Ljós og skuggar - 01.01.1905, Blaðsíða 29

Ljós og skuggar - 01.01.1905, Blaðsíða 29
39 hún meira en foreidrum sínum, og þar að auki. — Já, hún taidi réttast að fara heim í bráðina. Henni var tekið tveim höndum heima, — og þar fæddist hann Jón iitli. Þeim hafði fækkað töluvert bréfunum frá hon- um eptir það, og henni fannst einhver annar blær á þeim, en það gat veiið hugarburður, „hún var allt af svo ímyndunarveik", sagði hann. Svo kom taugaveikin. (Hún stundi sáran, er hún minntist þess). Dauðinn fyigdi henni eins og optar. Hann kvaddi með sér nokkra vandamenn hennar, en sár- ast var þó að hann faðir hennar skyldi þurfa að verða í þeim hóp. Hún syrgði hann sárt, hann hafði verið góður faðir, en nú var hann dáinn, — horfinn, — og hún móðir hennar, — hún fékk ekki boríð harminn þunga, heilsan var þrotin og hjartað sært, hún fjell og fyrir biturri egg dauðans. fá var hún orðin foreldra laus. Búið var selt á uppboði. Skuldheimtumennirnir urðu fleiri én hún hafði búizt við.. Þær fengu ekki nema sínar tvö hundruð krónur hver systranna, þegar búið var að borga skuldirnar. Hún skrifaði Níels og sagði honum þessar sorg- | ar fregnir. Lengi beið hún eptir svarinu. Æ, það var furðu lítil hluttekning í því, fannst henni, og þó hafði hún búizt við hlýindum úr þeirri átt. Hún mátti koma suður með drenginn, ef hún vildi, hann hafði einhver ráð með húsnæði yfir vet- urinn, svo komu tímar og ráð, þau gátu talað um það seinna. Hún bióst til ferðar. Hvernig stóð á því að

x

Ljós og skuggar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og skuggar
https://timarit.is/publication/478

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.