Ljós og skuggar - 01.01.1905, Blaðsíða 22

Ljós og skuggar - 01.01.1905, Blaðsíða 22
22 Rúmfletið stóð undir glugganum, hún hafði breitt ábreiðu-garm fyrir gluggann, líklega til varnar gegn vind- inum, því í rúminu lá barn hennar og svaf. Blessað * litla barnið! Það svaf vært, þrátt fyrir óganginn 1 veðrinu ogillan aðbúnað, sem þarna var s vo átakanlegur. Hún var kinnfiskasogin og föl, sat á rúminu hélt að sér höndum og horfði á sofandi barnið, það var rúmlega 2 mánaða gamalt, og þarna á gólfinu var litli drengurinn hennar að leika sér að skeija- brotum, sem hún hafði tínt handa honum, önnur leikföng átti hann nú ekki. Það var farið að skyggja, en hún var ekki farin að kveikja; ef til vill hefir verið lítil olia á lamp- anum hennar! „Skyldi hann ekki ætla að koma í kvöld?" sagði hún við sjálfa sig, „ég hefi engin ráð, ef hann kemur ekki. — — Svona nú Jón litli, meiddirðu þig? — I’ér er þá svona kalt, auminginn minn, ég skal reyna að verma þig ögn.“ — Hún tók drenginn i fang sér og tók að verma litlu hendurnar, sem voru hel- bláar af kulda. — „Það er engin furða", sagði hún lágt, „hér er ekki hlýtt inni“. g „Mannna, ætiar pabbi ekki að gefa okkur neitt að borða í dag? Kemur hann ekki bráðum, mamma?“ „Ég veit það ekki góði minn“. „Ég er orðinn svo svangur, gefðu mér brauð“. „Ég á ekki brauð núna, vinur minn“. „Því þá mamma? Ég er svo svangur, þú verð. ur að gefa mér brauð“, og hann fór að kjökra. J

x

Ljós og skuggar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og skuggar
https://timarit.is/publication/478

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.