Ljós og skuggar - 01.01.1905, Blaðsíða 4

Ljós og skuggar - 01.01.1905, Blaðsíða 4
4 húss. Hún vissi vel til hvers þessi sendiför átti að vera. Græni brennivínskúturinn var nú búinn að vera tómur síðan á jóium, og það var gömul venja, sem sizt mátti bregða, að fylla hann aptur fyrir nýárið. Jóhann gat ekki verið „þurbrjósta" á gaml- árskvöld, það var nú helzta hátíðahaldið hans karls- ins, og í þessi 20 ár, sem Guðný hafði nú verið gipt honum, hafði græni kútnrinn verið hátíðafylgj- an á Barði, og honum fylgt flestar brennivínsfylgj- urnar. Hún var hætt að hugsa um það, þó að kút- urinn væri tekinn upp um leið og húslestrarbæk- urnar, þótt hann skipaði öndvegið á öllum hátíðum og tyllidögum og þó opt hefði verið á sig lagt til að eignást á hann, en það hafði hann þó aldrei gjört fyr, að senda barnið, einkasoninn sinn, út í tvísýnt veður í skammdeginu til að sækja á kútinn! En hvað fékk hún að gjört? Það hafði nú verið hlutskipti hennar í öll þessi ár að þegja og hlýða. Æskudraumarnir hennar höfðu illa ræzt og vonirnar voru horfnar henni. Hún var ung er hún giptist Jóhanni, sem var mörgum árum eldri en hún. Hún færði honum næg efni, og þau reistu bú á eignarjörð hennar, Barði. En brátt fékk hún að reyna, að gipta kon- an er ómyndug. P.eningarnir heunar hurfu á kistu- botninn hjá bóndanum, sauðirnir hennar voru brenni- merktir honum, og svo fór um siðir, að liún var bláfátæk kona, sem hafði ekki umráð yfir neinu, sem annaðhvort varð að knékrjúpa bóndanum, og

x

Ljós og skuggar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og skuggar
https://timarit.is/publication/478

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.