Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.03.2011, Blaðsíða 60

Fréttatíminn - 11.03.2011, Blaðsíða 60
 MatartíMinn SaltfiSkur er hreyfiafl Sögunnar S egja má að eftir lok land-námsaldar hafi atvinnulíf landsmanna haft þrjár stoðir, svipað og var draumur manna þús- und árum síðar. Fyrsta stoðin var landbúnaður, en sú atvinnugrein var þá þegar í hnignun vegna hruns landgæða með eyðingu skóga og uppblæstri lands. Afleiðingar þessa komu þó ekki að fullu fram vegna arðs af Grænlandsverslun, sem var hin önnur stoð. Þriðja stoðin var síðan þorskveiðar, skreiðarvinnsla og útflutningur til Björgvinjar. Þar rann skreiðin inn í sölukerfi Hansa- kaupmanna fyrir þorsk frá Lófóten og hríslaðist niður eftir norðan- verðri Evrópu. Allt leit þetta ágætlega út þar til allt varð á skömmum tíma ógæfu Íslands að vopni. Áhrif kólnunar á norðurhveli ýtti enn frekar undir hrörnun búskapar. Í lok krossferða minnkaði eftirspurn eftir náhvelis- hornum og opnaði aftur fyrir við- skipti Evrópumanna við Afríku. Þar með jókst framboð á fílabeini og rostungstennur féllu í verði. Svarti- dauði dró um svipað leyti úr eftir- spurn eftir mat í Evrópu og Hansa- kaupmenn höfðu þá enga þörf fyrir viðbótarskreið af Íslandsmiðum. Landinu og miðunum lokað Þegar svartidauði kom síðar til Ís- lands safnaðist auður á færri hend- ur og öflugustu auðmennirnir og biskupsstólarnir höfðu styrk til að byggja aftur upp hafskip til veiða og útflutnings. En þetta tímabil varði ekki nægilega lengi til að þéttbýli festi rætur við strendurnar. Auðæf- in dreifðust aftur í gegnum erfðir og vinnsla sjávarfangs til útflutn- ings lagðist af. Bændur höfðu að- eins bolmagn til að stunda veiðar til eigin þarfa. Síðasta tækifæri Íslendinga til að fá arðinn af Íslandsmiðum inn í samfélagið kom þegar Hansa-kaup- menn ætluðu að byggja hér upp um- fangsmikla skreiðarvinnslu. Bænd- ur sáu að þeir gátu ekki keppt við sjávarbyggðir um vinnuafl, enda landbúnaðurinn þá kominn niður á hnén og gat í raun engin laun greitt. Bændur nýttu þá pólitískt afl sitt og bönnuðu útlendum mönnum vetur- setu á Íslandi og innlendum mönn- um búsetu í verum nema þeim sem ættu þrjú hundruð fjár. Þar með var miðunum lokað fyrir Íslendingum og arðurinn af þeim rann til upp- byggingar byggða á austurströnd Bretlands, á Bretagne-skaga, í Baskalöndum. Á Íslandi var tekin upp útgáfa þrælahalds með vistar- böndum, banni við barneignum vinnufólks og öðrum níðingsskap í nafni gamalla gilda. Fiskur úr norðri, salt að sunnan Sögulega tilheyrir salt frekar suð- lægum slóðum en norðrinu. Í suðr- inu er meira knýjandi að verja mat skemmdum vegna hita. Og af sömu ástæðu er auðveldara að vinna salt í suðrinu. Sólin sér um verkið. Við- skipti með skreið suður eftir Evr- ópu opnaði fyrir saltverslun öfuga leið. Og þar sem hægt var að vinna saltfisk um borð í fiskiskipum en ekki skreið varð saltfiskurinn helsta sávarafurð Norður-Atlants- hafsins. Og þar sem bændur höfðu stimplað Íslendinga út úr þróun Evrópu, misstu þeir af saltinu. Á Íslandi einangraðist hið súra mið- aldaeldhús. En það var ekki aðeins þorskur- inn af Íslandsmiðum sem opnaði verslunarleiðir. Með öflugri skipum opnaðist ofgnótt Stórabanka undan Nýfundnalandi og saltfiskur flæddi yfir eyjar Karíbahafsins jafnt sem Suður-Evrópu. Og á móti kom syk- ur og aðrar nýlenduvörur til Evrópu og vín, ólívuolía og aðrar dásemdir Miðjarðarhafsins rötuðu til Eng- lands og annarra norðlægra landa. Kærðu sig ekki um atvinnu- byltingu Mörgum öldum seinna steypti Jör- undur hundadagakóngur danska nýlenduvaldinu í Reykjavík. Hann setti saltfisk í skjaldarmerki sitt. Það var tákn erindis hans; að Ís- lendingar fengju notið arðsins af miðunum í kringum landið. En Ís- lendingar föttuðu þetta ekki. Þeim fannst Jörundur hálfgerður grín- karl. Það er síðan ekki fyrr en í blá- lok nítjándu aldar sem Íslending- ar fara að verka saltfisk. Og á upp- hafsáratugum þeirrar tuttugustu gerast þeir stórvirkir. Þeir demba saltfiski yfir Evrópumarkað; auka framboðið um 40 prósent og fella verðið um næstum 50 prósent. Þetta eru nýlendumenn sem miða á magn en ekki gæði. Og þar liggj- um við enn. Brandade og hvunndags-saltfiskur  uppSkriftir Með SuðrænuM blæ  SaltfiSkStriMlar Þórir Bergsson og Gunnar Smári Egilsson matur@frettatiminn.is 40 matur Helgin 11.-13. mars 2011 Vinnsla á saltfiski byggist á svipuðum lögmálum og vinnsla Parma-skinku og annarrar þurrskinku. Fyrst er fiskurinn saltaður og síðan þurrkaður. Salt- ið á yfirborðinu hindrar aðgang utanaðkomandi örvera að fisk- holdinu. Fyrir innan veldur saltið annars vegar og hins vegar efni í fiskinum sjálfum umbreytingu á fiskholdinu, sambærilegri við kæsingu þurrskinku eða salami. Saltið dregur vökva úr fiskinum og dregur þannig úr lífsskilyrðum óæskilegra örvera en gerir fisk- holdið jafnframt þéttara. Nýr þorskur er um 80 prósent vatn en fullverkaður saltfiskur er um 40 prósent vatn. Til að verja fisk skemmdum án salts þarf að koma vökvanum í fiskholdinu niður fyrir 25 prósent til þess að bakteríur dafni ekki og niður fyrir 15 prósent til að mygla finni ekki næringu. Harðfiskur er undir þessum neðri mörkum og skreið hangir nærri þeim. Góður saltfiskur er ekki með saltbragði. Markmiðið er að saltið og kæsing holdsins skapi nýtt bragð þegar bakteríur í fiskinum sjálfum vinna á fitunni og umbreyta henni. Saltið er leið að þessu markmiði – ekki markmið í sjálfu sér. Þess vegna er saltfiskurinn útvatnaður þegar búið er að þurrka hann. Þá gerist tvennt: Annars vegar dregur holdið aftur í sig nokkurn vökva en langt í frá álíka mikinn og saltið hafði dregið út. Hins vegar dregur vatnið salt út úr fiskinum. Salt þráir jafnvægi og ef saltur fiskur er settur í ferskt vatn leit- ast saltið við að gera vatnið jafn salt fiskinum. Með því að skipta reglulega um vatn eða láta vatnið renna minnkar saltið í fiskinum hægt og bítandi. Þú getur fylgst með framvindunni með því að smakka vatnið. Ef það er brimsalt er fiskurinn það einnig. Þegar það hefur aðeins keim af salti er fiskurinn útvatnaður og tilbúinn. Þegar gæðasaltfiskur er verk- aður er beitt sama bragði og við verkun Parma-skinku. Fiskurinn er þurrkaður eftir söltun en þá er gert hlé á þurrkuninni svo að bragðið fái að þroskast aðeins. Eftir nokkurra daga hlé er fiskurinn síðan fullþurrkaður. Því miður eru svona fínlegheit í verkun saltfisks lítt stunduð á Íslandi enda stefna íslenskir salt- fiskútflytjendur ekki á gæða- markaði, heldur sætta sig við neðri mörk meðalmennskunnar. Tákn stöðnunar og endurreisnar Parmaskinka hafsins Til að átta sig á saltfiskbragðinu er gott að búa nokkrum sinnum til suður-franska saltfiskmaukið bran- dade og nota mismunandi saltfisk. Þá lærist fljótt að pækilsaltaður fisk- ur færir ekkert með sér nema salt- bragðið á meðan saltaður og þurrk- aður fiskur hefur margþættara og höfugra bragð. Til að búa til brandade er best að kaupa þykkt stykki af þurrkuðum saltfiski eða saltfiski sem fisksal- inn hefur útvatnað. Ef svo er, skaltu samt vatna hann aðeins betur út. Settu hann í vatnsbað í boxi inn í ís- skáp og skiptu um vatn þrisvar til fjórum sinnum á sólarhring. Þegar vatnið er komið niður að sjávarseltu (8 prósent) skaltu setja fiskinn í lít- inn pott, helltu mjólk yfir og láttu suðuna koma upp hægt og rólega. Þegar mjólkin sýður skaltu slökkva undir, setja lok á pottinn og leyfa fiskinum að liggja í heitri mjólkinni í korter. Taktu nú fram matvinnsluvél og hentu 2 eða 3 söxuðum hvítlauksrifjum í hana ásamt f iskinum. Set tu vél ina í gang,helltu ólívu- olíu og mjólk- inni úr pott- inum í mjóum bunum og til skipt is þar til þú færð mauk á þykkt við majó- nes og ekki ósvipað á lit inn. Borðaðu með heimabökuðu brauði. Stundum er soðnum kartöflum hent í vélina til að drýgja brandade; en það þurfum við ekki, fædd undir merki saltfisksins. Hversdagslegur saltfiskréttur portúgalskur er að velta saltfisk- stykkjum upp úr hveiti með smá pipar og steikja í heitri olíu. Á með- an takið þið þriggja daga gamalt heimabakað brauð (þau þorna upp en mygla ekki) og saxa í matvinnslu- vél ásamt nokkrum hvítlauksrifjum og lúku af steinselju. Á meðan þetta saxast hellið þið ólívuolíu yfir til að mýkja brauðið. Hættið áður en brauðið verður of fínsaxað. Setjið steiktan saltfiskinn í eldfast mót, hellið kryddaðri brauðmylsnunni yfir og bakið við háan hita í tíu mínútur eða korter. Stökkt brauðið myndar andstæðu við mjúkan fiskinn og hvítlaukurinn og olían spila höfugt undir salt- fiskbragðið. Einfalt og gott með hvít- um kartöflum og heima- gerðu majó- nesi. Saltfiskurinn getur verið fyrir okkur Íslendinga jafnt tákn um einangrun og niðurlægingu en líka endurreisn og upprisu. En saltfiskurinn má líka vera tákn um stöðnun og illa meðferð náttúruauðlinda, menningarskort og nýlenduhugsun. Hér er allt um það: Matur Högni í hinni ágætu fiskbúð við Sundlauga- veg heldur hér á útflöttum, söltuðum og þurrkuðum saltfiski; tákn- mynd glataðra tækifæra í Ís- landssögunni, frelsistákni Jörundar hundadaga- konungs, undirstöðu endurreisnar íslensks samfé- lags og æðsta stigi innlendrar fiskverkunar. Ljósmynd/Hari Hvítlaukurinn elskar saltfiskinn og salt- fiskurinn elskar hvítlaukinn. Vel verkaður saltfiskur – saltaður, þurrkaður og útvatnaður – er listaverk af sama kalíberi og serrano-skinka, parmesan-ostur eða búrgúndí-vín. Ljósmynd/Hari Ávextir og ber Skráning og upplýsingar í síma 578 4800 og á www.rit.is Sumarhúsið og garðurinn Leiðbeinandi: Jón Guðmundsson garðyrkjufræðingur á Akranesi. Ræktun ávaxtatrjáa Námskeið tvö þriðjudagskvöld 15. og 22. mars kl. 19:00-21:30. Örfá sæti laus. Næsta námskeið fimmtud. 31/3 og 7/4. Ræktun berjarunna Þriðjud. 22. mars kl. 17:00-18:30. Námskeiðin eru haldin í Grasagarði Reykjavíkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.