Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.03.2011, Blaðsíða 42

Fréttatíminn - 11.03.2011, Blaðsíða 42
12 viðhald húsa Helgin 11.-13. mars 2011 A1 Málun ehf. er fyrirtæki sem sérhær sig í öllu sem við kemur málaraiðninni, s.s. nýmálun, lökkun, sandspörtlun, málun friðaðra húsa, viðar- og marmaramálun, endurmálun inni jafnt sem úti. 660 - 1787 A1 Málun a1malun@a1malun.is Tilboð eða tímavinna. Við gerum þér tilboð að kostnaðarlausu! G óður undirbúningur í hví-vetna er mjög mikilvægur fyrir viðhald húseigna og einnig það að velja góðan og ábyrg- an verktaka. Of mörg dæmi eru um viðhaldsframkvæmdir sem farið hafa illa af stað og endað illa og er í flestum tilfellum um að kenna slælegum undirbúningi og einnig röngu vali á verktökum. Það er skammgóður vermir að spara á und- irbúningsstiginu. Þar er grunnurinn lagður og ef hann er veikur er ekki við góðu að búast. Hvernig á að standa að undir- búningi? Ekki er til nein einhlít regla um það. Verk eru mismunandi og aðstæður sömuleiðis. Í fjöleignarhúsum þarf að liggja fyrir óyggjandi og lögleg ákvörðun. Þegar hún liggur fyrir er rétt að fá hlutlausan sérfræðing til að meta ástand hússins og við- gerðarþörf. Í því ástandsmati felst yfirleitt gróf lýsing á ástandi ásamt sundurliðun verkliða með áætluðum magntölum. Húseigendur eru hvatt- ir til að snúa sér til tæknimanna og fyrirtækja sem framkvæma slíkt mat en framkvæma þau ekki sjálfir eða fá fúskara til þess. Sé um minni verk að ræða er hægt að óska eftir tilboðum frá verktaka,  viðHald Góður undirbúninGur er lykilatriði Undirbúningur og framkvæmdir Húseigendum ber að forðast eins og heitan eldinn að eiga viðskipti við aðila sem ekki hafa fullnægj- andi fagréttindi og réttindi til að starfrækja fyrirtæki. Án fullgilds reiknings hefur húseig- andi ekkert í höndunum. byggð á magntölum og verklýsingu samkvæmt ástandsmati. Við stærri verk eru úttektaraðil- arnir jafnan fengnir til að fullgera útboðs- og verklýsingu og standa að útboði. Mikilvægt er fyrir eigendur að gæta þess að viðurkenndir meistarar standi fyrir viðhaldsverkum þar sem slík verk eru oft mjög vandasöm. Þá er ekki síður mikilvægt að leitað sé til hæfra ráðgjafa er hafa næga þekkingu til úttekta. Svartir sauðir Í þessum geira eða bransa eru því miður margir svartir sauðir sem oft hafa enga eða takmark- aða fagþekkingu á viðgerðum. Þessir aðilar bjóða gjarna töfralausnir, bæði í efnum og að- ferðum. Húseigendur þurfa að varast þessa að- ila. Yfirleitt stenst fátt, enginn verksamningur er gerður og jafnvel er um að ræða vinnu án reiknings, sem er ekki eingöngu ólöglegt held- ur stórvarasamt. Án fullgilds reiknings hefur húseigandi ekkert í höndunum sem sannar hvað gert var eða að viðkomandi verktaki hafi yfirleitt komið nálægt verkinu og húsinu. Reikningslaus viðskipti eru lögbrot og stórvarasöm Því miður eru töluverð brögð að reikningslaus- um viðskiptum og virðast sumir húseigendur telja sig spara á því. Rétt er að ítreka að yfirleitt ofmetur verkkaupi hag sinn í þeim viðskipt- um. Verkkaupi stendur eftir án nokkurs eða veikburða réttar gagnvart verktaka og ábyrgð á verki er engin. Einnig er mikilvægt að benda á að virðisaukaskattur fæst aðeins endurgreiddur af vinnu við nýsmíði, endurbætur og viðgerðir á húsnæði, ef reikningar frá verktaka eru full- gildir. Forðist fúskara, vandið val verktaka Húseigendum ber að forðast eins og heitan eld- inn að eiga viðskipti við aðila sem ekki hafa fullnægjandi fagréttindi og réttindi til að starf- rækja fyrirtæki. Að velja verktaka er ekki auð- velt verk. Alls ekki er víst að sá sem býður lægst sé með hægstæðasta tilboðið. Notar hann rétt efni? Er hann vandaður og traustur? Má treysta því að hann hafi fjárhagslegt bolmagn til að ljúka verkinu? Er hann með langan skuldahala á eftir sér? Afla þarf upplýsinga um þessi at- riði þegar verktaki er valinn. Skoða ber alla þætti sem þýðingu geta haft en ekki bara ein- blína á tilboðsfjárhæðina. Það er hægurinn á fyrir ábyrgðarlausa fúskara að bjóða lágt og lofa miklu. Um það vitna sorglega mörg dæmi. aðkoma byggingarfulltrúa Vegna steypuviðgerða, sem hafa í för með sér niðurbrot og endurgerð hluta burðarvirkja, klæðninga og gluggaskipta verður að afla byggingarleyfis. Ef fyrirhugaðar eru viðgerðir á sprungum og múr nægir að tilkynna það til byggingarfulltrúa með skriflegri greinargerð um eðli verksins, hver hafi með því eftirlit og sjái um framkvæmd þess. Þess er krafist að iðnmeistarar standi fyrir framkvæmdum slíkra viðhaldsverka. Þeir skulu hafa sérþekkingu á viðhaldsvinnu og árita yfirlýsingu hjá bygg- ingarfulltrúa um ábyrgð sína. Virðisaukaskattur fæst aðeins endurgreiddur af vinnu við nýsmíði, endurbætur og viðgerðir á húsnæði ef reikningar frá verktaka eru fullgildir. Ljósmynd/Hari Heilræði til HúsfélaGa 1. Fá hlutlausan sérfræðing til að meta ástand eignar- innar og viðgerðarþörf. 2. Við minni verk er hægt að óska eftir tilboðum frá verktökum byggð á magntölum og verklýs- ingu. Við stærri verk fer yfirleitt fram útboð. 3. Meta þarf tilboðin í sam- hengi við útboðsgögnin, heildarverð, einingaverð, uppsetningu tilboðsins og verktíma. 4. Þegar ákveðið hefur verið hvaða tilboði skal taka, er gengið til samninga við viðkomandi verktaka. Seint verður nægjanlega brýnt fyrir fólki mikilvægi þess að gera skriflegan samning við verktaka hvort sem um lítil eða stór verk er að ræða. 5. Eftirlit með framkvæmd þarf að vera vel skilgreint og í föstum farvegi og oft er ráðinn til þess óháður aðili. 6. Lokauppgjör fer fram eftir að verki telst lokið. Mikilvægt er að taka út framkvæmdina og frágang á verkinu áður en lokagreiðsla fer fram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.