Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.03.2011, Blaðsíða 51

Fréttatíminn - 11.03.2011, Blaðsíða 51
Derma Eco lífrænt vottaðar húðvörur fyrir framtíðina Við kynnum með stolti Derma Eco, lífrænt vottaðar húðvörur á skynsömu verði! Derma Eco vörurnar hafa þrjá gæðastimpla sem tryggja úrvals vöru Ecocert er leiðandi í lífrænni vottun. Allar Ecocert vottaðar vörur eru viðurkenndar fyrir gæði og fagmennsku í framleiðslu. Ávallt er leitast við að nota náttúrulegar lausnir og aðferðir. Unnið er eftir mjög ströngum gæðastöðlum og eru eftirlitsmenn að störfum í yfir 80 löndum. Dönsku astma- og ofnæmissamtökin eru mjög öflug samtök sem hafa velferð fólks með astma, ofnæmi og exem að leiðarljósi. Svanurinn er opinber umhverfisvottun Norðurlandanna. Markmiðið er að skapa sameiginlegt norrænt umhverfismerki sem aðilum er frjálst að taka þátt í og stuðlar að því að létta þá byrði sem dagleg neysla leggur á umhverfið. Svansmerkið vottar umhverfisáhrif vöru og þjónustu á öllum líftímanum. Derma Eco fyrir framtíðina Þessir gæðastimplar sem Derma Eco vörurnar hafa hlotið tákna í raun fortíð, nútíð og framtíð. Ecosert passar upp á að það sem er ræktað og fer í vöruna sé í góðu jafnvægi við náttúruna. Astma- og ofnæmissamtökin skoða innihald út frá tækninni í dag með tilliti til ofnæmis og exemis og Svansmerkið tekur mið af morgundeginum en umbúðirnar brotna auðveldlega niður í náttúrunni. Derma Eco fyrir húð og hár Vörulínan samanstendur af 10 mismunandi vörum. Dag- og næturkrem sem næra húðina og gefa henni raka. Hreinsilínan samanstendur af hreinsigeli, andlitsvatni og farðahreinsi. Líkamslínan inniheldur sturtusápu, sjampó, hárnæringu, húðmjólk og handáburð. Allar vörurnar eru einstaklega mildar og án allra óæskilegra aukaefna. Án allra paraben-, litar- eða ilmefna. Innflutningsaðili: Gengur vel ehf. Þú færð Derma Eco í verslunum Hagkaups, Heilsuhúsinu, Fjarðarkaup, Heilsuveri, Árbæjarapóteki, Apóteki Vesturlands, Melabúðinni, Vöruvali Vestmanneyjum, Þín Verslun og Nóatúni Hringbraut. Samir Nasri Franski landsliðsmaðurinn Samir Nasri hefur þroskast mikið sem leikmaður í vetur undir handleiðslu Arsené Wengers. Þessi lipri kant- maður er þekktur fyrir fyrsta flokks knattmeðferð og þykir einkar leikinn með knöttinn. Nasri fæddist árið 1987 í Marseille í Frakklandi. Hann fór í gegnum unglingastarf Marseille áður en hann festi sig í sessi sem leikmaður í aðalliðinu aðeins sautján ára. Á tíma sínum í Frakklandi, sem spannaði fjögur ár, lék Nasri alls 162 leiki og skoraði 11 mörk – áður en hann var keyptur til Arsenal árið 2008. Nái Nasri að leika vel á laugardaginn aukast líkur gestanna á sigri til muna. Wayne Rooney Ef einhver leikmaður hefur vakið athygli utan vallar í ensku knattspyrnunni í vetur þá er það Wayne Rooney. Það efast þó enginn um hæfileika hans innan vallar og glæsimark hans gegn Manchester City í febrúarmánuði hefur vonandi hjálpað honum að finna taktinn að nýju. Þessi enski landsliðs- maður, sem lék áður með Everton, er óaðfinnanlegur á góðum degi þar sem hann getur leikið andstæðinga sína grátt með hraða sínum og styrk. Hann er ekki síst duglegur við að sinna varnarskyldu sinni, sem er Englendingum sannarlega að skapi. Verði dagsform Rooneys gott um helgina þurfa varnarmenn Arsenal heldur betur að vera á varðbergi. á tvo tapleiki í röð á skömmum tíma gegn Chelsea og Liverpool. „Þetta er búinn að vera erf- iður tími upp á síðkastið,“ segir Guðmundur Reynir sem leikur með KR þótt hann sé samnings- bundinn GAIS í Gautaborg í Svíþjóð. „Ég er þó furðu bjartsýnn fyrir laugardaginn. Að tapa illa á móti Liverpool og detta út úr FA-bikarnum í sömu vikunni er bara ekki á boðstólum. Þó að tapleikurinn gegn Liverpool væri að sjálfsögðu bara dómar- anum að kenna,“ bætir hann við og glottir við tönn. Hefur augljóslega húmor fyrir sér og sínum. „Segjum að leikurinn endi 3-2 fyrir United í bráðfjörugum leik þar sem Javier Hernández fer á kostum og skorar þrennu. Ég hef tröllatrú á þeim leikmanni – hann hefur komið skemmtilega inn í vetur. Mér er alveg sama hver skorar fyrir hitt liðið.“ Ljósmynd/Nordicphotos/Getty Images fótbolti 31 Helgin 11.-13. mars 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.