Ljós og skuggar - 01.01.1905, Blaðsíða 9

Ljós og skuggar - 01.01.1905, Blaðsíða 9
9 verunni, sem tók þátt í einstæðingsskap hans þarna í hríðinni, tók svo upp seinasta matarbitann og gaf honum. Óttalega var hann þyrstur. Átti iiann að borða meiri snjó? Það gjörði einungis illt verra. En því ekki að opna flöskuna? Hann þreif í of- boði til flöskunnar, braut. af henni stútinn og teigaði svo. Hann tók ekki flöskuna frá munni sér fyr en stórt borð var á henni. Gott var að svala sár- um þorsta! Honum fór að líða svo vel. Yær svefnhöfgi seig á hann. Það var svo gott að sofna í fönninni, stormurinn söng vögguljóð og hlóð hvítum dún- sængum að honum. III. Það var iiðið á kveldið. Úti hamaðist storm- urinn, hann þeytli snjógusunum á baðstofugluggann, það hrikti í hverru sperru. Frostið huldi rúðurnar rósum sínum. Hún Guðný á Barði var búin að fara æði margar ferðir fiam á dyraloptið á þessum degi, og nú stóð hún þar. Augun voru döpur og hendin skait þegar hún setti kertuljósið í gluggann, það var eini glugginn, sem vissi fram að veginum. Hann gat ef til vildi greinf. ijósið, ef eitthvað rofaði, og þá var það leiðbeining fyrir hann. Blessað bai n- ið úti í þessu voða veðri! fað var dýrkeypt hress- ing þessi „gamlársglaðning" á græna kútnum!

x

Ljós og skuggar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og skuggar
https://timarit.is/publication/478

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.