Ljós og skuggar - 01.01.1905, Blaðsíða 21

Ljós og skuggar - 01.01.1905, Blaðsíða 21
21 „Getið þér lesið j'ður til dægrast.yttingar?" „Já, ég legg bibliuna mína sjaldan aptur, orð hennar hafa styrkt mig alla rnína æfi.“ „Það er gott að veia Guðs barn.“ „Já, ekkert, ekkert jafnast á við það, ég vildi ekki skipta á því og öllu heimsins guili og fjársjóðum". Pað var ekki mikið um þá í kringum hana, híbýl- in hennar voru næsta fátækleg og hún þekkti ekki gull nema af afspurn, en þó var hún ríkari en ótal margar konur, sem ég hefi hitt og talað við, þótt þær hafi stundum átt ríkmannleg heimili og alls- kyns munað, í staðinn fyrir fátæklegu baðstofuna hennar. En hún var rík í Guði, því hún átti frið- inn, sem æðri er öllum skilning, friðinn, sem ein- ungis fæst fyrir trúna á Jesúm Krist, sem gjörir sorg að gleði, breytir dauða í líf, — Guðs barna friðinn. ----wx------- í afkimum. Hún hafði setið ein allan daginn. Úti hamað- ist regn og stormur, rúðurnar hristust í glugganum í lélega kjallaraherborginu, og hurðin nötraði af súgn- um, er lagði um húsið við hverja vindkviðu. Enginn eidur brann á arin-garminum, sem var þar inni, hann stóð kolryðgaður út í horni, líkastur því að h&nn hefði eigi verið snertur langan tíma,

x

Ljós og skuggar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og skuggar
https://timarit.is/publication/478

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.