Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.03.2011, Blaðsíða 68

Fréttatíminn - 11.03.2011, Blaðsíða 68
48 heimili P rjónaskapur hefur sótt í sig veðrið á síðustu árum og hefur ullin samhliða því aukið vinsældir sínar til muna. Textíl- hönnuðir og listamenn hafa ekki látið sitt eftir liggja á þessu sviði og má sjá handprjónaða áferð á stólum, kollum og gólfmottum. Það sem gerir þetta nýtt og öðruvísi er að garnið sem er notað er sérstaklega þykkt og mikið og prjónarnir sem notaðir eru til verksins eru mjög stórir, því vélar eru ekki notaðar til að hnýta saman garnið. Hollenska listakonan Christien Meindertsma hefur, undir vörumerki sínu FLOCK, prjónað með risastórum sérsmíðuðum prjónum gólf- mottur og áklæði utan um sessur og kolla. Mott- urnar hennar líta út eins og kaðlaprjónspeysur af risa sem hafa verið klipptar niður. Upphaflega hóf hún samstarf við bónda í Wales og prjónaði ullarflíkur með þeim hætti að hún notaði ullina af einni kind í hverja flík. Nýjasta vörulína hennar heitir Svarti sauðurinn og þar leggur hún áherslu á þá sem skera sig úr fjöldanum og eru öðruvísi en aðrir. Að sjálfsögðu láta íslenskir hönnuðir ekki sitt eftir liggja og það er íslenska hönnunarmerkið Volki sem framleiðir kolla klædda grófu hekluðu reipi og ull, auk þess sem hönnuðir Volka notast mikið við gamlar ullarpeysur sem eru klipptar niður og notaðar sem bútasaumsáklæði á sófa og stóla. Vörur Volka fást hjá Hrími á Akureyri og hafa vægast sagt slegið í gegn en Volki er lista- og hönnunarstúdíó rekið af Olgu Hrafnsdóttur og Elísabetu Jónsdóttur. Volki hefur það að leiðarljósi að hanna húsgögn og aðra hversdags- lega hluti fyrir heimilið þar sem íslensk náttúra, alþýðugildi og handverk eru allsráðandi. Lengi vel töldu menn að handverkið væri dautt og lopinn ætti sér ekki viðreisnar von þar sem gerviefni og vélar réðu ríkjum. Ljóst er að það er rangt því sjaldan hefur handverkið verið jafn sterkt og núna og áhersla á einstaka og sérstaka muni þar sem handverkið ræður ríkjum er sterk. Lengi vel töldu menn að handverk- ið væri dautt og lopinn ætti sér ekki viðreisnar von þar sem gerviefni og vélar réðu ríkjum.  risaprjón er smart og notalegt Með garn á risa- stórum prjónum Prjónaskapur og annað handverk nýtur mikilla vinsælda og má sjá grófan prjónaskap og hekl á húsgögnum og húsmunum. Varða er heitið á þessum fallegu kollum og verða þeir frum- sýndir á Hönnunarmars. Þeir eru frá íslenka hönnunarhúsinu Volka. Siðareglur í íslensku vísindasamfélagi Rannís efnir til málþings um siðareglur í íslensku vísindasamfélagi. Hver er staða þessara mála á Íslandi? Hvernig er að starfa sem vísindamaður við núverandi aðstæður? Hverju viljum við breyta í íslensku vísindasamfélagi og hvaða leiðir eru færar til þess? Frummælendur: l Hallgrímur Jónasson forstöðumaður Rannís setur þingið l Dr. Sigurður Kristinsson heimspekingur, forseti hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri l Dr. Rannveig Traustadóttir félagsfræðingur, prófessor og forstöðumaður Rannsóknaseturs í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands l Dr. Kári Stefánsson læknir, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar Fundarstjóri: Dr. Sigurður Guðmundsson, forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands Vinsamlega tilkynnið þátttöku á rannis@rannis.is í síðasta lagi 17. mars H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Laugavegi 13, 101 Reykjavík sími 515 5800, rannis@rannis.is www.rannis.is Málþing föstudaginn 18. mars kl. 14-16 á Hótel Sögu Lín Design Laugavegi 176 Sími 5332220 www.lindesign.is Mjúka fermingargjöfin Sængurfatnaður frá 6.960 kr allt að 30% afsláttur Dúnsængur 100% dúnn Áður 29.990 kr Nú 19.990 kr 33% afsláttur Sendum frítt úr vefverslun www.lindesign.is Fermingartilboð LÍMMIÐA LOTTÓ KANANS, N1 OG SPARK ER Í FULLUM GANGI! KOMDU VIРÁ NÆSTU N1 STÖРOG FÁÐU LÍMMIÐA Í AFTURGLUGGANN  KOMDU Í SIGURLIРKANANS FM100.5 ÞAR SEM ÞÚ ERT NÚMER EITT Í RÖÐINNI 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.