Fréttatíminn - 11.03.2011, Blaðsíða 24
Heyrst hafði í
gegnum fjar-
skiptabúnað
að tali banar
væru að
undirbúa árás
á okkur. Við
vissum ekkert
hvað til væri
í þessu en
gátum auð-
vitað ekki
annað en
flúið sam-
stundis.“
Á
slaug hefur unnið á
átakasvæðum víðsveg-
ar um heiminn undan-
farin fimmtán ár.
Hún menntaði sig í
hjúkrunarfræði til að
geta ferðast og fór fyrst sem sendifull-
trúi Rauða krossins til Suður-Súdans
þegar hún var 29 ára. Þá til að bjarga
heiminum enda nýútskrifuð og full af
eldmóði.
„Yfirmaður minn þá var svo elsku-
legur að kippa mér niður á jörðina og út-
skýra fyrir mér að ef ég yrði svo heppin
að upplifa örfá augnablik í svona langri
dvöl sem gætu skipt máli þá ætti ég að
vera ánægð með ferðina. Þetta breytti
viðhorfi mínu til starfsins sem sendifull-
trúi, sem í raun krefst þess að maður
skilji eftir þau gildi og viðhorf sem
maður hefur lært í sínu eigin samfélagi.
Þeim er yfirleitt kollvarpað í svona ferð-
um. Ég sá fljótt að heimurinn var grár
en ekki svarthvítur. Aðallega lærði ég á
dvölinni í Súdan að ég þyrfti að þroskast
meira áður en ég færi í næstu ferð.“
Fangarnir stjórnuðu fangelsinu
Áslaug fór næst til Georgíu þar sem hún
starfaði í harðsvíruðu fangelsi í eitt ár og
hafði það að markmiði að þjálfa upp inn-
lent heilbrigðisstarfsfólk. „Fangelsið var
gróðrarstía fyrir berkla og sums staðar
var alveg hrikalegur aðbúnaður. Þangað
voru allir berklaveikir fangar í landinu
fluttir og við önnuðumst meðferðina á
þeim.“
Áslaug segist hafa kynnst föngunum
mjög vel og stéttaskipting fangelsisins
birtist henni fljótt. „Foringjar fanganna
stjórnuðu fangelsinu algjörlega en fanga-
verðirnir réðu engu. Foringjarnir bjuggu
í rosalega flottum klefum með sturtu
og sjónvarpi og öllum búnaði. Þeir gátu
fengið til sín vændiskonur og hvað sem
þeim datt í hug.“
Áslaug segir fangelsisyfirvöld hafa
verið fullkomlega máttlaus gagnvart
valdaskiptingunni og lítið hafi þýtt að
reyna að breyta henni.
„Næsti hópur var hinn þögli meirihluti
en neðstir í virðingarstiganum voru sam-
kynhneigðir og kynferðisglæpamenn
sem bjuggu við algjörlega ömurlegar
aðstæður. Samkynhneigð var ólögleg
í Georgíu á þessum tíma og þeir voru
hafðir tuttugu saman í klefa og látnir
vinna öll skítverkin í fangelsinu.“
Fannstu aldrei fyrir hræðslu við að vinna
í svona umhverfi?
„Ég fann aldrei fyrir neinu nema þakk-
læti frá föngunum fyrir starf Rauða
krossins,“ segir Áslaug en viðurkennir
að það hafi stundum birst á undarlegan
hátt. „Einu sinni var ég rænd utan fang-
elsisins og taskan mín með lyklum að
fangelsinu var tekin af mér. Þetta spurð-
ist fljótt út og einn daginn var ég kölluð
inn til foringjans í fangelsinu sem við
sáum eiginlega aldrei. Hann hafði frétt
af þessu og sagði mér að enginn fengi að
koma svona fram við hans konur. Hann
sagðist hafa sambönd utan fangelsisins
og var óbeint að bjóðast til að láta ganga
í skrokk á þeim sem hefði rænt mig. Ég
gat auðvitað ekki annað en afþakkað
hjálpina en þetta var mjög merkileg upp-
lifun. Ég fékk svona guðföðurtilfinningu
fyrir þessum manni sem hafði ofboðs-
lega persónutöfra og virkaði algjörlega
ósnertanlegur.“
Fangelsaðir án dóms og laga
Næsta verkefni Áslaugar var að ferðast
um norðurhluta Íraks og hafa reglulegt
eftirlit með aðstæðum fanga í tæplega
þrjátíu fangelsum. „Þetta var á valdatíma
Var skotmark talibana
Áslaug Arnoldsdóttir flúði átakasvæði í Pakistan þegar talibanar hugðust gera árás á hana og aðra sendifulltrúa Rauða krossins. Í við-
tali við Þóru Tómasdóttur lýsir hún vinnu sinni með föngum, sameiningu splundraðra fjölskyldna og hjúkrun á stríðshrjáðum svæðum. Saddams Hussein en nokkur ár
voru liðin frá Persaflóastríðinu. Í
fyrsta sinn fannst mér ég kynnast
alvöru grimmd en hún fólst ekki
endilega í pyntingum á föngum
eða lélegum aðbúnaði þeirra,
heldur hittum við menn sem höfðu
verið fangelsaðir án dóms og
laga og vissu ekkert hversu lengi
þeim yrði haldið. Menn sem voru
í haldi eingöngu skoðana sinna
vegna. Stórt hlutverk Rauða kross-
ins var að sjá til þess að menn
fengju málsmeðferð og dóma. Við
komum á tengslum á milli fanga
og fjölskyldna og það var rosalega
gefandi að geta flutt föngum fréttir
af fjölskyldum þeirra. Stundum
var komið á heimsóknum og Rauði
krossinn borgaði þá far fyrir fjöl-
skyldur sem bjuggu langt í burtu.“
Í fangelsunum fylgdist Áslaug
með því að fangarnir fengju mat,
kæmust í sturtu og sá til þess að
mikið veikir fangar yrðu sendir
á sjúkrahús utan fangelsanna og
fengju sérhæfðari læknisaðstoð.
„Þá fóru oft af stað mjög sérstakar
samningaviðræður þar sem fang-
elsisyfirvöld voru sannfærð um að
fangarnir myndu reyna að flýja.
Mikilvægur liður í starfi okkar var
að ná því í gegn og koma á sam-
skiptum við sjúkrahús utan veggja
fangelsanna. Stundum komu líka
upp farsóttir eins og kólera og þá
þurftum við að útvega lyf og það
sem skorti. Fangelsin voru alltaf
neðst á forgangslista stjórnvalda
yfir þá sem fengu lyf við slíku.“
Þótt fangarnir hafi verið þakk-
látir fyrir starf hennar voru fang-
elsismálayfirvöld ekki alltaf jafn
spennt fyrir eftirliti Rauða kross-
ins. „Vegna alþjóðasamninga urðu
þeir að hleypa okkur inn og leyfa
okkur að sjá allt sem við vildum
sjá. Þeir höfðu því aðeins eitt vopn
gegn okkur. Ég heimsótti fangana
inn í klefa ásamt annarri konu sem
var túlkur. Fangaverðirnir voru
ekkert að flýta sér að opna fyrir
okkur þegar heimsóknunum lauk
og þetta fannst mér auðvitað mjög
Áslaug hefur unnið á gjörgæsludeild Landspítalans í mörg ár og
starfar þar þegar hún er ekki sendifulltrúi Rauða krossins.
Áslaug Arnolds-
dóttir að störfum
í Pakistan eftir
sjálfsmorðsárás.
Starfsmenn Rauða krossins veittu fræðslu
um heilbrigðismál í Úganda.
24 viðtal Helgin 11.-13. mars 2011