Ljós og skuggar - 01.01.1905, Blaðsíða 18

Ljós og skuggar - 01.01.1905, Blaðsíða 18
18 sjúkdóma, hjarta hennar hafði opt titrað af angist en einnig bærst af gleði. Allajafna var hún ein heíma með börnin. Mað- urinn hennar vann bald brotnu fyrir heimili sinu. Kröfurnar voru ekki háar, en 4 börn þurfa margs með, þau lifðu og unnu fyrir þeim. Um vinnufólk var ekki að ræða. Dagarnir liðu hver öðrum líkir. Hún var að bera heim eldivið og hvildi sig með pokann á stórri þúfu, þegar hún ætlaði að leggja hann á bak sér aptur, skrikaði henni fótur og hún féll, sársaukinn var ekki mikill í bili, en þegar hún ætlaði að rísa á fætur, gat hún það moð engu móti, og svo fékk hún oíboðslegar kvalir í fótinn. Hún varð að liggja þar sem hún var komin. 1-Ivað var nú til ráða? Það var langui vegur til^ næsta bæjar, en mannhjálp þurfti lnín að fá. Og iækni varð að sækja, því hún lá þarna fótbrotin. Maðurinn hennar var ekki heima, hann hafði lagt á stað í kaupstaðar ferð snemma um morguninn, og hans var ekki að vænta heim fyr en annað kveld. Börnin fóru að hágráta, þegar þau sáu móður sína svona stadda. Henni tókst eptir langa mæðu að komast inn í baðstofu. „Eg skal reyna að fara, mamma, og sækja ein- hvern til að hjálpa þér“ sagði elzta stúlkan hennar, hún Þórunn litla, hún var 8 ára gömul. Og svo fór barnið að týgja sig til ferðar. Pað var áh5Tggju svipur á móðurinni, þegar litla. stúlkan hvarf úr dyrum út. Hvernig gat hún komizt yfir

x

Ljós og skuggar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og skuggar
https://timarit.is/publication/478

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.