Ljós og skuggar - 01.01.1905, Blaðsíða 26

Ljós og skuggar - 01.01.1905, Blaðsíða 26
26 Prándavsen og fröken í’jóstarsen, sem telja sig moð þeim helztu, labba hiæjandi með tveimui þessara sömu „herra“ inti á Uppsaii- — Kröfur ungu stúlkn- anna eru ’ ekki háar í ~þessa átt, enda vet ður þeim að þvi“. „Já, égsegji það satt“, hélt Jórunn gamla áfram og steig fram á fót sinn,„ maður getur fundið til þess arna, en það þýðir litiðfyrir mig og mína líka að fást um slikt. — Góða min, hvað þú ert hnuggin, þú getur ekki einu sinni brosað, hvernig sem égles, og þú hefir nú ekki farið varhluta af vonsku mann- anna held ég. Dæmalausir eru sumir menn. — Jæja, þeir bíða síns tírna og síns dóms. — Og allt af sefur hún litla skinnið, ég held hver sé sælastur, sem iengst sefur.“ — Jórunn lét dæluna ganga við- stöðuiaust, nú bjó hún sig til að fara. Eg þakka þér kærlega fyrir allt, Jórunn mín“, sagði Þóra, „þú ert allt af að víkja mér einhverju". „Og blessunin, ég held að það sé ekki teljandi, ég er einn garmurinn sjáif, sem verð að striða og berjast fyrir lífinu", og Jórunn stundi við. Þóra kveikti á lampanum, það var eins og það hýrnaði ofurlítið yfir herberginu. Jón litli hafði sofnað með brauðbitann í hendinni. Hún lagði hann út af í rúmið, tók sjalklút af hálsinum á sér og breiddi ofan á hann. „Auiningja barn fátækt og föðurlaust", hvíslaði hðn í gremjuróm. „Ó, þetta lif, þetta Jíf!“ — Og þó gat það verið svo gott,— svo gagnólíkt þessu.--------

x

Ljós og skuggar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og skuggar
https://timarit.is/publication/478

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.