Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.03.2011, Blaðsíða 55

Fréttatíminn - 11.03.2011, Blaðsíða 55
Helgin 11.-13. mars 2011 viðhorf 35 Fært til bókar Moggi finnur sér nýjan flokk og formann Morgunblaðið hefur stutt Sjálf- stæðisflokkinn beint og óbeint á löngu æviskeiði. Þar hefur orðið breyting á síðustu dægrin. Harkalega hefur verið ráðist á Bjarna Benediktsson, for- mann Sjálfstæðisflokksins, í leiðurum og skoðanapistlum blaðsins þar sem hann hefur m.a. verið kallaður vikapiltur Steingríms J. Þá hafa þeir þingmenn flokksins sem fylgt hafa formanninum að málum fengið sinn skammt. En Moggi þarf stjórnmálaflokk og nú virðist hann hafa fundið hann, þ.e. Fram- sóknarflokkinn. Í Stak- steinum Morgunblaðs- ins á miðvikudaginn var Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, hinum unga for- manni Framsóknar- flokksins, strokið heldur blíðar en Bjarna. Getið var þeirrar lausungar sem verið hefur í Framsóknarflokknum frá því að Halldór Ásgrímsson, náinn samstarfsmaður annars ritstjóra Morgunblaðsins, hvarf úr formannsstóli. Jón Sigurðsson, Val- gerður Sverrisdóttir og Guðni Ágústs- son gerðu stuttan stans í formannsstóli og fengu því ekki tóm til að sameina flokkinn undir sinni forystu, eins og höf- undur Staksteina orðar það um leið og hann fagnar því að Framsóknarflokk- urinn hefur boðað til flokksþings sem hefur æðsta vald í málefnum flokksins. Það er vel til fundið, segir Moggi, og segir Framsókn vera að finna sig eftir óvissuskeið. Sigmundur Davíð fær hrós, sagt er að hann sé hæfileikamaður, glöggur og snar í pólitískum snúningum. Staða hans sé að styrkjast þótt enn hafi hann flokkinn ekki nægilega fast með sér. Augljóst er að Moggi á sér þann draum að Sigmundur Davíð nái sterkari stöðu í flokki sínum, gefi hana ekki eftir til „tveggja þingmanna sem helst líta á sig sem sendiboða Samfylkingarinnar í eigin flokki og hlýða jafnan kalli hennar þegar mest þykir liggja við,“ eins og þar stendur. Það á síðan eftir að koma í ljós hvort hrós Mogga styrkir stöðu Sig- mundar Davíðs við „samfylkingaröflin“ í eigin flokki. Boðið upp í dans Meira af Mogga. Besti flokkurinn fær sinn skammt í leiðara miðvikudagsins. Ekkert kemur á óvart í þeim efnum. Hitt er nýstárlegra að auglýsing er í miðjum leiðara Morgunblaðsins þann dag. Það er nýlunda. Elstu menn muna ekki eftir því að sá heilagi tvídálkur blaðsins, undir blaðhausnum, hafi fyrr verið lagður und- ir auglýsingu. Þann ís braut Síminn, sem vel að merkja auglýsti nánast á hverri síðu Morgunblaðsins í fyrradag. Fróðlegt verður að fylgjast með framvindunni hvað þetta varðar. Væntanlega mun það freista fleiri að auglýsa í leiðaraplássinu. Auglýsingadeild blaðsins hefur augljós- lega tekist að koma fæti inn í þessi helgu vé. Djörfum auglýsingamanni „Baugs­ miðils“, svo dæmi sé tekið, gæti dottið í hug að óska eftir auglýsingaplássi þarna. Gaman væri að vera fluga á vegg kæmi svo fróm ósk til umræðu á auglýsinga- deild Morgunblaðsins – væntanlega með beiðni til ritstjóranna um styttingu leiðarans þann daginn! Fjórar stundir Meginhlutverk Póst­ og fjarskipta- stofnunar er að tryggja hagkvæma, örugga og aðgengilega fjarskipta­ og póstþjónustu fyrir alla landsmenn í upp- lýsingasamfélagi nútímans, eins og segir á vef stofnunarinnar. Ekki skal lítið gert úr hlutverki þessarar ágætu stofnunar, en þó er óhætt að segja að hún gefi E N N E M M / S ÍA / N M 4 5 7 7 3 Dagurinn er bara allt annar Hafragrautur úr Ota Solgryn er einfaldur og hollur morgunverður með háu hlutfalli af fjölsykrum, trefjaríkur og mettandi og dugar þér langt inn í daginn. Ota haframjölið er framleitt úr 100% sérvöldum höfrum sem eru flokkaðir, valsaðir og síðan ristaðir til að auka enn á bragðgæðin. sér styttri tíma til að sinna hlutverki sínu í almannaþjónustunni en almennt gerist því hún er aðeins opin fjóra tíma á dag, klukk- an 10­14. Þótt viðskiptavinunum þyki þetta e.t.v. knappur afgreiðslutími gildir auðvit­ að annað um þá sem þar sýsla, a.m.k. nú þegar vor er í lofti og golf­ og veiðitímabilið er fram undan. Á skýlunni í táningsafmælið Sá þykki, Egill Einarsson eða Gillzenegger, sló í gegn í rasshausaþáttum sínum á Stöð 2 á dögunum. Þar var hann á sömu nótum og áður í útvarps­ og sjónvarpsþáttum auk bókaskrifa þar sem línur eru lagðar fyrir þá sem langar að tilheyra hópi fallega fólksins. En Gillz er fleira til lista lagt. Nýverið frétt- ist af honum í fimmtán ára afmæli dóttur Magnúsar Scheving, latabæjarstjóra og íþróttaálfs, þar sem hann mætti á skýlunni einni fata. Það er ekki ónýtt að geta pantað Þykka, eða Störe eins og Egill kallar sig líka, í táningapartíin. Rafkonur Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti var haldinn hátíðlegur í hundraðasta sinn á þriðjudaginn var, 8. mars. Meðvitaðir karlar minntust þessa dags að vonum. Þeirra á meðal var Guð- mundur Gunnarsson, formaður Rafiðn- aðarsambandsins, sem fjallaði í bloggpistli sínum um launamun kynjanna. Þótt engar skilgreiningar séu milli karla og kvenna í kjarasamningum benti formaðurinn á launakönnun sem Capacent gerði í septem- ber síðastliðnum. Þar kom fram að konur meðal rafiðnaðarmanna voru launahærri en karlar. Mismunurinn, reiknað út frá sama vinnutíma, er 10,2% konum í hag. Guðmundi leiddist ekki að greina frá því, svona í tilefni dagsins, að „rafkonur“, sem hann kallaði svo, væru þetta betur settar er karlpeningurinn. Margir gætu eflaust hugs- að sér að hitta svo rafmagnaðar freyjur. Getur þú styrkt barn? www.soleyogfelagar.is Getur þú styrkt barn? www.soleyogfelagar.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.