Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.03.2011, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 11.03.2011, Blaðsíða 38
8 viðhald húsa Helgin 11.-13. mars 2011 S purt er um viðhald á fjöleignarhúsi sem hefur að geyma 50 íbúðir. Á húsfundi var samþykkt tillaga um að ráðast í viðhald fyrir 100 milljónir. Fundinn sóttu 25 íbúðareigendur og voru 15 meðmæltir en 10 andvígir. Spurt er: Þarf ekki einhver lágmarksfjöldi eigenda að sækja fund svo að hann sé bær um að taka svona ákvörðun í ríkjandi ástandi þegar margar fjölskyldur berjast í bökkum? Getur fámennur meirihluti á fundi bund- ið húsfélagið og aðra eigendur? Stenst að leggja álögur upp á tvær milljónir á hvern eiganda, óháð kreppuástandi og hvernig á stendur hjá einstökum eigendum? Verður fólk að láta svona yfir sig ganga og missa e.t.v. íbúð sína? Viðhaldsþörf Hús eru forgengileg og ganga úr sér óháð efna- hagsástandi og fjárhag eigenda á hverjum tíma. Ef hús fá ekki það viðhald sem þarf og nauðsynlegar endurbætur í takt, þá nagar tímans tönn þau mis- kunnarlaust og verðmæti þeirra og notagildi rýrn- ar. Það kemur eigendum í koll ef þeir sinna ekki brýnu viðhaldi. Þegar um einbýlishús er að ræða, er viðhald að mestu einkamál eiganda þess. Öðru máli gengir um fjöleignarhús. Þar eru eigendur sameiginlega ábyrgir. Viðhaldshvetjandi Í þenslunni miklu var þrautin þyngri að fá verk- taka í viðhaldsverk. Grasið þótti grænna í nýbygg- ingum og viðhald húsa sat á hakanum. Nú er öldin önnur. Nú bítast þeir verktakar um viðhaldsverk sem áður fúlsuðu við þeim. Það er ljós í myrkrinu fyrir húseigendur að geta nú valið úr verktökum og náð góðum samningum. Stjórnvöld hafa líka gert ráðstafanir til að hvetja til viðhalds og örva viðhalds- geirann með aukinni endurgreiðslu virðisaukaskatts (100% af vinnu á byggingarstað), skattaívilnun eða frádrætti vegna viðhaldskostnaðar. Eins með því að auka og hækka viðhaldslán Íbúðalánasjóðs. Að þessu leyti árar vel til viðhalds. Viðhaldsletjandi Verktakar eru margir veikburða eftir áföll og hremm- ingar. Það skapar áhættu og óvissu fyrir viðsemj- endur þeirra og kallar á vönduð vinnubrögð af hálfu húsfélaga. Þá fylgir sá böggull skammrifi að eigendur eiga yfirleitt ekki digra við- haldssjóði né aðrar feitar fúlgur og allra síst á tímum kaldakols. Lánamöguleikar eru ekki samir og fyrrum þegar gullið flóði. Peninga skortir víða til viðhalds og á því stranda mörg góð áform. Ef þeir eru ekki fyrir hendi er tómt mál að tala um viðhald þótt þörf sé brýn og aðstæður að ýmsu öðru leyti ákjósanlegar. Húsfélög, húsfundur Það er meginhlutverk húsfélaga að annast viðhald sameignarinnar þannig að hún þjóni sem best þörfum eigenda og verð- mæti eigna haldist. Þegar menn kaupa eign í fjöleignarhúsi gangast þeir undir skyldu til þátttöku í húsfélagi. Í fjöleignar- húsum er viðhald sígilt viðfangsefni sem aldrei lýkur endanlega, eitt tekur við af öðru. Eigendur mega alltaf búast við því og húsfundur taki ákvarðanir um viðhald sem hefur útlát í för með sér fyrir þá. Húsfundur verður að vera löglega boð- aður og haldinn eftir forskrift laganna. Klúður getur eyðilagt fund og ákvarðanir hans með afdrifaríkum afleiðingum. Það verður seint ofbrýnt fyrir húsfélög- um að vanda til funda. Húseigendafélagið býður upp á lögfræðilega ráðgjöf og aðstoð við húsfundi sem tryggir lögmæta fundi og rétt teknar ákvarðanir. Fundarsókn, einfaldur meirihluti Almennt er ekki gerð krafa um lágmarksfundarsókn á húsfundum. Á því er byggt að þeir sem hirða um að mæta hafi meira að segja en hinir sem heima húka. Meginreglan er að einfaldur meirihluti á fundi ráði lyktum mála. Það heyrir til undantekninga að krafist sé aukins meirihluta eða samþykkis allra. Það gildir aðeins um mikilvæg grundvallaratriði. Minni- hlutinn getur ekki sett sig upp á móti venjulegum framkvæmdum, jafnvel þótt þær séu mjög kostnaðar- samar. Mikið vald á þröngu sviði Það er höfuðeinkenni á húsfélagi að hægt er að þvinga minnihluta í ríkum mæli til að taka þátt í út- gjöldum sem hann hefur greitt atkvæði á móti. Sem mótvægi við þetta vald er valdsvið húsfélags þröngt og nær fyrst og fremst til ákvarðana og ráðstafana sem eru nauðsynlegar og venjulegar. En vald hús- félags nær lengra því það hefur innan vissra marka vald til að taka ákvarðanir um breytingar, endur- bætur og nýjungar. Einfaldur meirihluti getur þannig ákveðið vissar framkvæmdir, sem ekki eru nauðsyn- legar eða venjulegar en meirihlutinn telur æskilegar. Heill hússins, aðstæður eigenda Þetta ríka vald meirihlutans er nauðsynlegt til þess að húsfélag geti gegnt hlutverki sínu. Taka verður ákvarðanir út frá heill hússins og hag og vilja meiri- hlutans en ekki er unnt að taka ávallt tillit til ein- stakra eigenda og aðstæðna þeirra. Það verður að virða vilja og stöðu meirihluta eigenda, a.m.k á meðan hagsmunir hússins eru ráðandi. Það er sígild saga, gömul og ný, að mismunandi standi á hjá eigendum og að þeir séu misvel í stakk búnir til að greiða hlutdeild sína í sameiginlegum kostnaði. Það má vissulega hafa samúð með þeim sem verst eru staddir en það eitt getur ekki ráðið viðhaldsmálum í bráð og lengd. Í stóru fjöleignarhúsi verða aldrei allir peningalega samstiga á sama tíma. Það verður yfirleitt að duga að meirihlutinn hafi vilja og bolmagn til að ráðast í fram- kvæmdir. Skynsemi, lögveð Meirihlutinn verður vitaskuld að fara varlega og skynsamlega að. Miklu valdi verður að beita af skynsemi, lipurð og mildi. Menn skyldu í upphafi endinn skoða. Ef meirihlutinn er knappur og margir eigendur eru illa staddir og geta fyrirsjáanlega ekki greitt sinn hluta af kostnaðinum er ekki skynsamlegt að þvinga fram kostnaðarsamt viðhald nema það sé þeim mun brýnna. Við vanskil verða aðrir eigendur að axla aukabyrði á meðan kraf- an er innheimt. Það er ekkert grín fyrir húsfélag eða meirihluta eigenda að fjármagna dýra framkvæmd og neyðast svo til að herja á fjárvana sameigendur. Verði húsfélag fyrir útlátum vegna vanskila eigenda er endurkrafan tryggð með lögveði í íbúðum þeirra. Lögveðið gengur framar eldri og yngri veðskuldum og fjárnámum. Lögveðið er tímabundið og fellur niður ári eftir gjalddaga. Vanræksla á viðhaldi Valdi og vilja meirihlutans eru takmörk sett ef athafnaleysi hans fer í bága við heill hússins. Meiri- hlutinn getur ekki til lengdar staðið gegn brýnu og nauðsynlegu viðhaldi ef húsið liggur undir skemmd- um. Vilji hann ekki eða dragi úr hömlu að ráðast í framkvæmdir þótt húsið og íbúðir þess liggi undir skemmdum, þurfa einstakir eigendur ekki að una því. Húsið á ekki að níðast niður í skjóli eða fyrir van- rækslu meirihlutans. Getur minnihlutinn, og jafnvel einstakir eigendur, þá, að vissum skilyrðum uppfyllt- um, ráðist í framkvæmdir á kostnað allra eigenda.  FraMkVæMdir Meginhlutverk húSfélaga er að annaSt viðhald SaMeignar Viðhald í kreppu Taka verður ákvarðanir út frá heill hússins og hag og vilja meirihlutans en ekki er unnt að taka ávallt tillit til einstakra eigenda og aðstæðna þeirra. Meirihlutinn verður að fara varlega og skynsamlega að. Það verður að virða vilja og stöðu meirihluta eigenda, a.m.k á meðan hagsmunir hússins eru ráðandi. Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 Nýtt teppi á stigaganginn – nú er tækifærið !!!! Eitt verð - niðurkomið kr. 5.690 m2 Verðdæmi: 70 fermetra stigahús með 8 íbúðum Heildarverð kr. 398.300 Endurgr. VSK og meðal skattaafsl (68.460) Raunverð kr. 329.840 pr. íbúð aðeins 41.230 Komum á staðinn með prufur og mælum, ykkur að kostnaðar lausu VIÐ ERUM GÓÐIR Í VARMA Vatnshitablásarar • Sérlega hentugir fyrir hitaveituvatn • Element með stálrörum • Afköst frá 7 kW upp í 75 kW • Eins fasa og þriggja fasa • Fáanlegir í 10 stærðum • Hljóðlátir G ra fik a 10 Dalshrauni 5 Hafnarfirði Sími 585 1070 Fax 585 1071 vov@vov.is www.vov.is Te ik ni ng /B ri an P ilk in gt on
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.