Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.03.2011, Blaðsíða 31

Fréttatíminn - 11.03.2011, Blaðsíða 31
viðhald húsa Unnið í samvinnu við Húseigendafélagið Helgin 11. - 13 mars 2011  bls. 15 Ráðgjöf vegna viðhalds og endurnýjunar Verksýn býður forsvarsmönn- um húsfélaga til námskeiðs í undirbúningi viðhaldsfram- kvæmda.  Húseigendafélagið HagsmUnafélag allra fasteignaeigenda á Íslandi Félagsmenn eru um níu þúsund en þyrftu að vera mun fleiri H úseigendafélagið var stofnað árið 1923 og er almennt hagsmuna-félag allra fasteignaeigenda á Íslandi, hvort sem fasteignin er íbúð, einbýlishús, atvinnuhúsnæði, land eða jörð. Félagar eru bæði einstaklingar, fyrir- tæki og félög, þ.m.t. húsfélög í fjöleignarhús- um. Tilgangur félagsins hefur frá öndverðu verið að stuðla að því að fasteignir á Íslandi verði ávallt tryggar eignir og haldi verðgildi sínu og að gæta í hvívetna hagsmuna fast- eignaeigenda. Félagsmenn eru um 9.000 og þar af eru nálægt 800 húsfélög. Félagsmönn- um hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu árin, einkum og sér í lagi húsfélögunum. Hagsmunagæsla, upplýsingamiðlun og lögfræðiþjónusta Starfsemi félagsins er í grundvallaratriðum þríþætt: Í fyrsta lagi almenn hagsmunagæsla og -barátta fyrir félagsmenn og fasteignaeig- endur yfirleitt. Í öðru lagi almenn fræðslu- starfsemi og upplýsingamiðlun og í þriðja lagi ráðgjöf og þjónusta við einstaka félags- menn, einkum lögfræðileg aðstoð. Þjónusta félagsins er einskorðuð við félags- menn enda standa þeir einir undir allri starf- semi þess með félagsgjöldum sínum. Félagið stendur á eigin fótum fjárhagslega og nýtur engra opinberra styrkja og heldur engra styrkja frá einkaaðilum. Félagið er því frjálst og óháð í einu og öllu, bæði í almennu hagsmuna- baráttunni og annarri starfsemi. Húseigendafélagið rekur sérhæfða lögfræðiþjónustu fyrir félagsmenn sína á þeim réttar- sviðum sem varða fasteignir og eigendur þeirra. Lögfræðiþjón- ustan hefur verið þungamiðjan í starfsemi félagsins og á hverju ári leita til þess mörg hundruð félagsmenn með margvísleg álitaefni og fer þeim sífellt fjölg- andi. Húseigendafélagið býr yfir sérþekkingu í fasteignalögfræði og nýtur trausts og virðingar á því sviði og á það ekki síst við um málefni fjöleignarhúsa en félagið átti frumkvæði að samningu og setningu fjöleignarhúsalaganna, sem eru þar að auki að verulegu leyti byggð á uppsafnaðri ára- tugalangri reynslu þess. Félagið er upplýsinga-og fróðleiksbanki sem félagsmenn hafa aðgang að. Slíka sérhæfða þekkingu og reynslu í fasteignalögfræði er vart annars staðar að finna. Húseigendafélagið er ein- göngu rekið með hagsmuni félagsmanna að leiðarljósi en ekki með hagnað að markmiði. Félagsgjöldum er mjög í hóf stillt og sama er að segja um endurgjald fyrir lögfræðiþjónustuna. Aðild húsfélaga og húsfundir Það hefur mjög færst í vöxt að húsfélög fjöl- eignarhúsa gangi í Húseigendafélagið í einu lagi, einkum til að fá lögfræðilega ráðgjöf og aðstoð, bæði í innri málefnum og vegna við- skipta við verktaka og fleiri aðila. Þegar hús- félag gengur í Húseigendafélagið, öðlast sér- hver eigandi öll félagsréttindi og getur leitað til félagsins með sín mál enda þótt þau snerti ekki húsfélagið sem slíkt. Húsfélög njóta svo sérkjara við inngöngu. Húseigendafélagið býður upp á aðstoð við húsfundi. Er um að ræða aðstoð og ráðgjöf við boðun funda og aðstoð á fundinum sjálfum, þ.e. fundar- stjórn og ritun fundargerðar. Þessi þjónusta á að tryggja lögmæta fundi og að rétt sé að töku ákvarðana staðið, en á því er oft misbrestur með afdrifa- ríkum afleiðingum. Fleiri félagsmenn: öflugra félag, aukin þjónusta „Starfsemi Húseigendafé- lagsins hefur undanfarin ár verið gróskumikli, öflug og árangursrík. Það hefur þó háð félaginu í hagsmunabarátt- unni og starfseminni yfirleitt að félagsmenn eru ekki fleiri en raun ber vitni. Talið er að fasteignaeigendur hér á landi séu á bilinu 80 til 100 þúsund og samkvæmt því eru rétt um 10% þeirra í félaginu. Það er of lágt hlutfall. Það er ekki nógu gott að það séu um 10% fasteignaeigenda sem bera uppi hagsmunagæsluna fyrir heildina sem nýtur góðs af þeim hagsbótum og réttarbótum sem Húseigendafélagið hefur náð í höfn,“ segir Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagins. „Þótt félagið hafi verið í mikilli sókn og náð verulegum árangri á mörgum sviðum, þarf og má gera miklu betur og meira enda eru viðfangsefnin óþrjótandi. Ótalmörg spenn- andi viðfangsefni og hagsbætur fyrir félags- menn bíða þess að félagið hafi afl og styrk til að vinna að framgangi þeirra. Ef fasteignaeigendur standa saman er afl þeirra mikið og engum fært að brjóta rétt á þeim eða beita þá órétti. Þess vegna þurfa þeir að vakna til vitundar um hagsmuni sína og þýðingu þess að þeir séu varðir og fyrir þeim barist. Í bígerð er að auka þjónustu félagsins á sem flestum sviðum, s.s. með meiri og öflugri ráðgjöf, námskeiðahaldi, út- gáfu margvíslegs fræðsluefnis o.fl. Það er þó og mun alltaf verða forsenda fyrir öflugra og árangursríkara starfi að fleiri fasteignaeig- endur skipi sér undir merki félagsins,“ segir formaðurinn. Barátta fyrir réttarbótum, lög um fjöl- eignarhús, húsaleigu og fasteignakaup Undanfarna tvo áratugi hefur það verið þýðingarmesti þátturinn í hagsmunabaráttu félagsins að vinna að réttarbótum á þeim rétt- arsviðum sem snerta fasteignir og eigendur þeirra. Á því sviði hefur félagið unnið marga góða sigra húseigendum til hags og heilla. Er þar fyrst að nefna gildistöku fjöleignar- húsalaganna og húsaleigulaganna í ársbyrjun 1995, en félagið átti frumkvæði að samningu og setningu þeirra. Áralöng barátta félags- ins fyrir setningu laga um fasteignaviðskipti bar árangur á árinu 2002 þegar Alþingi setti í fyrsta sinn lög um fasteignakaup. Fram að þeim tíma höfðu ekki gilt sérstakar skráð- ar reglur á þessu mikilvæga réttarsviði, heldur byggðist réttarstaða manna á ýmsum óskráðum meginreglum og dómafordæmum. Með setningu vandaðra og ítarlegra laga um fasteignakaup var margs konar réttaróvissu því eytt og hefur vafatilvikum og dómsmál- um fækkað í þessum málaflokki. Auk þessa hefur félagið haft afskipti af ýmsum öðrum lögum, lagafrumvörpum og reglugerðum sem varða fasteignir, bæði beinlínis og með ábendingum og umsögnum. Núna stendur yfir endurskoðun fjöleignarhúsalaganna og stýrir formaður félagsins henni. Það er ekki nógu gott að það séu um 10% fasteignaeigenda sem bera uppi hagsmunagæsluna fyrir heildina, segir Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins. Það hefur mjög færst í vöxt að hús- félög fjöleigna- húsa gangi í Húseigenda- félagið í einu lagi, einkum til að fá lögfræði- lega ráðgjöf og aðstoð. Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins. Ljósmynd/Hari  bls. 10 Steypuviðgerðir og forvarnir Hágæði sérhæfir sig í steypu­ vörnum og kynnir m.a. tær­ ingar varnarefni, bæði sem íblöndunarefni og á eldri steypu.  bls. 8 Viðhald í kreppu Má leggja miklar álögur á hvern íbúðareiganda, óháð kreppu- ástandi og hvernig sem á stend- ur hjá einstökum eigendum?  bls. 2 Viðhaldsvakn- ing og betri tíð Viðhald á ekki að vera skorpuvinna í nauðvörn heldur stöðugt og fyrir­ byggjandi. Það er dýrt að fresta því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.