Ljós og skuggar - 01.01.1905, Blaðsíða 12

Ljós og skuggar - 01.01.1905, Blaðsíða 12
12 í garðann og bráðum heyrðist ekki annað í húsinu, en jórtrið í sauðunum og hroturnar í Jóhanni. Hann gat reyndar ekki sofnað alveg strax. Það var einhver órói yfir honum, hann gat ekki að því gjört. Pað gat vel verið að drengnum hefði hlekst eitthvað á, og svo var það nú líklega hálf- gjörður óþarfi að vera að senda hann þetta. En seint er að sakast um orðinn hlut, — og svo sofn- aði Jóhann. Hann dreymdi draum. Hann stóð við stórt vatnsfail; það var beljandi á, kolmórauð og freyðandi- Hún reif með sér allt, sem fyrir varð. Parna reif hún með rótum faguriaufgað tró, er stóð á bakkan- um; tréð sökk, því skaut upp aptur, barst svo með straumnum burt — burt. Græn lauf, fögur grös, nýútsprungin blóm, visin strá, allt barst óðfluga með straumnum, allt hvarf sjónum. Loks sá hann eitthvað, er liktist manns likama. Það kom á hendingskasti, öldur árinnar sveifluðu því fram og aptur, loks tók ein aldan það og varpaði því upp á árbakkann. Það var mannslík. Andlitið var fannhvítt, hárið grátt af hélu. í annari hendinni var konjaksflaska, stúturinn var brotinn af henni. Hann heyrði voðaiega rödd: „Drykkjuguðinn færir nýja árinu fórn sína. í þetta sinn var það drengurinn þinn!“ — Drengurirm hans — örendur! Já, það var hann. Jóhann veinaði sárt upp úr svefninum. Svo sá harni stóra, græna kútinn, hann

x

Ljós og skuggar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og skuggar
https://timarit.is/publication/478

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.