Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.03.2011, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 11.03.2011, Blaðsíða 2
Er þinn auður í góðum höndum? Okkar viðskiptavinir velja óháðan aðila sem hefur skynsemi og áhættumeðvitund að leiðarljósi. Komdu með séreignarsparnaðinn til Auðar. Borgartúni 29 S. 585 6500 www.audur.is É g get staðfest það að tilboði frá okkur var hafnað. Annars tjái ég mig ekki um þetta mál,“ segir Rakel Sveins- dóttir hjá Creditinfo Group, spurð um tilboð sem félagið gerði í Capacent í síðasta mánuði. Heimildir Fréttatímans herma að tilboðið hafi hljóðað upp á tæpar þrjú hundruð milljónir eða tífalt hærri upphæð en starfsmennirnir fyrrverandi borguðu fyrir rekstur Capacents fyrir nokkrum mánuðum, rétt áður en félagið fór á hausinn undir nafninu GH1 ehf. Starfs- mennirnir borguðu þrjátíu milljónir fyrir reksturinn og skildu skuldir upp á hundruð miljóna eftir í hinu gjaldþrota félagi. Guðrún Helga Brynleifsdóttir, skipta- stjóri þrotabús GH1 ehf., hefur farið fram á lögbann á notkun nafnsins Capacent og er það mál fyrir dómstólum eftir að sýslumað- urinn í Reykjavík hafnaði lögbannsbeiðn- inni. Jafnframt hefur Guðrún Helga krafist innsetningar á eignum félagsins fyrir dómi. Fréttablaðið greindi jafnframt frá því í síðustu viku að hún vildi lögreglurannsókn á kaup- unum síðastliðið haust. Guðrún Helga segir í samtali við Fréttatím- ann að hún muni krefjast riftunar á kaupum fyrrverandi starfsmanna á rekstri Capacents fyrir dómi um leið og þau tvö mál, sem nú eru til umfjöllunar hjá dómstólum, eru til lykta leitt. Hún telur kaupverðið alltof lágt enda segist hún vera studd af tveimur kauptilboð- um sem séu margfalt hærri og áþekk að upp- hæðum. Hún vill þó ekki gefa upp nöfn þeirra sem lagt hafa fram tilboð né heldur upphæðir. Eins og áður sagði er Creditinfo með annað tilboðið og eftir því sem Fréttatíminn kemst næst er hitt tilboðið frá tveimur fyrrverandi framkvæmdastjórum Íslandsbanka sem er stærsti kröfuhafinn í þrotabú GH1. Það tilboð er í þrotabúið sjálft og getur Guðrún Helga því ekki tekið afstöðu til þess fyrr en til þess kemur að búið vinni riftunarmál gegn starfs- mönnunum fyrrverandi. oskar@frettatiminn.is Tífalt hærra tilboði í Capacent hafnað Fyrrum starfsmenn Capacent, sem keyptu rekstur félagsins síðastliðið haust á umdeildan hátt, rétt áður en það fór í gjaldþrot, höfnuðu tilboði í félagið frá Creditinfo. Skiptastjóri þrotabúsins vill rifta kaupunum og hefur farið fram á lögbann á notkun nafnsins Capacent.  viðskipti Kaup fyrrverandi starfsmanna Capacents á rekstri félagsins eru meira en lítið umdeild. Hún telur kaupverðið alltof lágt enda segist hún vera studd af tveimur kaup- tilboðum sem séu marg- falt hærri og áþekk að upphæðum. Rakel Sveinsdóttir hjá Creditinfo Group segir sitt fyrirtæki hafa lagt inn tilboð í Capacent sem hafi verið hafnað.  ferðalög Mótorhjólaklúbbar Mætir í fullum Hells Angels-herklæðum í Leifsstöð Forsprakki MC Iceland kemur frá Danmörku á föstudag, merktur Hells Angels í bak og fyrir. Í slenska mótorhjólagengið MC Iceland hefur öðlast inngöngu í Hells Angels. Búið er að merkja félagsheimili gengisins í Hafnar- firði upp á nýtt og að því er Frétta- tíminn kemst næst hafa meðlimir MC Iceland dvalið í Danmörku undanfarna daga þar sem þeir hafa fengið Hells Angels-merk- ingar á jakka sína. Stefnan mun svo vera að þeir gangi í fullum skrúða undir forystu foringja síns, Einars „Boom“ Marteinssonar, í gegnum Leifsstöð í dag, föstudag. Einar vildi ekki tjá sig um málið, þegar Fréttatíminn náði tali af honum í Kaupmannahöfn, að öðru leyti en því að hann væri staddur í kóngsins Köben. Lögreglan á Suðurnesjum mun ekki verða með sérstakan viðbúnað vegna komu MC Iceland-manna til landsins. „Samtökin eru ekki ólögleg þannig að við aðhöfumst ekki neitt nema þeir brjóti af sér,“ hljómaði svarið frá lögrelgunni. Töluvert var fjallað um það í fjölmiðlum um síðustu helgi að norska lögreglan stöðvaði för átta manna úr MC Iceland á Gardermo- en-flugvelli við Ósló á föstudaginn var. Talið var að þeir væru á leið í vígsluathöfn hjá hinum norska armi Hells Angels og voru þeir stoppaðir í flugstöðinni. Þeim var haldið í einangrun fram á sunnu- dagskvöld þegar þeir voru sendir heim til Íslands. Ítarleg fréttaskýr- ing um meðferð lögreglunnar á núverandi rannsóknarheimildum sem varða einkalíf fólks er á síðum 14, 16 og 18. -óhþ Einar „Boom“ Marteinsson er forsprakki hinna íslensku Hells Angels-samtaka. Ljósmynd/Hari Samtökin eru ekki ólögleg þannig að við aðhöf- umst ekki neitt ... Kaupþingsmenn lausir úr haldi Öllum þeim sem handteknir voru í fyrradag af bresku efnahagsbrotadeildinni og embætti sérstaks saksóknara hér vegna rannsóknar á málefnum Kaupþings, alls níu manns, var sleppt eftir yfirheyrslur í fyrrakvöld. Tryggingar var krafist en ekki gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir mönnunum. Breska efnahagsbrotadeildin, SFO, hand- tók Sigurð Einarsson, fyrrum starfandi stjórnarformann Kaupþings, Ármann Þorvaldsson, fyrrum forstjóra Kaup- thing Singer & Friedlander, Guðna Níels Aðalsteinsson, fyrrum framkvæmda- stjóra fjárstýringar Kaupþings, Robert Tchenguiz, stærsta einstaka skuldara Kaupþings, og bróður hans og samstarfs- félaga, Vincent Tchenguiz, auk tveggja einstaklinga sem tengjast og hafa starfað með Tchenguiz-bræðrum. Sérstakur saksóknari á Íslandi handtók Bjarka H. Diego, fyrrum framkvæmdastjóra út- lánasviðs Kaupþings, og Guðmund Þór Gunnarsson, viðskiptastjóra á útlánasviði Kaupþings. Yfirheyrslur héldu áfram hjá sérstökum saksóknara í gær. -jh Tíunda „Food and Fun“ hátíðin Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra var ein af þeim sem opnuðu tíundu „Food and Fun“ matarhátíðina sem stendur til sunnudagsins 13. mars. „Hátíðin er ein af skrautfjöðrunum í vetrarferðamennsku í Reykjavík og hefur fyrir löngu skapað sér alþjóðlegan sess. Sextán veitinga- hús taka þátt í hátíðinni að þessu sinni. Fyrirkomulagið verður með nýjum hætti. Veitingahúsunum verður skipt í þrjá riðla. Stór dómnefnd mun borða á öllum veitingastöðunum og velja eitt veitinga- hús úr hverjum riðli,“ segir í tilkynningu iðnaðarráðuneytisins. Gestakokkar veitingahúsanna þriggja munu svo keppa um titilinn „Matreiðslumeistari Food and Fun 2011“. Hafnar 87 milljarða kröfu Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað 463 milljóna punda, rúmlega 87 milljarða króna, kröfu dótturfélags Kaupþings á eyjunni Mön í bú Kaupþings banka, að því er mbl.is greinir frá. Krafan var lögð fram á grundvelli ábyrgðaryfirlýsingar sem Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings á Íslandi, gaf í september 2007. Samkvæmt ábyrgðaryfirlýsingunni ábyrgðist Kaup- þing banki hf. lögmætar skuldbindingar Kaupthing Singer & Friedlander Isle of Man Limited sem ekki fengjust greiddar með eignum félagsins á Mön. Yfirlýsingin var gefin út í tengslum við áform bankans á Mön um að kaupa fjármálafyrirtæki þar og færa þannig út kvíarnar. Slitastjórn Kaup- þings hafnaði kröfunni og taldi að Ingólfur Helgason hefði farið út fyrir umboð sitt þegar hann skrifaði undir ábyrgðaryfir- lýsinguna. Héraðsdómur tók undir þetta og sagði að ekkert í gögnum málsins benti til þess að stjórn Kaupþings hefði haft vitneskju um yfirlýsinguna. -jh Gnarr með persónutöfra en Jóhanna ekki Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra er helst talin vera ákveðin (26,9%) og standa við eigin sannfæringu (26,6%). 5,4% töldu hana vera í tengslum við almenning og 1,8% töldu hana gædda persónutöfrum. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem MMR birtir á síðu sinni. Tæpur þiðjungur þeirra sem tóku afstöðu sögðu Jón Gnarr borgarstjóra gæddan persónutöfrum (29,5%) eða heiðarlegan (28,8%) og um fjórðungur sagði hann í tengslum við almenning (23,7%). Um og yfir fimm prósent þeirra sem tóku afstöðu töldu Jón sterkan einstakling (5,6%) eða ákveðinn (5,0%). Þá sögðu 36,6% þeirra sem tóku afstöðu Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra vera ákveðinn, 29,2% töldu hann sterkan einstakling. Tæpur fimmtungur þeirra sem tóku afstöðu sögðu Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, gæddan persónutöfrum (19,4%) og 17,1% sagði Bjarna vera sterkan einstakling. -jh 2 fréttir Helgin 11.-13. mars 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.