Ljós og skuggar - 01.01.1905, Blaðsíða 11

Ljós og skuggar - 01.01.1905, Blaðsíða 11
11 Jóhann neytti allrar orku að brjót.ast áfram í kafaldinu og hriðinni. Hann varð fljótt þreyttur og þurfti hann þó ekki að bera 6 potta kút á bakinu. Veðrinu slotaði lítið eitt og rofaði til í lofti. Jóhann kom auga á hús, hann herti göngu sína, ófærðin var því nær ókleif og stormurinn hlóð æ meiru fyr- ir fót hans. Hamingjunni sé lof, hann er kominn að Gerðis- koti! Loksins! Sjálfsagt situr Ingvar þar nú i sóma og yfirlæti; þessi för hans er líklega öldungis óþörf. Jæja, hvað sem öllu líður, þá er þó gott að eiga von á húsaskjóli. En nú syrtir aptui', og hribin hamast, fannmökkurinn er eins og kolsvartur hamraveggur. Jóhann reynir að halda í áttina að bænum. Loks rekur hann sig á vegginn, hann fálmar eptir dyrum og finnur þær, innan að heyrir hann hægan og rólegan andardrátt— það voru beitar- húsin frá Gerðiskoti, en ekki bæjarhúsin, og „heima- fólkið “ voru 40—50 sauðir! Átti hann að snúa við, fara burt frá hlýind- unum og húsaskjólinu? Var nokkur von um að hnnn fyndi bæinn? Hann víssi að alllangt var á milli. Hann gekk frá hurðinni sem bezt hann gat, og stóð nú við og hlustaði á hörpuslátt stormsins. Nei, það var réttast að biða hér. Hann var þreytt- ur og gott legurúm var í jötunni. Hann vai' fann- barinn mjög og föt hans beinfreðin. Sauðirnir tóku hart viðbragð, þegar snjókarl þessi kom inn í húsið, en biátt varð allt kyrt. Jóliann lagðist endilangur

x

Ljós og skuggar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og skuggar
https://timarit.is/publication/478

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.