Ljós og skuggar - 01.01.1905, Blaðsíða 20

Ljós og skuggar - 01.01.1905, Blaðsíða 20
Henni lá við að hníga niður af þreytu, en hún varð að herða sig, hun mamma, blessuð góða mamma hennar lá heima með brotinn fót og óþolandi kval- ir, og Þórunn litla hrópaði í sífeilu og veifaði. „Hvað >er þetta, sem blaktir þarna i ánni“, sögðu piltarnir í Árkoti hver við annan, „mér sýnist það likast því sem einhver væri að gjöra okkur bendingu". „Taktu Grána og ríddu yfir ána,“ sagði hús- bóndinn. Pilturinn tók hestinn, steig á bak og reið hratt ofan að ánni. Barnið stóð á steininum, hún var nú hætt að veifa klútnum, í þess stað fórnaði hún höndunum og horfði til himins, en tárin stieymdu um kinnar hennar, það voru hrein og skær gleði-tár. Læknirinn kom svo undir kvöldið og batt um fótinn, og nú þurfti hún að liggja. Kn hvað hún tók þessu ö'llu rólega, og hvað hún bar kvalirnar vel. Þórunn litla sat við rúmstokkinn og hélt í höndina á henni. „Eg bað Guð og hann hjálpaði mér mamma," sagði hún í lágum hljóðum. „Já,hannhoyriroghjálpar,“ svaraði móðirhennar. Pað -var gleði-stund, þegar maðurinn hennar kom svo heim. — — — Ég hlýddi með aðdáun á sögu hennar, er hér hefir verið skráð. „Og hvernig líður yður nú?“ spurði ég. Iiún brosti. „Mér liður vel, ég flnn að Guð er hjá mér. “

x

Ljós og skuggar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og skuggar
https://timarit.is/publication/478

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.