsíða 52
32 viðhorf Helgin 11.-13. mars 2011 Austurströnd 3, 170 Seltjarnarnesi. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is. Auglýsinga- stjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. Ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs tók við afleitu búi við erfiðari aðstæður en dæmi eru um í lýðveldissögunni. Efnahagshrun hafði orðið í samfélaginu og siðferðishrun að hluta. Byltingarástand ríkti sem varð til þess að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar hraktist frá völdum. Í kjölfar minnihlutastjórnar vinstri flokkanna tveggja, sem Framsóknarflokkurinn varði falli, og kosninga fengu þeir meirihluta á Alþingi sem eðlilega leiddi til ríkisstjórnar- samstarfs. Við aðstæður sem þessar er ríkisstjórn nauðbeygð til að grípa til óvinsælla aðgerða, í senn gjaldahækkana og niður- skurðar. Sú leið er vandrötuð og getur ekki orðið annað en umdeild. Sumt hefur ríkis- stjórninni tekist bærilega. Þótt talsverðan tíma tæki að ná niðurstöðu í meðferð geng- islána einstaklinga má segja að eins sanngjörn niðurstaða og mögulegt var hafi náðst. Annað hefur gengið miður. Frumkvæði hefur skort í atvinnuuppbygg- ingu. Það hefur haft það í för með sér að ónógur árangur hefur náðst í mesta vanda þessa kreppuhrjáða samfélags, atvinnu- leysinu. Óleyst er stefnumörkun í sjávarút- vegi svo að fyrirtæki þar nái að horfa fram á veginn. Stjórnlagaþingsmálið hefur snúist upp í klúður og alþekktur er tröppugangur Icesave-málsins alræmda, sem ríkisstjórnin fékk að sönnu í arf. Verst er þó að ríkisstjórnin hefur trauðla nauðsynlega tiltrú almennings. Hana skortir afl til þeirrar leiðsagnar sem krefjast verður. Ríkastar kröfur verður að gera til forsætis- ráðherra hverju sinni. Tæpast verður sagt að Jóhanna Sigurðardóttur standi undir þeim væntingum, þrátt fyrir langa þing- reynslu. Afstöðu til forsætisráðherrans má meðal annars lesa út úr skoðanakönnun sem MMR, Markaðs- og miðlarannsóknir, birtu í gær. Einungis 5,4% þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni telja forsætisráðherrann vera í tengslum við almenning. Hvað þetta varðar er staða hins ríkisstjórnarforingjans skárri en engu að síður óviðunandi, aðeins 9,5% aðspurðra telja Steingrím J. Sigfússon vera í tengslum við almenning. Tæpur þriðjungur telur hann hins vegar sterkan einstakling enda hefur fjármálaráðherrann frekar virst draga vagninn en forsætisráðherrann. Leiðtogunum hefur mistekist að blása þjóð sinni bjartsýni og baráttuanda í hug. Við það verður ekki unað. Ekki bætir úr skák að könnun MMR sýnir að almenningur hefur engu meiri trú á foringjum stjórnar- andstöðunnar. Það er pattstaða. Endurnýj- unar er því þörf. Við slíkar aðstæður eru kosningar eðlileg krafa, í þeirri von þó að spéfuglar taki ekki við þjóðarskútunni. Þar hræða Reykjavíkursporin. Endurnýjunar er þörf Tiltrú og leiðsögn skortir R Í byrjun mars sagði varnarmálaráð-herra Þýskalands, Karl zu Gutten-berg, af sér ráðherraembætti og skömmu síðar gaf hann eftir þingsæti sitt. Ástæðan var að hann hafði verið staðinn að ritstuldi í doktorsritgerð sinni. Það áhugaverðasta við þetta mál er að aðalsmaðurinn Guttenberg var og er afskaplega vinsæll stjórnmála- maður og jafnvel eftir að ritstuldurinn komst upp stendur enn stærsti hluti kjósenda á bak við hann. Það voru afar hörð viðbrögð háskólasamfélagsins sem ráku hann úr embætti. Yfir 20.000 doktorar og doktorsnemar skrifuðu undir yfirlýsingu til kanslarans, An- gelu Merkel, þar sem bent var á að þau hefðu þurft eða væru að leggja mikið á sig til að vinna sér inn doktorstitil, hæstu akademísku gráðuna sem veitt er við þýska háskóla. Að auki dró Há- skólinn í Bayreuth doktorstitilinn til baka og sakaði Guttenberg opinberlega um svik. Nú er það svo að Guttenberg getur vart talist fræði- maður, heldur er hann stjórnmálamaður af voldugum ættum og ætlaði sér örugglega ekki að nota doktors- titilinn til annars en að bæta dr. framan við sitt annars langa nafn, Karl Theodor Maria Nikolaus Johann Ja- cob Philipp Franz Joseph Sylvester Freiherr von und zu Guttenberg. Það að háskólasamfélagið hafi samt risið upp gegn atvinnupólitíkusinum, sem svindlaði sér inn akademíska gráðu, og haft betur gegn megin- þorra alþýðu og stjórnvöldum, er merki um ákveðna virðingu sem há- skólasamfélagið virðist hafa í þýsku samfélagi. Mikið er samanburðurinn við ís- lenskt samfélag sorglegur, þar sem prófessor við háskóla hér á landi gekk frá töpuðu hæstaréttarmáli varðandi ritstuld án þess að þurfa að óttast eftirmál af hendi vinnuveitanda síns. Þetta dæmi er enn verra í því sam- hengi að rektor sama skóla hefur talað ötullega fyrir því að skólinn stefni á að verða einn af þeim hundrað bestu í heiminum. Með þeim vinnubrögðum sem rektor gerðist sek um í þessu máli væri líklegra að skólinn kæmist á svartan lista yfir skóla sem ekki virtu heiðarleg vinnubrögð og heillyndi í vísindastarfi. Langflestir fræðimenn á Íslandi stunda sín fræði af heilindum og það virðingarleysi sem þeim var sýnt með því að stærsta menntastofnun landsins samþykkti ritstuld prófessors sem skað- lausa yfirsjón, er með ólíkindum. Til þess að skapa betra samfélag hér á landi er nauðsynlegt að menn beri ábyrgð á sínum gerðum og að ákveðinnar fag- mennsku sé krafist. Það að skipa aftur í kjörnefnd formann kjörnefndar, sem klúðraði stjórnlagaþings- koningunum svo illa að þær voru dæmdar ógildar, er til dæmis skref í ranga átt. Ólík viðbrögð á Íslandi og í Þýskalandi Um ritstuld Dr. Sigurður F. Hafstein dósent í stærðfræði við Háskólann í Reykjavík Leiðtogunum hefur mistekist að blása þjóð sinni bjartsýni og baráttuanda í hug. Spyrnur og stýrishlutir í flestar gerðir bíla. www.kistufell.com Langflestir fræðimenn á Íslandi stunda sín fræði af heilindum og það virðingarleysi sem þeim var sýnt með því að stærsta menntastofnun lands- ins samþykkti ritstuld prófessors sem skaðlausa yfirsjón, er með ólíkindum. Skrifstofuherbergi til leigu Skrifstofuherbergi / vinnuherbergi til leigu í Skútuvogi. upplýsingar í síma: 692-3457 Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.