Ljós og skuggar - 01.01.1905, Blaðsíða 32

Ljós og skuggar - 01.01.1905, Blaðsíða 32
„Þarna siturðu, húðin þín, með bannsetta ung- ana þína!“ Hann æddi að henni með uppreiddan hnefann, „ég skal lúberja þig, ef þú gefur mér ekki kaffi, sjóðandi heitt og sterkt". Þóra hröklaðist út í horn, hrædd og skjálfandi. Drengurinn hrökk upp af svefninum ogfór að hágráta. Þetta var „kærastinn" hennar, faðir barnanna hennar! Líkari var hann óargadýri heldur en manni. Hvað ætli hún gæti gefið honum? Hún átti ekkert, ekki einn eyri, ekki nokkurn matarbita, og hann gat heimtað slíkt af henni! Sjálfur kom hann beint af Svinastiunni! Jórunn gamla heyrði hvað á gekk. Hún hljóp i dauðans ofboði og sót.ti karlmann til hjálpar. Þeg- ar þau komu inn, var Niels að berja Þóru með tómri flösku. Hún grét, hann blótaði og formælti henni. Svo var hann tekinn. Þetta voru seinustu samfundir þeirra. Um vorið var hún flutt á 'sveit sína með bæði börnin. — — Pað voru fáir, sem fylgdu henni til skips dag- inn, sem hún fór. Jórunn gamla bar yngra barnið fyrir hana ofan á bryggju. Gamla konan þurkaði sig um augun á svuntuhoruinu sínu, þegar bátur- inn lagði írá landi. Þórá sat þar hljóð og döpur með bæði börnin. Umkomulaus var hún og yflr- gefin, fyrirlitin af mörgum, gleymd eða óþekkt af flestum, útskúfuð af manninum, sem hafði heitið henni ást sinni og umhyggju. Jórunni gömlu sýnd- ist hún hreyfa varirnar. Yar hún farin að biðja? Hún gat litið borið um „Reykjavíkurdýrðina", enda lá leiðin hennar um afkima.----------

x

Ljós og skuggar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og skuggar
https://timarit.is/publication/478

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.