Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.03.2011, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 11.03.2011, Blaðsíða 26
Íslendingar hafa hópast saman á sam- skiptavefnum Facebook og eiga þar heimsmet miðað við höfðatölu eins og í svo mörgu öðru. Syngur þar hver með sínu nefi. Varla er hægt að hugsa sér betri þverskurð af sérkennilega samsettri þjóðarsálinni. Eiginlega er enginn munur á Facebook og Hótel Jörð þar sem margt er um manninn og sífelldur þys og læti meðal gesta. Og rétt eins og skáldið kvað þá er þarna stöðug keppni um að koma sér að og krækja í nógu þægileg sæti. Týpurnar á Facebook REIÐA FÓLKIÐ Reiða fólkið á Facebook er ofboðslega samfélagsmeð- vitað og lætur sig flest varða og koma sér úr jafnvægi um leið. Kjarninn í þessum hópi átti sínar bestu stundir í bús- áhaldabyltingunni og á erfitt með að kyngja þeirri sorglegu staðreynd að byltingin hefur ekki skilað bættu samfélagi og nennir ekki einu sinni að éta börnin sín, heldur gleymir þeim bara. Sérstakur angi þessa hóps er „NEI-liðið“ sem fer hamförum gegn Icesave- samningum á Facebook og ofsækir „vini“ sína með því að líma inn slagorð á borð við „Borgum ekki skuldir óreiðu- manna!“ Og kaffæra vefinn í hljóðupptöku af áttræðri konu að berja lóminn á Útvarpi Sögu. Prótokollmeisturum netsins finnst svona hegðun vitaskuld fyrir neðan allar hellur. Heiða B Heiðars „Ég er í kasti eft- ir að lesa grein starfsmanna- stjóra Alþingis í Fréttablaðinu í dag!“ „... var að tala við klára konu í dag ... sem heldur því fram að bleikt.is sé þjóðarböl. Ég hef sjaldan heyrt sannari orð.“ „Ég vil eingöngu hafa fólk inni á Alþingi sem hræðist ekki þjóðina og skoðanir hennar!“ Jenný Anna Baldursdóttir „Er enn bölvandi og ragnandi. Held að svo verði áfram.“ „Tvinna saman óprenthæfum blótsyrðum og verð upptekin fram yfir hádegi.“ „Upp með heykvíslar og hrífur. Sprengjum upp ðe fokking establissimangið.“ „Ég er að springa í loft upp út af andskotans þjóðrembingn- um í ÓRG. Urrrrr.“ Þór Jóhannesson „Valhallarmafían er að fara úr límingunum yfir niðurstöðum stjórnlagaþings- kosninganna. Það kann bara á gott. :)“ „Hvar er þjóðin sem hefur hrópað á breytingar í meira en tvö ár núna? 40% kjörsókn, þetta er bara skömm!“ Eva Hauksdóttir „Jæja. Ég biðst hér með afsök- unar á að hafa fagnað því þegar Ögmundur tók við embætti mannréttindaráð- herra.“ „Munurinn á umfjöllun karla og kvenna um dægurmenningu er sá að konur stofna netsíður sem gáfnakvendi hanga á til þess eins að rakka þær niður en karlar fá aftur á móti heið- ursdálka hjá fjölmiðlum og eru flokkaðir sem fréttamenn.“ Lára Hanna Einarsdóttir „Það er með ólíkindum hvað börnum er sýnd mikil vanvirðing. Nú á að þjarma rækilega að umönnun þeirra, menntun og þroska bæði í leikskólum og grunnskólum.“ „Má bjóða ykkur að ferðast með þessum fyrirtækjum og hjálpa Pálma um leið að lögsækja íslenska blaða- og fréttamenn?“ PLÖGGARARNIR Plöggararnir nota Facebook grímulaust til þess að vekja sem mesta athygli á sjálfum sér og verkum sínum. Fjöl- miðlafólk er áberandi í þess- um hópi og stundum notar það jafnvel Facebook til þess að reyna að fá „vinina“ til að vinna fyrir sig vinnuna með því að auglýsa eftir hugmynd- um að efni og viðmælendum og leggja í púkk fyrir hina og þessa lista yfir ólíklegustu hluti. Útvarpsfólk er sérlega grimmt í þessari deild. Felix Bergsson „bergsson og blöndal gera topp 10 lista. hvaða lag viltu láta syngja/spila í jarðarförinni þinni?“ „Bergsson og Blöndal hafa það huggulegt á Rás 2 :) alltaf gam- an að heyra í ykkur! Hvað er í gangi í ykkar heimabyggð?“ Tobba Marinós „Ragga á Séð og Heyrt og Hera Björk verða næstu gestir Dyngjunnar – alla þriðjudaga kl 21:00!“ „Þetta er algert brill! Makalaus hefst í kvöld kl 20:35!“ „? MAKALAUS HEFST Í DAG! ?“ „var að horfa á fyrsta þáttinn af Makalaus - Ó MÆ! Mjög gott ... mjög gott! Fór hjá mér, hló og alles ;) Anna Svava og félagar eru brillijant handrits- höfundar! ?“ Sigríður Arnardóttir „Góðan dag. Mig dreymdi í nótt að ég væri að missa af flugi og væri allt of sein. Það var fyrirboði því ég var í seinna lagi í morgun á Rás 2 og tæknimaður svaf yfir sig. En allt fór vel og hér er kaffi á könnunni, góð tónlist og skemmtilegir gestir á leiðinni.“ „Undirbý fyrirlestur fyrir glæsilegan hóp hjá Oddfellow í kvöld. Hlusta á skemmtilegt útvarpsefni, fer í gönguferð og hitti gott fólk til að koma mér í réttu stemmninguna. Hlakka til.“ „Orðið er alveg laust – um- ræðuefni frjálst í Opinni línu hjá mér á Rás 2 á sunnudags- morgun kl. 11. Hvort sem þið viljið vekja athygli á einhverju skemmtilegu eða skammast yfir einhverju óréttlæti þá hlakka ég til að heyra frá ykkur í s: 568-6090. Góða helgi.“ Simmi Vill „Verð á Ham- borgarafabrikk- unni fram á kvöld!“ „Er kominn í útvarpsmanna- búninginn, sestur við hljóð- nemann og kominn með rjúk- andi heitt kaffi. Framundan er óvissuferð með Jóa þar sem nokkrar fastar vörður vísa okk- ur veginn til kl. 12.00 í dag.“ „Er sveittur að undirbúa opnun Kaffistofunnar. Varstu orðinn vinur?“ JÁKVÆÐA LIÐIÐ Jákvæða fólkið mætir hverj- um degi með bros á vör og reynir að smita gleðinni yfir á náunga sína með Facebook að vopni. Jákvæða liðið er mikið fyrir að nota fleyg orð annarra til þess að koma boðskap sínum á framfæri og auðga líf „vina“ sinna. Þorgrímur Þráinsson „Íþróttir eru vald sálarinnar yfir líkamanum. Vanhirtur líkami verður harð- stjóri, þjálfaður líkami sá þjónn, sem hann á að verða.“ – Sigurður Nordal. „Aðeins sá, sem drekkur af vatni þagnarinnar, mun þekkja hinn volduga söng. Og þegar þú hefur náð ævitindinum, þá fyrst munt þú hefja fjallgöng- una. Og þegar jörðin krefst lík- ama þíns, muntu dansa í fyrsta sinn.“ – Kahlil Gibran. Herbert Guðmundsson „Þegar þú hefur lært að taka rétta ákvörðun í litlum málum, lætur heiðarleik- ann og kærleikann ráða, þá munu stóru ákvarðanirnar í lífi þínu ekki vefjast fyrir þér.“ „Þú getur ekki glatað því sem þú hefur gefið öðrum.“ „Hamingjan er tilfinning sem umvefur þig þegar þú ert þakklát/ur fyrir það sem þú hefur og óskar einskis frekar.“ Hemmi Gunn „Ég er sáttur af því að núna er rétti tíminn til að vera það. Best er að vera bara maður sjálfur.“ Skemmtilegur dagur með laufléttri blindskák og slatta af brosum.“ „Komdu fram við náunga þinn eins og þú vilt að hann komi fram við þig ... og vertu fyrri til.“ „Góð heilsa er besta gjöfin, ánægja mesti auðurinn og tryggð besta samheldnin.“ Flottur og fjörugur föstudagur meðal góðra vina og skemmti- legra verkefna. Njótið dagsins sem allra best.“ Sölvi Tryggvason „Í dag er fal- legasti dagur ársins á höfuð- borgarsvæðinu. Hreinasta loft sem ég hef andað að mér árið 2011.“ „Lærum að gera greinarmun á að gagnrýna fólk málefnalega og persónulega. Þó að ein- hver sé manni ósammála getur hann verið frábær í alla staði. Persónuleg og rætin gagn- rýni er særandi og algjörlega óþörf.“ „Finnst ýmislegt benda til að þetta vor verði tíminn sem Ís- lendingar fari að horfa fram á veginn og segja skilið við von- leysi og depurð undangeng- inna rúmra tveggja ára.“ FÓTBOLTA- BULLURNAR Lífið er fótbolti. Í það minnsta í augum ansi margra og þeir sem hanga á Facebook verða illilega varir við þetta. Og sumir láta þetta fara í sínar fínustu eins og til dæmis sam- félagsrýnirinn Egill Helgason sem splæsti í þetta á Facebo- ok í einhverju fótboltafárinu: „Svaka eru fótboltastatusar leiðinlegir.“ Stefán Pálsson „... sér að Liver- pool-stuðnings- menn á netinu geta aldeilis höndlað það af stillingu og yfirvegun þegar liðið þeirra álpast til að vinna leik.“ Sveinn Andri Sveinsson „Athyglisvert við daginn í dag að margir áhang- endur Liverpool, þjakaðir af lang- varandi áfallastreituröskun, komu úr felum. Munu fela sig aftur fljótlega.“ Sveinn Waage „Liverpool- hjartað slær sem aldrei fyrr. Uppá- haldsleikmaður minn í sögu Liverpool og nú stjóri er búinn, á einum mánuði, að færa manni ómælda gleði, trú og stolt eftir hörmungar síðasta árs. Sama hvernig þetta tímabil endar; Hail to the King!!“ „JÁ, JÁ, JÁ, JÁÁÁÁ!!! Torres WHO!?!? :-D“ Sigmar Gudmundsson „Ljómandi gott. Og ef ég þekki lögmál fótbolt- ans þá gerist það næst að Arsenal svarar þessum möguleika með sannfærandi tapi gegn Stoke, Blackpool, Raith rovers og Völsungi frá Húsavík.“ „Þá er það framrúðubikarinn. Spá: tap í framlengingu.“ KALDHÆÐNA HÁÐSGLÓSULIÐIÐ Kaldhæðna liðið lætur ekki tilfinningasemi jákvæða og reiða fólksins þvælast fyrir sér og skýtur á allt kvikt með meitluðum háðsglósum og sparar ekki fimmaurana sem oftar en ekki eru hlaðnir ís- köldu háði. Á þessum bás leynast samfélagsrýnar sem leika sér að því að gengisfella bullið. Bergsteinn Sigurðsson „Þeir sem eru orðnir þreyttir á Stöð tvö fyrir að vera alltaf að hossa sama liðinu á föstudagskvöldum ættu að skipta yfir á Skjá einn í kvöld og horfa á spurninga- þáttinn Ha?! þar sem gestir verða þeir ... eh Pétur Jóhann og Sveppi.“ ?„„Já, góðan dag er það Krist- inn? Blessaður, Ólafur Ragnar Grímsson heiti ég og vinn hérna á Bessastöðum. Heyrðu ég er með undirskriftalista undir höndum ... já Icesave einmitt ... og nafnið þitt er á honum? Það stemmir sumsé? Ókei, flott bara að tékka. Heyr- umst.““ f: S amkvæmt skilningi Íslendinga á Facebook eru þeir í betri sætum á Facebook eftir því sem þeir eiga fleiri „vini“ en með góðum rökum má hins vegar segja að eitthvað sé bogið við manneskju sem á fleiri en 1.000 „vini“ – hver maður sér að engin leið er að sinna slíku magni í raun- heimum. Útlendingar virðast gjarnari á að hafa raunverulega vini sína og fólk sem þeir þekkja á Facebook-veggjum sínum. En sinn er siður í landi hverju. Þó eru vissulega sumir sem láta sér lynda að lifa í horni Facebooksins og fylgjast með, óáreittir og spakir. Það er nefnilega svo mis- jafnt hverju mennirnir leita að og misjafn til- gangurinn sem fyrir þeim vakir. Sjálfshól er til dæmis ekki litið hornauga á Facebook, eins og gömul og góð íslensk gildi segja til um að beri að gera, og á vefnum þykir ekkert sjálfsagðara en að fólk hossi sjálfu sér hressilega. Og enn fleiri sjá markaðsmöguleikana í Facebook og stunda auglýsingar á sjálfum sér og verkum sínum svo grimmt að útlenskir fræðingar í net- samskiptum og siðareglum sýndarveruleikans fengju sjálfsagt slag ef þeir reyndu að átta sig á Facebook-hegðun mörlandans. Hún stríðir gegn öllu sem eðlilegt telst í fræðunum þar sem blátt bann er lagt við „selfpromoting“ og „spamming“. Kortlagning á þessu furðulega samsetta partíi væri nóg til að æra óstöðugan en Fréttatíminn skellti sér í léttar samkvæmisréttir og reyndi að draga nokkra Facebook-sauði í dilka, en þær eru vissulega margar tegundirnar sem þar þrífast. 26 úttekt Helgin 11.-13. mars 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.