Ljós og skuggar - 01.01.1905, Blaðsíða 7

Ljós og skuggar - 01.01.1905, Blaðsíða 7
7 II. Færðin var afarill. Ingvar kafaði rösklega nieð græna kútinn á bakinu, skíðin sín dró hann við hlið sér, þau komu honum að engu haldi enn þá. Snati, hundurinn hans, tölti á eptir honum. Élin færðust nær og stoimurinn herti sig, en Ingvar herti og göngu sína unz hann kom út fyrir Gróflna, þá steig hann á skiði sín og nú miðaði honum rösklega áfram. Það var tekið að bregða birtu, þegar hann kom í kaupstaðinn. Éað leið nokkur tími áður en hann gat fengið mælt á kútinn. Hann hafði hvorki bragð- að þurt né vott siðan um morguninn áður en hann lagði á stað að heiman. Móðir hans hafði stungið matarbita í vasa hans, það kom sér vel á heim- leiðinni. Loks var hann þó tilbúinn. Græni kút- urinn var fullur. Þar að auki hafði hann meðferð- is konjaksflösku, gekk hann frá henni í selskinns- tösku sinni, batt hann nú á bak sér kútinn og tösk- una, sté á skiði sín og lagði á stað. Hriðin var að skella á. Fannkoman jókst, vindurinn þeytti lausu mjöllinni, frostið harðnaði, — það var komið lítt fært veður. Ingvar hraðaði göngu sinni allt hvað mátti’ Hann hafði gát á vindstöðunni, hún var hið eina, er hann gat áttað sig á. Hann hafði storminn á hlið um nokkra hríð. Hann var búinn að ganga yjn stund, var orðinn þreyttur og ákaflega þyrstur;

x

Ljós og skuggar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og skuggar
https://timarit.is/publication/478

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.