Ljós og skuggar - 01.01.1905, Blaðsíða 5

Ljós og skuggar - 01.01.1905, Blaðsíða 5
5 verða þá opt fyrir ónotum, eða þá að klípa af smjör- inu eða draga undan af ullinni til að senda á laun í kaupstaðinn, ef hana vanhagaði um eitthvað smá- vegis, sem vanalega var kallað „óþarfaglingur“. Árin voru nú orðin svona mörg, og illur vani í langan tíma er áhrifamikill. Hún var farin að sætta sig við þetta, já, henni fannst það sjálfsagt, að hún ætti ekkert en hann állt, og þá átti hann auðvitað með að nota efni sín eptir vild, þamba eins mikið hrennivín og hann langaði til, — og þó var hún einu sinni ríkasta stúlkan og bezta gjaforð- ið í allri sveitinni! Já, undarlegt var það! Hún hafði verið elda- buska, mjaltakona, fjósakona, vinnukona hjá hon- um í öll þessi ár. Hún átti að standa skil á öllu. Hjúin þóttust eins mikils ráðandi og hún. Tóm- stundir átti hún fáar. Á sunnudögunum varð hún optast að hýrast heima í búri og eldhúsi yflr skyrkollum og grautar- trogum, eða þá við að þvo sokka og staga skó, og hún lagðist eins þreytt til hvíldar þá daga sem aðra. Þetta voru kjörin hennar; því miður eru það marg- ar konur, sem verða að sæta líkum kjörum. En hún átti dreng. Hann Ingvar var fallegur og góður piltur, og hann varpaðí yl og gleði yflr æfiferil móður sinnar. Hennar æðsta ósk og þrá var að sjá hann verða að manni, vonirnar hennar voru allar tengdar við hann. Hún sat fyrir framan hlóðin og var að þerra

x

Ljós og skuggar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og skuggar
https://timarit.is/publication/478

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.