Ljós og skuggar - 01.01.1905, Blaðsíða 10

Ljós og skuggar - 01.01.1905, Blaðsíða 10
10 Hvernig gat hún lifað, ef hann, einka-yndið og vonin hennar, yrði úti í hriðinni? Og var annars von? Voru nokkur líkindi til að barnið kæmist lífs af í þvíliku veðri ? Hann hlaut að hafa verið kom- inn úr kaupstaðnum áður en veðrið versnaði, en naumast verið kominn að. Gerðiskoti. Og Grófin! Henni sortnaði fyrir augum, er hún fór að hugsa um Grófina. Kolsvörtu, himinháu hamrarnir sem nú voru huldir af snjó, komu fyrir hugskotssjónir hennar, og hún sá drenginti sinn hrapa þar fram af, — dauðinn — dauðinn einn beið hans í gljúfr- inu. „Ó, Drottinn minn góður, verndaðu barnið mitt“! Hún spennti greipar í dauðans angist, tárin streymdu urn náfölar kinnarnar, varirnar titruðu, en stormurinn svaraði grátstunum hennar. IV. „Eg verð likiega að reyna að rölta norður að Gerðiskoti“, sagði Jóhann gamli við konu sína nokkru fyrir miðnætti. „Tarna er skárri b. hríðin. Eg hefði ekki verið að senda drenginn, ef mér hefði dottið þetta í hug. Eg held hann birti nú ögn, svo það er bezt eg leggi á stað„. Stundu síðar skálmaði Jóhann á stað. Guðný lét bæjar hurðina aptur á eptir honum. Stóreflis snjógusu laust í andlit henni og frostið var afar- mikið. Það var níðdimmt. Við og við greiddi þó lítið eitt frá tunglinu, sem brá upp draugalegu ljósi, er hriðin slökti aptur von bráðar,

x

Ljós og skuggar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og skuggar
https://timarit.is/publication/478

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.