Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.03.2011, Page 52

Fréttatíminn - 11.03.2011, Page 52
32 viðhorf Helgin 11.-13. mars 2011 Austurströnd 3, 170 Seltjarnarnesi. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is. Auglýsinga- stjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. Ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs tók við afleitu búi við erfiðari aðstæður en dæmi eru um í lýðveldissögunni. Efnahagshrun hafði orðið í samfélaginu og siðferðishrun að hluta. Byltingarástand ríkti sem varð til þess að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar hraktist frá völdum. Í kjölfar minnihlutastjórnar vinstri flokkanna tveggja, sem Framsóknarflokkurinn varði falli, og kosninga fengu þeir meirihluta á Alþingi sem eðlilega leiddi til ríkisstjórnar- samstarfs. Við aðstæður sem þessar er ríkisstjórn nauðbeygð til að grípa til óvinsælla aðgerða, í senn gjaldahækkana og niður- skurðar. Sú leið er vandrötuð og getur ekki orðið annað en umdeild. Sumt hefur ríkis- stjórninni tekist bærilega. Þótt talsverðan tíma tæki að ná niðurstöðu í meðferð geng- islána einstaklinga má segja að eins sanngjörn niðurstaða og mögulegt var hafi náðst. Annað hefur gengið miður. Frumkvæði hefur skort í atvinnuuppbygg- ingu. Það hefur haft það í för með sér að ónógur árangur hefur náðst í mesta vanda þessa kreppuhrjáða samfélags, atvinnu- leysinu. Óleyst er stefnumörkun í sjávarút- vegi svo að fyrirtæki þar nái að horfa fram á veginn. Stjórnlagaþingsmálið hefur snúist upp í klúður og alþekktur er tröppugangur Icesave-málsins alræmda, sem ríkisstjórnin fékk að sönnu í arf. Verst er þó að ríkisstjórnin hefur trauðla nauðsynlega tiltrú almennings. Hana skortir afl til þeirrar leiðsagnar sem krefjast verður. Ríkastar kröfur verður að gera til forsætis- ráðherra hverju sinni. Tæpast verður sagt að Jóhanna Sigurðardóttur standi undir þeim væntingum, þrátt fyrir langa þing- reynslu. Afstöðu til forsætisráðherrans má meðal annars lesa út úr skoðanakönnun sem MMR, Markaðs- og miðlarannsóknir, birtu í gær. Einungis 5,4% þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni telja forsætisráðherrann vera í tengslum við almenning. Hvað þetta varðar er staða hins ríkisstjórnarforingjans skárri en engu að síður óviðunandi, aðeins 9,5% aðspurðra telja Steingrím J. Sigfússon vera í tengslum við almenning. Tæpur þriðjungur telur hann hins vegar sterkan einstakling enda hefur fjármálaráðherrann frekar virst draga vagninn en forsætisráðherrann. Leiðtogunum hefur mistekist að blása þjóð sinni bjartsýni og baráttuanda í hug. Við það verður ekki unað. Ekki bætir úr skák að könnun MMR sýnir að almenningur hefur engu meiri trú á foringjum stjórnar- andstöðunnar. Það er pattstaða. Endurnýj- unar er því þörf. Við slíkar aðstæður eru kosningar eðlileg krafa, í þeirri von þó að spéfuglar taki ekki við þjóðarskútunni. Þar hræða Reykjavíkursporin. Endurnýjunar er þörf Tiltrú og leiðsögn skortir R Í byrjun mars sagði varnarmálaráð-herra Þýskalands, Karl zu Gutten-berg, af sér ráðherraembætti og skömmu síðar gaf hann eftir þingsæti sitt. Ástæðan var að hann hafði verið staðinn að ritstuldi í doktorsritgerð sinni. Það áhugaverðasta við þetta mál er að aðalsmaðurinn Guttenberg var og er afskaplega vinsæll stjórnmála- maður og jafnvel eftir að ritstuldurinn komst upp stendur enn stærsti hluti kjósenda á bak við hann. Það voru afar hörð viðbrögð háskólasamfélagsins sem ráku hann úr embætti. Yfir 20.000 doktorar og doktorsnemar skrifuðu undir yfirlýsingu til kanslarans, An- gelu Merkel, þar sem bent var á að þau hefðu þurft eða væru að leggja mikið á sig til að vinna sér inn doktorstitil, hæstu akademísku gráðuna sem veitt er við þýska háskóla. Að auki dró Há- skólinn í Bayreuth doktorstitilinn til baka og sakaði Guttenberg opinberlega um svik. Nú er það svo að Guttenberg getur vart talist fræði- maður, heldur er hann stjórnmálamaður af voldugum ættum og ætlaði sér örugglega ekki að nota doktors- titilinn til annars en að bæta dr. framan við sitt annars langa nafn, Karl Theodor Maria Nikolaus Johann Ja- cob Philipp Franz Joseph Sylvester Freiherr von und zu Guttenberg. Það að háskólasamfélagið hafi samt risið upp gegn atvinnupólitíkusinum, sem svindlaði sér inn akademíska gráðu, og haft betur gegn megin- þorra alþýðu og stjórnvöldum, er merki um ákveðna virðingu sem há- skólasamfélagið virðist hafa í þýsku samfélagi. Mikið er samanburðurinn við ís- lenskt samfélag sorglegur, þar sem prófessor við háskóla hér á landi gekk frá töpuðu hæstaréttarmáli varðandi ritstuld án þess að þurfa að óttast eftirmál af hendi vinnuveitanda síns. Þetta dæmi er enn verra í því sam- hengi að rektor sama skóla hefur talað ötullega fyrir því að skólinn stefni á að verða einn af þeim hundrað bestu í heiminum. Með þeim vinnubrögðum sem rektor gerðist sek um í þessu máli væri líklegra að skólinn kæmist á svartan lista yfir skóla sem ekki virtu heiðarleg vinnubrögð og heillyndi í vísindastarfi. Langflestir fræðimenn á Íslandi stunda sín fræði af heilindum og það virðingarleysi sem þeim var sýnt með því að stærsta menntastofnun landsins samþykkti ritstuld prófessors sem skað- lausa yfirsjón, er með ólíkindum. Til þess að skapa betra samfélag hér á landi er nauðsynlegt að menn beri ábyrgð á sínum gerðum og að ákveðinnar fag- mennsku sé krafist. Það að skipa aftur í kjörnefnd formann kjörnefndar, sem klúðraði stjórnlagaþings- koningunum svo illa að þær voru dæmdar ógildar, er til dæmis skref í ranga átt. Ólík viðbrögð á Íslandi og í Þýskalandi Um ritstuld Dr. Sigurður F. Hafstein dósent í stærðfræði við Háskólann í Reykjavík Leiðtogunum hefur mistekist að blása þjóð sinni bjartsýni og baráttuanda í hug. Spyrnur og stýrishlutir í flestar gerðir bíla. www.kistufell.com Langflestir fræðimenn á Íslandi stunda sín fræði af heilindum og það virðingarleysi sem þeim var sýnt með því að stærsta menntastofnun lands- ins samþykkti ritstuld prófessors sem skaðlausa yfirsjón, er með ólíkindum. Skrifstofuherbergi til leigu Skrifstofuherbergi / vinnuherbergi til leigu í Skútuvogi. upplýsingar í síma: 692-3457 Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.