Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.03.2011, Blaðsíða 66

Fréttatíminn - 11.03.2011, Blaðsíða 66
46 bíó Helgin 11.-13. mars 2011 C arlos Estévez fæddist í New York árið 1965 og verður því 46 ára á þessu ári. Þegar Carlos litli kom í heiminn var pabbi hans að hasla sér völl sem leikari undir nafninu Martin Sheen og þegar Carlos ákvað að feta í fótspor pabba fór hann sömu leið. Lét ættarnafnið róa og tók upp Sheen-nafnið. Stóri bróðir Charlies, Emilio Este- vez, lagði á brattann á undan og ákvað að reyna að fóta sig á eigin forsendum og hélt upp- runalega ættarnafninu. Báðir áttu bræðurnir sína gullöld á níunda áratug síðustu aldar. Í dag er Emilio einna þekkt- astur fyrir að vera fyrrverandi eiginmaður Paulu Abdul en má þó eiga það að hann hefur nokkurn veginn haldið haus í gegnum sín áföll en Charlie virðist harðákveðinn í að taka hraðlestina til helvítis. Charlie fékk stóra tæki- færið árið 1986 þegar Oliver Stone setti hann í aðalhlut- verkið í Platoon. Hann fékk fína dóma fyrir túlkun sína á ráðvilltu ungmenni í miðri Víetnam-geðveikinni og Stone notaði unga manninn því aftur í Wall Street árið 1987 þar sem boðorðið um gæði græðginn- ar var kynnt til sögunnar. Í framhaldinu komu Yo- ung Guns, Major League og Rambó-grínið Hot Shots árið 1991 en þá voru vandræðin byrjuð. Charlie var þá þegar búinn að fara í fíkniefnameð- ferð og kominn á kortið sem lauslætisgemlingur og partí- dýr. Árið 1995 dróst hann inn í réttarhöldin yfir mell- umömmunni Heidi Fleiss og viðurkenndi, eiðsvarinn, að hafa eytt um 50.000 dollurum í vændiskonur Fleiss. Ári síð- ar kærði fyrrverandi kærasta hann fyrir að hafa beitt hana ofbeldi og hann fékk eins árs skilorðsbundinn fangelsis- dóm. Árið 1998 var hann við dauðans dyr eftir að hafa tekið of stóran skammt. Árið 2000, á meðan hann var edrú, var ha nn feng- inn til að fylla skarð Micha- els J. Fox í sjónvarpsþátt- unum Spin City og var í kjölfarið fenginn til að bera uppi gamanþættina Two and a half Men árið 2003. Þætt- irnir slógu í gegn, blésu lífi í andvana feril Charlies og hann varð einn af hæst laun- uðu sjónvarpsleikurunum í Bandaríkjunum. En Charlie var þó hvergi nærri sloppinn frá sjálfum sér. Hann kvænt- ist leikkonunni Denise Rich- ards árið 2002 en þau skildu árið 2006 þegar hún gekk með annað barn þeirra. Í dag er búið að sparka Charlie úr Two and a half Men, hann stendur í deilum við Denise um umgengni við börn þeirra og bullar tóma steypu í viðtölum og á netinu og þykist vera bláedrú. Árið 1995 sagði Charlie í viðtali við breska kvikmyndatíma- ritið Empire að það sem hann óttaðist mest væri að mistak- ast, að enginn vildi ráða hann í vinnu, hákarlar og dauðinn. Nú vantar bara hákarl og dauðann og þá hefur hann horfst í augu við allt sem hann óttast.  Charlie Sheen Í tómu tjóni  BÍódómur hall PaSS  frumSýndar  Einkastríð Charlie Löngu áður en Charlie Sheen ákvað að sturta lífi sínu og ferli ofan í gullslegið salerni í Hollywood voru sagnaritarar hér á litla Íslandi búnir að skrá það á skinnhandrit að gæfa og gjörvileiki færu ekki alltaf saman. Allir netmiðlar í heimi vaka nú yfir hverri hreyfingu, og þá um leið axarskafti, litla stráksins hans Martins Sheen þannig að það er ekki nokkur ástæða til að tíunda það hér að leikarinn er ger- samlega heillum horfinn og greinilega búinn að tapa glórunni. Hins vegar er vert að líta til baka og rifja upp að einhvern tíma átti Carlos Irwin Estévez möguleika á að verða eitthvað annað en fábjáni. Skrifstofublækurnar Rick (Owen Wilson) og Fred (Jason Sudeikis) eru farnar að finna illilega fyrir gráa fiðringnum og þrátt fyrir að báðir eigi þeir bráðhuggulegar eiginkon- ur gera þeir fátt annað en að góna úr sér glyrnurnar á afturenda yngri kvenna og láta sig dreyma um kyn- líf með flottari skutlum en eiginkon- unum. Hugarórarnir verða að þráhyggju sem kemur félögunum, og ekki síð- ur vönduðum eiginkonunum, ítrek- að í bobba þannig að þær bregða á það ráð að gefa körlunum frítt spil í viku, leyfa þeim að vera ungir á ný og halda fram hjá án eftirmála. Þegar á hólminn er komið reyn- ist frelsið þó ekki jafn yndislegt og þá félaga minnti. Þeir eru þreytt- ir og slappir; hafa ekkert úthald í djammið og gengur vægast sagt illa að komast á séns. Margt ágætt fólk kemur að mál- um í þessari mynd en því miður er eiginlega ekkert þeirra í sínu besta formi. Leikstjórarnir Bobby og Peter Farrelly (There’s Something About Mary, Dumb & Dumber) hafa oft verið fyndnari. Sérgrein þeirra er groddalegur og gróteskur húm- or sem rambar alveg á mörkunum en hér eru þeir aðeins of dannaðir þótt Wilson og Sudeikis taki ágæta spretti í klámkjaftinum. Owen Wilson er hress og skemmtilegur náungi og hefur blás- ið lífi í fjölda gamanmynda en hér er hann eins og skugginn af sjálfum sér og nær ekki flugi. Christina Applegate er falleg og fyndin leik- kona sem klikkar ekki í hlutverki eiginkonu Freds, sem er einhvern veginn alltof mikill leppalúði til að hafa efni á að eltast við smápíkur með aðra eins eiginkonu. Annars eru það helst Richard Jenkins og Stephen Merchant sem ná að gera eitthvað af viti í minni hlutverkum og framreiða almennilegt Farrelly- sprell en þrátt fyrir nokkrar ljós- glætur er hér um óttalega miðlungs- moðsuðu að ræða. Þórarinn Þórarinsson Grámyglulegur fiðringur Flóttinn úr Gúlaginu The Way Back er nýjasta mynd ástralska leikstjórans Peters Weir (The Year of Living Dangerously, Witness, Dead Poets Society, The Truman Show, Master and Commander). Hér segir Weir sögu lítils hóps fólks sem freistar þess að strjúka úr hinu alræmda Gúlagi, fangabúðum Sovétríkjanna í Síberíu, en þangað var sam- viskuföngum, liðhlaupum og öðrum óvinum ríkisins smalað saman á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar. The Way Back hefst árið 1940 í Síberíu þar sem Rússinn Valka (Colin Farrell), Pólverjinn Janusz (Jim Sturgess) og Bandaríkjamað- The Romantics Sjö vinir sem voru nánir í háskóla en héldu síðan hver sína leið. Sex árum síðar eru tvö úr hópnum, Lila (Anna Paquin) og Tom (Josh Duhamel), að fara að gifta sig og kalla liðið því saman. Laura (Katie Holmes), Minnow (Dianna Agron), Jake (Adam Brody), Tripler (Malin Akerman) og Chip (Elijah Wood) mæta öll á svæðið stuttu fyrir brúðkaupið, en Laura á að vera brúðarmær Lilu. Allt fer svo í uppnám vegna þess að Laura og Tom voru áður par og hættu saman í illu. Laura hefur aldrei jafnað sig á þeim skilnaði og eitt- hvað ruglast Tom í ríminu þegar hann sér gömlu kærustuna aftur. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is bíó Charlie 21 árs í Platoon þar sem hann stóð sig eins og hetja á milli Willem Dafoe og Tom Berenger. Hæfileikar hans voru augljósir og allir vegir virtust honum færir. Matjurtir og krydd Skráning og upplýsingar í síma 578 4800 og á www.rit.is Sumarhúsið og garðurinn Auður I. Ottesen Jón Guðmundsson Matjurtaræktun Námskeið tvö fimmtudagskvöld 17. og 24. mars kl. 19:00 - 21:30. Næsta námskeið 29. mars og 5. apríl. Kryddjurtaræktun Námskeið fimmtudag 17. mars kl. 17:00 - 18:30. Örfá sæti laus. Næsta námskeið 24. mars. Námskeiðin eru haldin í Grasagarði Reykjavíkur. Leiðbeinendur Auður I. Ottesen og Jón Guðmundsson garðyrkjufræðingar. Með pabba í Wall Street. Martin Sheen er mikils metinn og virðulegur kall í Hollywood en sefur varla ró- legur um þessar mundir vegna bægslagangsins í syninum sem þyk- ist edrú en hefur aldrei bullað eins mikið. Geggjun á mánudegi Móðir allra búrhnífamorðingjamynda, Psycho eftir meistara Alfred Hitchcock frá árinu 1960, verður sýnd í Mánudagsbíói Háskóla Íslands og Háskólabíós á mánudags- kvöld klukkan 20. Myndin segir frá hinni óheppnu Marion Crane sem stelur peningum, stingur af úr bænum, gistir á Bates-mótelinu og ákveður illu heilli að skella sér í sturtu. Á aldarafmæli Háskólans fagnar Háskólabíó 50 ára afmæli og af því tilefni eru valdar myndir úr safni kvikmyndahússins endursýndar á mánudags- kvöldum en sumar hafa ekki sést á breiðtjaldi árum eða áratugum saman. Mánudagsbíóið hefur mælst vel fyrir og því um að gera að tryggja sér miða í tæka tíð. Miðinn kostar 300 krónur. Ed Harris leikur Bandaríkjamann sem unir sér illa í Gúlaginu og slæst í hópinn með nokkrum öðrum strokuföngum. Battle: Los Angeles Hörkutólið Michelle Rodriguez (Girlfight, The Fast and the Furious, Lost, Machete) og Aaron Eckhart (Thank You for Smoking, The Dark Knight) eru í eldlínunni í hasar- myndinni Battle: Los Angeles. Árum saman hafa fljúgandi furðuhlutir sést á himnum yfir jörðinni en árið 2011 verður lýðnum ljóst að þeir sem fljúga þessum furðuhlutum hafa ekkert gott í hyggju. Geimverur gera árás á jörðina og hver stórborgin af annarri fellur. Og að lokum stendur aðeins ein borg eftir, Los Angeles. Þar fer fram loka- orrustan um framtíð mannkynsins og þar fer Michael Nantz, sem Eckhart leikur, fyrir herflokki sem dregur línuna í sandinn og býður innrásar- hernum birginn. urinn Mr. Smith (Ed Harris) dúsa við illan kost og yfirvofandi dauða í Gúlaginu. Þeir ákveða að strjúka úr vítisvistinni og tekst það en rússneski björninn er þó hvergi nærri unninn þar sem þeirra bíður að fara fótgangandi 6.000 kílómetra yfir harðneskjulegt landsvæði þar sem náttúran tekur menn engum neinum vettlingatökum. Jason Sudeikis leikur ráðvilltan lúða á kjötmarkaðnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.