Ljós og skuggar - 01.01.1905, Blaðsíða 30

Ljós og skuggar - 01.01.1905, Blaðsíða 30
30 gleði hennar og tilhlökkun yfir að fá nú bráðum að sjá manninn, sem hún bráði og unni, var ekki eins hrein og óblönduð og skyldi? Hún kom suður seint um haustið. Veðrið hafði verið einna likast og í dag, — heliirigning og stormur. Hún þekkti engan, er hún gæti hallað sér að, hafði enda búizt, við að Níels mundi vera við hendina og tnka á móti henni, en þar brást henni ein vonin. Hann kom ekki, og þegar hún spurði eptir honum, kannaðist enginn við hann. Það réðst fram úr þessum vandræðum hennar á þann hátt, að hún komst í kynni við Jórunni gömlu, og hún gatútvegað henni „kompuna", sem hún sat nú i einmana og yfirgefin. Jórunn hafði haft upp á Níels. Þóra leitaði sér atvinnu eptir því sem hún bezt. gat. Það var mjög litilfjörlegt, sem Níels lagði henni og barninu. Þau höfðu fundist. Hann kom einstöku sinnum heim í herbergið hennai', það hét svo að hún væri kærastan hans, — þó fjólgaði stundunum, sem hann dvaldi á drykkju-kránum, og að sama skapi fækk- aði aurunum, sem hún og drengurinn fengu. Hann hlaut að vera farinn að drekka mikið, útlit hans bar þess ljósan vott, og öll framkoma hans var breytt frá því, er áður var. Hann falaði sjaldan eða aldrei hlýlegt orð tíl hennar, færði henni aldrei neitt smávegis, er gæti glatt .hana, var jafnaðarlega afundinn og kaldur við hana. Af barninu skipti hann sér aldrei. Hvers galt það? Veturinn leið. Níels fór á fiskiskútu á vertiðinni. J?óia vonaði að nú færi hagur hans að batna, ef til vill gat hann nú farið að efna eitthvert loforð-

x

Ljós og skuggar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og skuggar
https://timarit.is/publication/478

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.