Ljós og skuggar - 01.01.1905, Blaðsíða 6

Ljós og skuggar - 01.01.1905, Blaðsíða 6
6 snjósokkana hans Ingvars. Hún var döpur í bragði, því við og við fuku snjókorn niður um eldhúss- strompinn, og leiðin var löng en dagurinn stuttur. Hún fór að taka til vetlingana, hálsklútinn, storm- húfuna; en hvað hún tók mjúklega á þessu öllu með vinnuhörðu höndunum. „Blessaður drengurinn minn, þér skal ekki verða kalt, ef ég má ráða*, sagði hún i lágum hljóð- um, „en það verður heldur ekki annað!“ Þau stóðu öll 3 á hlaðinu fyrir utan bæjar- dyrnar. „Gaktu röskan, Ingi litli", sagði faðir hans „hann er svalur, þú skalt ekki slóra í kaupstaðnum, þú nærð þá heim um miðaptan. Vertu svo sæll, drengur minn, ég vona að þú komir elcki tómhent- ur“ Og karlinn rak rembings koss að Ingvari og rölti svo í bæinn. „Guð veri með þér, elsku drengurinn minn“, sagði móðir hans, „mundu að fara gætilega, gistu í Gerðiskoti heidur en að fara út í hríð, mundu ept- ir henni gömlu mömmu, sem getur ekki lifað án þín“. Hún var búin að segja allt of mikið. Tárin laumuðust ofan kinnarnar, hún brá svuntuhorninu að augum sér og gekk svo fram fyrir bæinn. Hún stóð kyr og horfði á eptir honum; hann hijóp létt- fættur út fyrir túnið, og hvarf svo fyrir hæð. Henni var svo órótt í geði. Skýin voru svo dimm og stormurinn kaldur. „Drottinn, fylgdu drengnum mínum“. Bænin steig í andvarpi upp til hæða.

x

Ljós og skuggar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og skuggar
https://timarit.is/publication/478

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.